| |
1. 2206071 - Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins | Tillaga stjórnar var tekin fyrir í bæjarráði varðandi fjármögnun endurbóta fyrir sumarið 2024 og fengið mat framkvæmdasviðs á opnun sýningar en sviðið metur núverandi húsnæði hæft til sýningar með endurbótum og hefur leitað álits hjá Eflu hf. vegna loftgæða auk Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Með endurbótunum er lokað af vissum rýmum safnsins og gerðar ráðstafanir til að bæta loftgæði. Stjórn samþykkir að safnið verði opnað í sumar í núverandi húsnæði að afloknum endurbótum húsnæðisins og að uppfylltum skilyrðum Heilbrigðiseftirlits. Í framhaldi verði hafist handa við að uppfæra sýningar fyrir sumarið. Jafnframt taki stjórn málefni safnsins fyrir á næsta fundi. Upplýsingafundur um framtíð Stríðsárasafnsins verður haldinn þriðjudaginn 19. mars nk. á Reyðarfirði. | Minnisblað um stöðu og framtíð Íslenska stríðsárasafnsins.pdf | Lokaskýrsla HÍ Íslenska stríðsárasafnið.pdf | Starfshópur um framtíð Ísleska stríðsárasafnið 2022.pdf | | |
|
2. 2208081 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2023 | Framlagt deildaryfirlit yfir niðurstöðu rekstrar menningarmálaflokksins 2023. Farið yfir niðurstöður og kostnað málaflokksins í ljósi halla hans. Stjórnin vekur athygli bæjarráðs á að halli á rekstri málaflokksins stafar af því að honum er gert að sitja uppi með kostnað vegna ferðasalerna bæjarhátíða sem hefur ekki verið áætlað fyrir á síðasta ári né undanfarin ár. | | |
|
3. 2402237 - Starfsemi og þjónusta safna Fjarðabyggðar sumarið 2024 | Fjallað um undirbúning og skipulagningu á starfsemi og þjónustu safna á árinu 2024. | | |
|
4. 2401118 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Sóleyjar Þrastardóttur um styrk til menningarmála á árinu 2024. Sótt er um styrk vegna tónleikana Fantasía í Tónlistarmiðstöð Austurlands þann 17. mars. Stjórn menningarstofu samþykkir að veita styrk að fjárhæð 50.000 kr. | | |
|
5. 2401165 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Sinfóníuhljómsveitar Austurlands um styrk til menningarmála á árinu 2024 vegna frumflutnings á verkinu forStargazer eftir Dr. Charles Ross. Stjórn menningarstofu samþykkir að veita 300.000 kr. styrk. | | |
|
6. 2402044 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Axels Braga Andréssonar um styrk til menningarmála á árinu 2024. Sótt er um styrk til ljósmyndasýningar á myndum frá Fjarðabyggð og nágrenni. Stjórn menningarstofu getur ekki orðið við styrkbeiðni. | | |
|
7. 2402047 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Axel Braga Andréssonar um styrk til menningarmála á árinu 2024. Sótt er um styrk vegna ritunar og útgáfu skáldsögunnar Novella Punktur Arkemdíusar. Stjórn menningarstofu getur ekki orðið við styrkbeiðni. | | |
|
8. 2402049 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Hilmars Garðarssonar um styrk til menningarmála á árinu 2024. Sótt er um styrk vegna ritunar bókarinnar blá klósettið - ævintýri fyrir fullorðna. Stjórn menningarstofu getur ekki orðið við styrkbeiðni. | | |
|
9. 2402057 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn DDT pönkviðburða um styrk til menningarmála á árinu 2024. Sótt er um styrk til rokkhátíðarinnar "Orientu im Culus" eða "Austur í Rassgati" Stjórn menningarstofu samþykkir að veita 200.000 kr. styrk. | | |
|
10. 2402077 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Ragnheiðar Hörpu Leifsdóttur um styrk til menningiarmála á árinu 2024. Sótt er um styrk til ritsmiðju en þemað er Fjarðabyggð. Stjórn menningarstofu getur ekki orðið við styrkbeiðni. | | |
|
11. 2402084 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Tinnu Þorvaldsdóttur Önnudóttur um styrk til menningarmála á árinu 2024. Sótt er um styrk til að flytja tónverk eftir evrópsk kvenkyns tónskáld endurreisnar- og barokktímans, svo sem Francesca Caccini, Barbara Strozzi, Lucrezia Orsina Vizzana og Francesca Campana. Stjórn menningarstofu samþykkir að veita 100.000 kr. styrk. | | |
|
12. 2402092 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Verkmenntaskóla Austurlands, Leikfélagið Djúpið í samvinnu við listaakademíu VA um styrk til menningarmála á árinu 2024. Sótt er um styrk til að setja upp leiksýningu. Stjórn menningarstofu getur ekki orðið við styrkbeiðni. | | |
|
13. 2402104 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Dagbjartar Elvu Sigurðardóttur um styrk til menningarmála á árinu 2024. Sótt er um styrk til uppsetningar á ljósmyndasýningu byggða á bókinni Milli fjallanna. Stjórn menningarstofu samþykkir að veita 150.000 kr. styrk. | | |
|
14. 2402105 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Kömmu Daggar Gísladóttur fyrir hönd Ferðafélags Fjarðamanna um styrk til menningarmála á árinu 2024. Sótt er um sytk vegna ferðadagskrár félagsins. Stjórn menningarstofu getur ekki orðið við styrkbeiðni. | | |
|
15. 2402106 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Útsæðis, bæjarhátíðar um styrk til menningarmála á árinu 2023. Sótt er um styrk til bíósýningar á gömlu efni frá Eskifirði. Stjórn menningarstofu samþykkir að veita 75.000 kr. styrk. | | |
|
16. 2402111 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Svans Davíðs Vilbergssonar um styrk til menningarmála á árinu 2024. Sótt er um styrk til hljóðritunar í Studio Silo á tónlist ýmissa flytjenda. Stjórn menningarstofu samþykkir að veita 150.000 kr. styrk. | | |
|
17. 2402112 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Apolline Alice Penelope Barra um styrk til menningarmála á árinu 2024. Sótt er um styrk vegna viðburðarins Fiskisúpa- Ljósmyndasósa sem er sýningaröð ljósmyndara. Stjórn menningarstofu samþykkir að veita 175.000 kr. styrk. | | |
|
18. 2402113 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Blær Guðmundsdóttur um styrk til menningarmála á árinu 2024. Sótt er um styrk til viðburðarins svakalegar sögur, sögusmiðja. Stjórn menningarstofu getur ekki orðið við styrkbeiðni. | | |
|
19. 2402116 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Jóns Knúts Ásmundssonar um styrk til menningarmála á árinu 2024. Sótt er um styrk til útgáfu ljóðabókarinnar Slög. Stjórn menningarstofu samþykkir að veita 100.000 kr. styrk. | | |
|
20. 2402117 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Hringleiks - sirkuslistafélags um styrk til menningarmála á árinu 2024. Sótt er um styrk til götuleikhússýningarinnar Sæskrímslin. Stjórn menningarstofu samþykkir að veita 300.000 kr. styrk. | | |
|
21. 2402122 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Philip Michael Barkhudarov um styrk til menningarmála á árinu 2024. Sótt er um styrk til French vocal trio Les Itinérantes með tónleikum sem haldnir verða á Franskir Dagar festival in Fáskrúðsfjörður. Stjórn menningarstofu getur ekki orðið við styrkbeiðni. | | |
|
22. 2402123 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Fjáls Orðs ehf. um styrk til menningarmála á árinu 2024. Sótt er um styrk til framleiðslu á kvikmyndinni BLÓÐSLÓÐ. Stjórn menningarstofu getur ekki orðið við styrkbeiðni. | | |
|
23. 2402124 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Guðrúnar Rútsdóttur um styrk til menningarmála á árinu 2024. Sótt er um styrk til verkefnisins barnadjass um allt land sem býður börnum að læra að spila djass. Stjórn menningarstofu getur ekki orðið við styrkbeiðni. | | |
|
24. 2402125 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Maríu Bóelar Guðmundsdóttur um styrk til menningarmála á árinu 2024. Sótt er um styrk til útgáfu EP plötu. Stjórn menningarstofu samþykkir að veita 150.000 kr. styrk. | | |
|
25. 2402126 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Jóhannesar Martins L Sörensen um styrk til menningarmála á árinu 2024. Sótt er um styrk til sameiginlegs tónleikaferðalags Ragnars Ólafssonar og Marínar Óskar. Stjórn menningarstofu getur ekki orðið við styrkbeiðni. | | |
|
26. 2402127 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Sunnu Gunnlaugsdóttur um styrk til menningarmála á árinu 2024. Sótt er um styrk til að fjármagna tónleikaferð Sunnu Gunnlaugs píanista og Marínu Óskar Þórólfsdóttur söngkonu. Stjórn menningarstofu getur ekki orðið við styrkbeiðni. | | |
|
27. 2402128 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Erlu Dóru Vogler um styrk til menningarmála á árinu 2024. Sótt er um styrk til að sýna gleðilegu farandóperuna Ævintýri á aðventunni fyrir 1.-4. bekk í öllum grunnskólum sveitarfélagsins. Stjórn menningarstofu getur ekki orðið við styrkbeiðni. | | |
|
28. 2402129 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Guðmundar Kristins Höskuldssonar um styrk til menningarmála á árinu 2024. Sótt er um styrk til tónleikahalds í nýuppbyggðu húsnæði BRJÁN Tónspil. Stjórn menningarstofu samþykkir að veita 200.000 kr. styrk. | | |
|
29. 2402130 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Hallveigar Rúnarsdóttur um styrk til menningarmála á árinu 2024. Sótt er um styrk til tónleika í röðinni Innsævi í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði með íslenskum og norrænum sönglögum auk laga eftir bræðurna Jón Múla og Jónas Árnasyni. Stjórn menningarstofu getur ekki orðið við styrkbeiðni. | | |
|
30. 2402173 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Teresa Maria Rivarola um styrk til menningarmála á árinu 2024. Sótt er um styrk vegna verkefnisins "Spiderweb and heritage" Stjórn menningarstofu samþykkir að veita 50.000 kr. styrk. | | |
|
31. 2402238 - Umsókn um styrki til menningarmála | Umsókn Alfredo Esparza Cárdenas um styrk til menningarmála á árinu 2024. Sótt er um styrk ljósmyndaverkefnis um Stöðvarfjörð. Stjórn menningarstofu getur ekki orðið við styrkbeiðni. | | |
|