Til bakaPrenta
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 39

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
27.08.2025 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður, Elís Pétur Elísson aðalmaður, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður, Benedikt Jónsson varamaður, Svanur Freyr Árnason embættismaður, Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Aron Leví Beck, Stjórnandi byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2303098 - Ný heimasíða fyrir Fjarðabyggð 2023
Upplýsingafulltrúi kemur og kynnir nýja heimasíðu Fjarðabyggðar. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar upplýsingafulltrúa fyrir kynninguna og líst vel á drög að nýrri heimasíðu.
 
Gestir
Haraldur Líndal Haraldsson - 16:15
2. 2302013 - Deiliskipulag efri byggð Stöðvarfjarðar
Uppfærð greinagerð í samræmi við umsögn Minjastofnunar. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykktir fyrir sitt leyti skipulagið og vísar því til endanlegrar afgreiðslu í Bæjarstjórn.
102405-MIN-002-V02-Viðbrögð við auglýstri tillögu.pdf
102405-GRE-001-V05-Efri-byggd-Stod.pdf
102405-DSK-001-V04-Efri-byggd-Stod.pdf
3. 2506082 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi smábátahöfn Bankastræti 5
Óveruleg breyting á deiliskipulagi smábátahöfn Bankastræti 5. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi og telur hana ekki hafa grenndaráhrif. Málinu vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
A1728-001-U01 Bankastræti 1 dsk breyting.pdf
4. 2508151 - Þórhólsgata 1a óveruleg breyting dsk miðbæjar Neskaupstaðar
Þórhólsgata 1a óveruleg breyting dsk miðbæjar Neskaupstaðar. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu á deiliskipulagi, nefndin telur breytinguna ekki hafa grenndaráhrif. Málinu er vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
A1656-004-U01 Þórhólsgata 1a.pdf
5. 2502045 - Byggingarleyfi Búðargata 5
Umsókn um byggingarheimild vegna breytinga innanhúss við Búðargötu 5, 730 Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir áformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
6. 2501148 - Umsókn um lóð Nesgata 34
Umsókn um lóð og færsla á byggingarreit við Nesgötu 34, Norðfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar að ræða við umsækjanda í samræmi við umræður á fundinum.
7. 2508135 - Umsókn um lóð Víðimýri 15 Norðfjörður
Umsókn um lóð Víðimýri 15 Norðfjörður. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir lóðarúthlutunina og vísar erindinu í bæjarráð. Jákvæð umsögn veðurstofu liggur fyrir.
8. 2507056 - Neðri Skálateigur L158164 uppskipting lands
Umsókn um uppskiptingu lands Neðri Skálateig L158164. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir uppskiptingu lands þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
9. 2508028 - Villikettir Fjarðabyggð
Endurnýjun samnings við Villiketti. Skipulags- og framkvæmdanefnd frestar málinu til næsta fundar.
ÞJÓNUSTUSAMNINGUR - Fjarðabyggð.pdf
Dýraverndundarfélagið Villikettir, Fjarðabyggð.pdf
10. 2508055 - Umsókn um stöðuleyfi
Umsókn um stöðuleyfi fyrir 40ft gám á gámasvæði Eskifirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að gera stöðuleyfissamning.
11. 2507064 - Umsókn um stöðuleyfi
Umsókn um stöðuleyfi. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrú að gera stöðuleyfissamning til eins árs.
12. 2508036 - Forkaupsréttur fasteigna
Vísað frá bæjarráði til skipulags- og framkvæmdanefndar vinnu við uppfærslu á forkaupsréttarlista Fjarðabyggðar. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar að fara yfir listann, uppfæra og leggja fyrir fund að nýju.
13. 2212113 - Fundaáætlun SFN 2025
Fundaáætlun SFN 2025. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir óbreyttan fundartíma og felur formanni nefndar að setja upp fundaáætlun.
14. 2308085 - Fiskeldissjóður - umsóknir 2024
Lögð fram tillaga að klæðningu hreinsivirkis, Breiðdalsvík. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu.
Skólphreinsistöð Breiðdalsvík-A3-Grunnmynd og útlit.pdf
15. 2407140 - Streitishvarf - uppbygging ferðamannastaðar
Lögð fram tillaga að bílastæði fyrir Streitishvarf. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir tillöguna
16. 2505197 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi Melur 1
Óveruleg breyting á deiliskipulagi Melur 1, Reyðarfirði lögð fram til staðfestingar. Grenndarkynningu við Kvíabrekku 1a er lokið. Engar athugugasemdir voru gerðar við fyrirhugaðarframkvæmdir. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leiti óverulega breytingu á deiliskipulagi Melur 1 og vísar erindinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
1860-077-15-DSK-Breyttur R5 4.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta