Til bakaPrenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 102

Haldinn í Molanum fundarherbergi 1,
08.08.2022 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Arndís Bára Pétursdóttir formaður, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður, Sigurjón Rúnarsson aðalmaður, Kristinn Magnússon aðalmaður, Guðfinna Erlín Stefánsdóttir varamaður, Laufey Þórðardóttir embættismaður, Magnús Árni Gunnarsson embættismaður, Eyrún Inga Gunnarsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Laufey Þórðardóttir, Sviðsstjóri fjölskyldusviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2208009 - Tímabundinn styrkur til sveitarfélaga vegna tómstunda- og menntunarúrræða barna á flótta Síðari úthlutun
Í Fjarðabyggð eru engin börn á flótta á þessum tímapunkti
2. 2207087 - Átak í að kynna trérennismíði
Íþrótta og tómstundanefnd líst vel á að taka á móti sjálfboðaliðum frá félagi trérennismiða á Íslandi og felur Eyrúnu Gunnarsdóttur stjórnanda tómstunda að vinna málið áfram. Eyrún mun síðan vísa málinu áfram til öldungaráðs.
3. 2203101 - Ungmennaráð 2022
Íþrótta og tómstundanefnd samþykkir tillöguna og leggur áherslu á að lýðræðislegt val/kosning fari fram í öllum skólum ´Fjarðabyggðar. Stjórnanda tómstundamála Eyrúnu Gunnarsdóttur er falið að kynna störf ungmennaráðs og skipuleggja kosningar.
Minnispunktar um starf ungmennaráðs 2022.pdf
4. 2207054 - Íslenska æskulýðsrannsóknin - Fjarðabyggð
Til næsta fundar
Íslenska æskulýðsrannsóknin - Fjarðabyggð.pdf
5. 2208014 - Íþróttahús Reyðarfjarðar - Opnunartími
Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að opnun verði óbreytt að svo stöddu en að mikilvægt sé að rýna reksturinn og opnun líkamsræktastöðva í öllum kjörnum Fjarðabyggðar í fjárhagsáætlunargerð 2023.
Deildarstjóri leggur til umræðu opnunartíma íþróttahús Reyðarfjarðar og mönnunarkostnað..pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta