Til bakaPrenta
Fjallskilanefnd - 5

Haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,
23.11.2023 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður, Arnór Ari Sigurðsson varaformaður, Marsibil Erlendsdóttir aðalmaður, Sunna Júlía Þórðardóttir aðalmaður, Rúnar Ingi Hjartarson .
Fundargerð ritaði: Rúnar Ingi Hjartarson, Verkefnastjóri umhverfismála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2307039 - Erindi til sveitarfélaga frá Bændasamtökum Íslands lausagangaágangur búfjár
Framlagt til kynningar erindi frá Bændasamtökum Íslands varðandi lausagöngu búfjár. Bæjarráð vísar erindi frá Bændasamtökum Íslands til fjallskilanefndar.

Fjallskilanefnd þakkar kynninguna og ítarlega samantekt frá Bændasamtökum Íslands.
Bréf til sveitarfélaga frá BÍ_6-7-2023.pdf
2. 2307003 - Fjallskil og gangnaboð 2023
Fjallskilastjóri og gangnastjórar greina frá því hvernig göngur hafa gengið haustið 2023 og hvar gæti verið fjárvon.

Formaður fjallskilanefndar og gangnastjórar fóru yfir haustgöngur 2023 og hvar er fjárvon. Göngur hafa almennt gengið vel og lítið um fé sem hefur þurft að sækja eftir að almennum göngum lauk. Vitað er um nokkra gripi sem enn eru úti, fylgst er með þeim og verða þeir sóttir þegar veður og aðstæður leyfa.
3. 2311092 - Styrkur til garnaveikiólusetningar í Fjarðabyggð
Styrkur til garnaveikibólusteningar í Fjarðabyggð

Fjallskilanefnd fagnar samþykkt bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um styrk til garnaveiki bólusetningar í sveitarfélaginu og árétta mikilvægi þess að búfjáreigendur bólusetji fyrir garnaveiki.
4. 2207099 - Úrgangsmál, dýrahræ og alm. úrgangur í dreifbýli
Formaður greinir frá stöðu mála, nánari umræður um framhaldið.

Formaður fjallskilanefndar fór yfir stöðu mála er varðar úrgangsmál. Fjallskilanefnd þakkar kynninguna.
Minnisblað til Austurlands.pdf
5. 2306063 - Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði
Vísað frá bæjarráði til fjallskilanefndar erindi landeigandi Óseyrar í Stöðvarfirði vegna fjallskila og smölunar sauðfjár í landi Óseyrar.

Arnór Ari vék af fundi undir þessum lið.

Fjallskilanefnd þakkar erindið. Vísað er til fyrra svars Fjarðabyggðar þar sem tekið var fram að ekki hafi verið haldin nákvæm talning á því fé sem skilaði sér til réttar og því sé ekki hægt að gefa út staðfesta skrá um eigendur fjár sem komu til réttar. Þess má geta að stór hluti Stöðvarfjarðar var smalaður en ekki einvörðungu land Óseyrar og því engin vissa fyrir því að féð sem kom fram hafi verið meint ágangsfé.

Jafnframt ítrekar nefndin að samkvæmt áliti umboðsmanns og úrskurði dómsmálaráðuneytisins er ekki að finna neina umfjöllun um efnislega túlkun á 33. gr. laga nr. 6/1986. Því er ekki hægt að byggja á því að álitið eða úrskurðurinn hafi breytt réttarstöðu hvað varðar ágangsfé í heimalöndum. Meginreglan er sú að lausaganga búfjár er heimil nema lög eða stjórnvaldsfyrirmæli kveði á um annað. Jafnframt vísar nefndin til vinnu við nýja landskipulagsstefnu og áréttar mikilvægi þess að skýra ágang búfjár í fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Til bæjarstjórnar og bæjarstjóra Fjarðabyggðar(002).pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til bakaPrenta