Til bakaPrenta
Bæjarráð - 831

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
29.01.2024 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður, Snorri Styrkársson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2312011 - Íbúafundir í janúar 2024
Umfjöllun um íbúafundina sem haldnir hafa verið.
2. 2401187 - Útboð tjaldsvæða 2024
Framlögð drög að útboðslýsingu og auglýsingu tjaldsvæða Fjarðabyggðar til sölu.
Tekið fyrir að nýju á næsta fundi bæjarráðs.
3. 2401188 - Fundur bæjarráðs með Vegagerðinni
Fundur bæjarráðs með forsvarsmönnum Vegagerðar.
Ræddar nýframkvæmdir með áherslu á botn Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar auk þjónustustigs á vegum og fleiri tengdum málum.
 
Gestir
Guðmundur Valur Guðmundsson framkvæmdastjóri þróunar Vegagerðinni - 00:00
Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðinni - 00:00
Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdastjóri þjónustu Vegagerðinni - 00:00
Sveinn Sveinsson svæðisstjóri Vegagerðinni - 00:00
4. 2401171 - Úttekt á starfsemi og framtíðarfyrirkomulagi náttúrustofa
Framlagt bréf vegna úttektar á starfsemi og framtíðarfyrirkomulagi náttúrustofa frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Fram lagt og kynnt.
5. 2401183 - Ósk um gjaldfrjáls afnot af samkomuhúsinu á Stöðvarfirði
Framlagður tölvupóstur frá hjónaballsnefnd Stöðvarfjarðar varðandi gjaldfrjáls afnot af samkomuhúsinu á Stöðvarfirði vegna hjónaballs 2024.
Bæjarráð samþykkir að styrkja hjónaballið sem nemur leigu húsnæðisins. Kostnaði mætt af liðnum menningarstyrkir.
6. 2306040 - Tæknidagur Fjölskyldunnar 2024
Framlagt minnisblað upplýsingafulltrúa vegna þátttöku í Tæknidegi Fjölskyldunnar 2024.
Bæjarráð samþykkir tillögur sem koma fram í minnisblaði.
Tæknidagur fjölskyldunnar.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
7. 2401016F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 130
Fundargerð 130. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
7.1. 2312030 - Samstarf Fjarðabyggðar við Eyrina Heilsurækt
7.2. 2401121 - Umsókn körfuknattleiksdeildar Þórs á Akureyri að frístundastyrk Fjarðabyggðar
7.3. 2401157 - Sumarfrístund 2024
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45 

Til bakaPrenta