Til bakaPrenta
Bæjarráð - 790

Haldinn að Búðareyri 2, fundarherbergi 1,
27.03.2023 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður, Snorri Styrkársson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2212099 - Ársreikningur Fjarðabyggðar árið 2022
Framhald frá síðasta fundi bæjarráðs.
Endurskoðandi Magnús Jónsson frá KPMG fór yfir stöðu á vinnslu ársreiknings Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2022.
Ársreikningur verður lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 29. mars nk.
 
Gestir
Magnús Jónsson endurskoðandi - 00:00
2. 2303120 - Breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga - í samráðsgátt
Tekið fyrir að nýju fyrirhugaðar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélag. Umsagnarfrestur er framlengdur til 30. mars nk.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að skila umsögn um fyrirhugaðar breytingar

DRÖG Frumvarp_lokaeintak_samráðsgátt.pdf
3. 2303271 - Tillaga kjörnefndar að fulltrúa í stjórn sambandsins
Framlögð til kynningar tillaga kjörnefndar að fulltrúa í stjórn sambandsins.
Tillaga kjörnefndar að fulltrúa í stjórn sambandsins.pdf
4. 2110048 - Reglur um leikskóla
Vísað frá fræðslunefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að breytingu á reglum um leikskóla.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.

Minnisblað um breytingar á reglum um leikskóla.pdf
5. 2209161 - Gjaldskrá leikskóla 2023
Vísað frá fræðslunefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að breytingu á gjaldskrám leikskóla í samræmi við breytingar sem lagðar hafa verið fram um breytingar á reglum um leikskóla.
Bæjarráð staðfestir breytingar sem lagðar eru til á gjaldskrá og þær taki gildi frá og með 1. apríl 2023.
Minnisblað um breytingar á reglum um leikskóla og gjaldskrá leikskóla.pdf
6. 2303243 - Leiga á snjótroðara
Fram lögð drög að samningi um leigu á snjótroðara frá Skíðasvæði Höfuðborgarsvæðisins sem nýttur verður á skíðasvæðinu í Oddskarði vegna bilunar í snjótroðara í Oddskarði.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans ef til þess kemur að þörf sé á honum. Kostnaði mætt innan málaflokks íþrótta- og tómstundamála.
7. 2303266 - Saga Norðfjarðar frá 1929 - 1998
Framlagt erindi frá Samvinnufélagi útgerðarmanna á Norðfirði þar sem samvinnufélagið lýsir yfir að það greiði kostnað við þann hluta söguritunar Norðfjarðarsögu sem er frá 1929 til 1998. Óskað er eftir að sveitarfélagið greiði útgáfu verksins þegar ritun er lokið.
Bæjarráð fagnar áhuga Samvinnufélagsins og þakkar áhuga á ritun sögu Norðfjarðar. Erindi vísað til umfjöllunar stjórnar Menningarstofu og Safnastofnunar.
Bréf til bæjarráðs 23-03-2023 (undirritað).pdf
8. 2303246 - Umsögn um tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu Suðurfjarðarvegar, 230. máls
Framlögð tillaga til þingsályktunar um uppbyggingu Suðurfjarðarvegar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar, 230. mál. Frestur til umsagnar er til 29. mars nk.
Bæjarráð tekur heilshugar undir þingsályktunina og vísar til fyrri umsagna og ályktana sveitarfélagsins um mikilvægi uppbyggingar Suðurfjarðarvegar. Bæjarritara falið að skila umsögn.
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu suðurfjarðarvegar.pdf
Þingsályktunartillaga um uppbyggingu Suðurfjarðarvegar.pdf
9. 2303228 - Fjórðungsmót hestamanna 2023 - beiðni um styrk
Framlögð styrkumsókn frá Hestamannafélaginu Freyfaxa vegna fjórðungsmóts hestamanna sem haldið verður 6. - 9. júlí 2023.
Bæjarráð samþykkir að styrkja viðburðinn og felur forstöðumanni stjórnsýslu og upplýsingamála að afgreiða styrk.
Ég er fyrir hönd fjórðungsmóts.pdf
10. 2303210 - Umsókn um lóð Suðurtún 5
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðaumsókn RARIK um lóðina að Suðurtúni 5 á Reyðarfirði undir spennistöð.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
730 Suðurtún 5 LB.pdf
11. 2303168 - Umsókn um lóð Ystidalur 5
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs umsókn Búðinga ehf. um lóðina að Ystadal 5 á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
735 Ystidalur 5 LB.pdf
12. 2303167 - Umsókn um lóð Ystidalur 7
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðaumsókn Búðinga ehf. um lóðina að Ystadal 7 á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
735 Ystidalur 7 LB.pdf
13. 2303166 - Umsókn um lóð Ystidalur 9
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðaumsókn Búðinga ehf. um lóðina að Ystadal 9 á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
735 Ystidalur 9 LB.pdf
14. 2303165 - Umsókn um lóð Garðaholt 5
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðaumsókn Búðinga ehf. um lóðina að Garðaholti 5 á Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
