Til bakaPrenta
Bæjarráð - 886

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
10.03.2025 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Kristinn Þór Jónasson varamaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2409041 - Áhrif kjarasamninga 2024
Framlagt minnisblað vegna áhrif innanhústillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Sambands sveitarfélaga við KÍ frá 28.11.24 á launaáætlun 2024.
Bæjarráð vísar minnisblaðinu til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2024.
2. 2502013 - Fiskeldissjóður - umsóknir 2025
Farið yfir umsóknir til Fiskeldissjóðs um styrk vegna verkefna sem sótt er um framlög til og falla að markmiðum sjóðsins.
Bæjarráð fór yfir umsóknir og samþykkir tillögur með áorðnum breytingum. Sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs falið að skila tillögum inn.
Stjórnarráðið _ Fiskeldissjóður auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2025.pdf
 
Gestir
Sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs - 00:00
Deildarstjóri fjármálasviðs - 00:00
3. 2502237 - Ofanflóðaframkvæmdir við Lambeyrará - uppkaup lóða Túnagata 11b og Gilsbakki
Framlagt svar Ofanflóðasjóðs vegna uppkaupa á lóðum vegna framkvæmda við Lambeyrará.
Bæjarráð samþykkir að fram fari mat skv. ferlum um uppkaup vegna framkvæmda og tekur málið fyrir þegar mötin liggja fyrir.
4. 2502009 - Sameiginlegir páskapassar Oddsskarðs og Stafdals
Fjölskyldunefnd samþykkti fyrir sitt leyti sameiginlega páskapassa fyrir Oddsskarð og Stafdal. Málið hefur einnig farið fyrir fjölskylduráð Múlaþings og fékk samþykki þar.
Bæjarráð samþykkir tillögu um skíðapassa fyrir páska árið 2025.
Sameiginlegir páskapassar Fjarðabyggðar og Múlaþings.pdf
5. 2411094 - Umgengnisreglur íþróttavalla og Fjarðabyggðarhallarinnar
Framlögð drög að umgengnisreglum íþróttavalla Fjarðabyggðar og Fjarðabyggðarhallarinnar til samþykktar bæjarráðs en reglurnar hafa verið staðfestar af fjölskyldunefnd.
Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísa þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Minnisblað - drög að nýjum umgengnisreglum íþróttavalla og Fjarðabyggðarhallarinnar.pdf
6. 2503046 - Akstur barna á knattspyrnuæfingar
Framlagt bréf frá Knattspyrnufélag Austfjarða sem fjallar um akstur barna á knattspyrnuæfingar.
Bæjarráð vísar erindi til skoðunar hjá fjölskyldusviði og að skoða frekari nýtingu á þeim ferðum sem þegar eru í boði í samgöngukerfi Fjarðabyggðar.
Bréf til bæjarráðs Fjarðabyggðar KFA Des 24.pdf
7. 2004159 - Fjölþætt heilsuefling fyrir eldri aldurshópa
Framlögð drög að samningi um þjálfun í Janusarverkefninu til afgreiðslu bæjarráðs en samningur fjallar um þjálfun í verkefninu.
Bæjarráð samþykkir samninga með tillögu um eftirfylgni þeirra og umhald og felur bæjarstjóra undirritun þeirra.
Samningar um þjálfun í verkefni Janusi heilsueflingar við íþróttafélög.pdf
8. 2503056 - Erindi um nýtt íþróttahús á Eskifirði
Framlagt til kynningar bréf Ungmennafélagsins Austra vegna íþróttahúss á Eskifirði.
Bæjarráð er enn að skoða lausnir í málum íþróttahúss á Eskifirði og verða málefni því tengd rædd frekar þegar niðurstaða liggur fyrir.
erindi varðandi uppbyggingu íþróttahúss á Eskifirði.pdf
9. 2503059 - Upplýsingabeiðni - útvistun ræstinga- og þrifa starfa
Framlögð beiðni Alþýðusambands Íslands þar sem óskað er upplýsingar um útvistun þrifa til fyrirtækja.
Bæjarráð vísar erindi til afgreiðslu hjá sviðsstjóra mannauðs- og umbótasviðs.
3312_001.pdf
10. 2503041 - Upplýsingafundur um áhrif vindorku
Framlagt erindi Náttúruverndarsamtaka Austurlands um fyrirhugaðan kynningarfund um áhrif vindorku.
Bæjarráð sendir fulltrúa sinn til fundarins.
11. 2503024 - Aðalfundur Lánasjóðs Sveitarfélaga ohf - 20.mars 2025
Framlagt fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitafélaga sem haldinn verður 20. mars nk.
Bæjarráð samþykkir að Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri fari með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
Fundarboð.pdf
12. 2503048 - Samstarf um verkefni
Framlagt til kynningar erindi samtakanna Landsbyggðin lifi um samstarfsverkefni sveitafélaga í dreifbýli vegna þátttöku samtakanna í samstarfsverkefninu Coming, Staying, Living Ruralizing Europe.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið en tekur ekki þátt í verkefninu að svo stöddu.
Bréf til sveitafélaga v CLS feb 2025.pdf
13. 2503060 - Frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki.
Framlagt til umfjöllunar frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki, Þingskjal 123.
Bæjarráð felur bæjarritara að skila inn umsögn vegna frumvarpsins.
0123.pdf
14. 2503055 - Tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24 152
Framlögð tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 101. mál.
Bæjarráð felur bæjarritara að vinna drög að umsögn á grundvelli fyrri samþykkta sveitarfélagsins og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
0101.pdf
15. 2501180 - Fundargerðir - samtaka svf á köldum svæðum 2025
79.fundargerð Samtaka sveitafélaga á köldum svæðum lögð fram til kynningar.
stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum - 79.pdf
16. 2502038 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Fundargerðir 970. fundar stjórnar Sambandsins lagðar fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 970.pdf
17. 2503033 - Fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Austurlands árið 2025
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Náttúrustofu Austurlands frá 5. febrúar 2025.
Fundargerd 1 .fundar stjórnar NA 2025_Sign.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta