Til bakaPrenta
Hafnarstjórn - 299

Haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,
28.08.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir formaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Heimir Snær Gylfason aðalmaður, Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Birgitta Rúnarsdóttir, verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2307125 - Leyfi fyrir viðbótar hafnarkrana við Mjóeyrarhöfn - Eimskip
Eimskip hefur óskað eftir leyfi til að koma fyrir öðrum hafnarkrana til viðbótar á vestari hluta Mjóeyrarhafnar. Málið kynnt og verður tekið fyrir að nýju þegar gögn liggja fyrir.
2. 2307095 - Umsókn um undanþágu frá hafnsöguskyldu - Samskip Hoffell
Erindi frá Samskip dags. 19. júlí 2023 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Aleksei Korchin, skipstjóra á Mv Sif W. Hafnarstjórn samþykkir umbeðna undanþágu.
3. 2308088 - Umsókn um undanþágu frá hafnsöguskyldu - MV Frigg W
Erindi frá Thor Shipping dags. 10. ágúst 2023 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Sergey Konovalenko, skipstjóra á Mv Frigg W. Hafnarstjórn samþykkir umbeðna undanþágu.
4. 2308141 - Umsókn um undanþágu frá hafnsöguskyldu - MV Sif W
Erindi frá Thor Shipping dags. 25. ágúst 2023 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Aleksei Korchin, skipstjóra á Mv Sif W. Hafnarstjórn samþykkir umbeðna undanþágu.
5. 2206100 - Öryggismál hafna
Öryggismál hafna rædd. Starfsmenn fyrirtækja sem starfa á höfnum í Fjarðabyggð hafa lýst yfir áhyggjum af öryggismálum á höfnum í Fjarðabyggð þar sem umferð almennings er mikil. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna að vinna málið áfram og leggja fyrir að nýju.
6. 2308149 - Mengunarmál í höfnum Fjarðabyggðar
Mikið hefur borið á mengun í höfnum Fjarðabyggðar síðustu mánuði. Mengunarmál rædd. Hafnarstjórn þakkar kynninguna og felur hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna að vinna málið áfram og leggja fyrir að nýju.
7. 2308118 - Málefni Cruise Iceland 2023
Lagt fram til kynningar og umræðna fréttabréf Cruise Iceland og grein á heimasíðu samtakanna vegna nýlegra staðhæfinga um mengun skemmtiferðaskipa. Hafnarstjórn þakkar kynninguna.
8. 2308097 - Lagarlíf 2023
Ráðstefnan Lagarlíf verður haldin 12.-13.október á Grand Hótel Reykjavík. Efnistök ráðstefnunnar verða fiskeldi í sjó og á landi ásamt skel- og þörungarækt. Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á ráðstefnuna.
9. 2303363 - Sjávarútvegsráðstefnan 2023
Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin í Hörpu 2.-3. nóvember næstkomandi. Dagskrá ráðstefnunnar hefur nú verið gefin út. Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á ráðstefnuna.
10. 2307127 - Styrkumsókn - Útsæði - 2023
Lögð fram styrkumsókn frá Útsæði - bæjarhátíð á Eskifirði. Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðinn styrk.
11. 2308075 - Beiðni um umsögn v.endurnýjunar heimavigtunarleyfis uppsjávarfrystihúss
Lögð fram til kynningar beiðni Eskju um umsögn vegna endurnýjunar heimavigtunarleyfis uppsjávarfrystihúss fyrirtækisins.
Fundargerðir til kynningar
12. 2301196 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023
Lögð fram til kynningar fundargerð 454. og 455. fundar Hafnasambands Íslands
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til bakaPrenta