750 Garðaholt 5 LB.pdf
15. 2303218 - Stækkun lóða við Hjallaleiru
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Nes 1 og stækkun lóða við Hjallaleiru 13, 15, 17 og 19 .
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að stækkun lóða ásamt tillögu að óverulegri breytingu deiliskipulagsins Nes 1 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
stækkun lóða við Hjallaleiru.pdf
16. 2301183 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023
Framlögð til kynningar fundargerð 920. fundar stjórnar sambandsins.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 920.pdf
17. 2302093 - Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2023
Framlögð til kynningar 58. fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundarrgerð Samtaka orkusveitarfélaga - nr 58 undirrituð.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
18. 2303015F - Mannvirkja- og veitunefnd - 12
Fundargerð 12. fundar mannvirkja- og veitunefndar frá 22. mars tekin til afgreiðslu.
18.1. 2301137 - Fiskeldissjóður - umsóknir 2023
18.2. 2303230 - Framkvæmdasvið verkefni 2023
18.3. 2303230 - Framkvæmdasvið verkefni 2023
18.4. 2303230 - Framkvæmdasvið verkefni 2023
18.5. 2303230 - Framkvæmdasvið verkefni 2023
19. 2303014F - Fræðslunefnd - 123
Fundargerð 123. fundar fræðslunefndar frá 22. mars tekin til afgreiðslu.
19.1. 2210162 - Starfsáætlanir og skólanámskrár 2022-2023
19.2. 2302067 - Úthlutunarreglur grunnskóla í Fjarðabyggð
19.3. 2110048 - Reglur um leikskóla
19.4. 2209161 - Gjaldskrá leikskóla 2023
20. 2303013F - Hafnarstjórn - 293
Fundargerð 293. fundar hafnarstjórnar frá 20. mars tekin til afgreiðslu.
20.1. 2206006 - Umsókn um undanþágu frá hafnsöguskyldu - Dettifoss
20.2. 2208102 - Hafnarsvæðið á Fáskrúðsfirði
20.3. 2103022 - Markaðs- og kynningarmál Fjarðabyggðarhafna
20.4. 2303129 - Umsögn vegna endurnýjunar hafnsöguréttinda
20.5. 2302159 - Umsókn um styrk vegna Franskra daga 2023
20.6. 2301108 - Umsókn um styrk til bæjarhátíðina Støð í Stöð 2023
20.7. 2003091 - Eskifjarðarhöfn - stækkun
20.8. 2211088 - Vinnustofa Hafið tekur ekki lengur við
20.9. 2301196 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023
21. 2303006F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 21
Fundargerð 21. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 21. mars tekin til afgreiðslu.
21.1. 2303211 - Strandgata 77B - 735 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
21.2. 2303162 - Nesbakki 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
21.3. 2303159 - Miðstræti 16 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
21.4. 2302172 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Austurvegur 59b
21.5. 2303204 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hlíðargata 10 Fáskrúðsfirði
21.6. 2303169 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Mánagata 9
21.7. 2303061 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Nesgata 7 og 7A
21.8. 2303212 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Ásgerði 3
21.9. 2303073 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Skólabrekka 5
21.10. 2302212 - Stækkun á lóðinni Búðareyri 8 Reyðarfjörður
21.11. 2303168 - Umsókn um lóð Ystidalur 5
21.12. 2303167 - Umsókn um lóð Ystidalur 7
21.13. 2303166 - Umsókn um lóð Ystidalur 9
21.14. 2303165 - Umsókn um lóð Garðaholt 5
21.15. 2303210 - Umsókn um lóð Suðurtún 5
21.16. 2301128 - Lausar lóðir í Fjarðabyggð
21.17. 2302213 - Samningur við Skógræktarfélag Reyðarfjarðar
21.18. 2303143 - Strandgata 9b - matjurtagarður
21.19. 2303126 - Ábending vegna deiliskipulags neðan Búðavegar Fáskrúðsfirði
21.20. 2303063 - Vöktun flóru og fánu í Fólkvöngum Fjarðabyggðar 2022-2025 Áfangaskýrsla 2022
21.21. 2303020 - Deiliskipulag Fagridalur - Eskifirði - íbúðasvæði
21.22. 2303215 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Lambeyrarbraut 3
21.23. 2303218 - Stækkun lóða við Hjallaleiru
Snjóflóð og ofankoma síðustu daga.

Bæjarráð vill koma áleiðis þökkum til samfélagsins alls og
þeirra viðbragðsaðila sem staðið hafa vaktina í því hættuástandi sem skapast hefur síðustu daga í Neskaupstað og á Eskifirði. Atburðir gærdagsins sýna enn og aftur hversu öflugar viðbragðssveitir eru til staðar í Fjarðabyggð og eiga þær allar þakkir skildar. Verkefninu er ekki lokið og ljóst að áfram mun reyna á samfélagið og viðbragðsaðila.

Ljóst er að þær ofanflóðavarnir sem til staðar eru í Neskaupstað hafa sannað gildi sitt og er mikilvægt að hafist sé handa við uppbyggingu á síðasta hluta varnargarðanna í Neskaupstað sem fyrst. Allt kapp verður lagt á að ljúka allri skipulagsvinnu svo hægt sé að fara í framkvæmdir tafarlaust.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:50 

Til bakaPrenta