Til bakaPrenta
Bæjarráð - 807

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
24.07.2023 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir varamaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2306120 - Verðfyrirspurn vegna sundakstur frá Reyðarfirði til Eskifjarðar 2023-2024
Framlagt tilboð í samræmi við verðfyrirspurn í akstur vegna sundkennslu barna í Grunnskóla Reyðarfjarðar á Eskifirði. Einungis eitt tilboð barst og er lagt til að ganga til viðræðna við bjóðanda á grunni tilboðsins og verðfyrirspurnarinnar.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði í aksturinn og felur bæjarstjóra að undirrita samning þar um.
2. 2306105 - Verðfyrirspurn vegna akstur með nemendur í 9. og 10. bekk í VA haustið 2023
Framlagt tilboð í samræmi við verðfyrirspurn í akstur með nemendur í 9. og 10. bekk í Verkmenntaskóla Austurlands haustið 2023. Einungis eitt tilboð barst og er lagt til að ganga til viðræðna við bjóðanda á grunni tilboðsins og verðfyrirspurnarinnar.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði í aksturinn og felur bæjarstjóra að undirrita samning þar um.
3. 2306090 - Verðfyrirspurn vegna íþróttaakstur Eskifjarðarskóla í Íþróttamistöð Reyðarfjarðar
Framlagt tilboð í samræmi við verðfyrirspurn í akstur vegna íþróttakennslu barna í Eskifjarðarskóla á Reyðarfirði. Einungis eitt tilboð barst og er lagt til að ganga til viðræðna við bjóðanda á grunni tilboðsins og verðfyrirspurnarinnar.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði í aksturinn og felur bæjarstjóra að undirrita samning þar um.
4. 2306088 - Verðfyrirspurn vegna skólaakstur nemenda milli Breiðdals og Stöðvarfjarðar 2023-2024
Framlagt tilboð í samræmi við verðfyrirspurn í skólaakstur nemenda milli Breiðdals og Stöðvarfjarðar skólaárið 2023 - 2024. Einungis eitt tilboð barst og er lagt til að ganga til viðræðna við bjóðanda á grunni tilboðsins og verðfyrirspurnarinnar.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði í aksturinn og felur bæjarstjóra að undirrita samning þar um.
5. 2307079 - Kaupsamningur Eyji NK-4
Framlagður kaupsamningur Eyji NK-4 vegna fyrirspurnar um hvort sveitarfélagið nýti sér lögboðinn forkaupsrétt að bátnum en hann er seldur með aflaheimildum á sæbjúgum.
Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt að bátnum Eyji NK-4 með vísan til umboðs bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan á sumarfríi hennar stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
6. 2307101 - Römpum upp Ísland
Framlagt minnisblað um verkefnið römpum upp Ísland og verkefni sem unnið verður að í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir þátttöku í verkefninu og felur framkvæmda- og umhverfissviði útfærslu þess ásamt upplýsingafulltrúa. Kostnaði við hlutdeild Fjarðabyggðar mætt af liðnum óráðstafað 21-690 en hann nemur um 850.000 kr.
7. 2307074 - Bréf til Bæjarráðs
Framlagt bréf frá Íbúsamtökum Stöðvarfjarðar um viðhalds- og endurbótaverkefni sem óskað er eftir að hugað verði að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
Bæjarráð vísar erindi til mannvirkja- og veitunefndar og fjárhagsáætlunargerðar ársins 2024.
Bréf frá Íbúsamtökum Stöðvarfjarðar sem þarf að berast til bæjarráðs..pdf
8. 2307081 - Stjórnsýslukæra
Framlagður tölvupóstur frá innviðaráðuneytinu vegna stjórnsýslukæru frá Ívari Ingimarssyni.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara stjórnsýslukæru.
Innviðarráðuneytið kæra.pdf
9. 2306063 - Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði
Framlagt bréf frá Málflutningsstofu Snæfellsness vegna ágangs búfjár.
Bæjarráð vísar erindi til umfjöllunar fjallskilanefndar.
Ágangurt búfjár Fjarðabyggð 18 júlí 2023.pdf
10. 2306081 - Drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 Mál nr 1122023
Farið yfir umsögn Fjarðabyggðar vegna samgönguáætlunar fyrir árin 2024 til 2038.
11. 2305266 - Slökkvilið Fjarðabyggðar - málefni
Farið yfir málefni slökkviliðs Fjarðabyggðar
Fundargerðir til staðfestingar
12. 2307006F - Stjórn menningarstofu og safnastofnunar - 10
Framlögð fundargerð stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar frá 12. júlí.
Bæjarráð staðfestir fundargerð stjórnar menningarstofu og safnastofnunar með umboði bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan sumarfríi stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
12.1. 2306072 - Yfirlýsing SFA, Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna
12.2. 2305067 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2024
Bókun bæjarráð um strandveiðar.
Bæjarráð telur að núverandi fyrirkomulag strandveiða sé til þess fallið að mismuna strandveiðisjómönnum eftir landsvæðum eins og bersýnilega hefur komið í ljós frá því að nýjar reglur tóku gildi. Vegna núverandi fyrirkomulags var minnsti hluti úthlutaðs kvóta til strandveiða sóttur á svæði C.
Bæjarráð hvetur matvælaráðherra til að ljúka endurskoðun á lögum um strandveiðar til að tryggja aukið jafnræði á milli svæða.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til bakaPrenta