Til bakaPrenta
Fjölskyldunefnd - 20

Haldinn í fjarfundi,
28.11.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ragnar Sigurðsson formaður, Pálína Margeirsdóttir varaformaður, Tinna Hrönn Smáradóttir aðalmaður, Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Laufey Þórðardóttir embættismaður, Anna Marín Þórarinsdóttir .
Fundargerð ritaði: Laufey Þórðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2409151 - Gjaldskrá leikskóla 2025
Fjölskyldunefnd leggur til breytingar á leikskólagöldum Fjarðabyggðar. Breytingar eru gerðar til að mæta vaxandi álagi innan leikskólanna. Með breytingunum fela m.a. í sér að lækka vistunargjald fyrir 6 tíma umtalsvert en hækka vistun fyrir 8 tíma.
Jafnframt verður tekið gjald fyrir vistun á skráningardögum. Lagt er til að gjaldskrá í leikskólunum taki gildi 1. mars næstkomandi en fram að því verði farið í kynningarferli á meðal foreldra og starfsmanna leikskóla. Tillagan var samþykkt með 4 atkvæðum sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gegn einu atkvæði Fjarðalistans.

Tillaga Fjarðalistans
Fjarðalistinn telur afar óhentugt að hækka gjöld á barnafjölskyldur umfram 2,5% í núverandi efnahagsástandi sem einkennist af hárri verðbólgu, miklum vaxtakostnaði og óöryggi í fjármálum heimila og að sama skapi er mikilvægt að taka tillit til samkomulags sveitarfélaga um að leggja sitt af mörkum til ábyrgs efnahagsstjórnunar.
Fjarðalistinn leggur áherslu á að halda gjaldskrárhækkunum í lágmarki til að styðja við barnafjölskyldur í Fjarðabyggð. Mikilvægt er að sveitarfélagið sýni ábyrgð og forðist að auka álag á heimili sem þegar glíma við aukinn kostnað.

Fjarðalistinn leggur því til eftirfarandi:
1.Gjaldskrá leikskóla fyrir árið 2025 hækki um 2,5%, í samræmi við ákvörðun sem tekin var á 14. fundi Fjölskyldunefndar, 869. fundi bæjarráðs og staðfest á 386. fundi bæjarstjórnar
2. Áfram verði unnið að því að bæta starfsumhverfi leikskólanna í samráði við starfsfólk og foreldra.

Tllaga Fjarðalistanns var felld með 4 atkvæðum sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gegn einu atkvæði Fjarðalistans.

Bókun Fjarðalistans:
Fjarðalistinn áréttar mikilvægi þess að allar veigamiklar breytingar á leikskólaþjónustu séu framkvæmdar í nánu samráði við foreldra og aðra hagsmunaaðila áður en þær eru samþykktar. Slíkt samráð tryggir að rödd foreldra heyrist í ákvörðunum sem snerta velferð og menntun barna þeirra. Einnig er mikilvægt að kynna breytingarnar með góðum fyrirvara til að skapa gagnsæi og trúverðugleika í samskiptum við samfélagið. Gjaldskrárbreytingarnar sem eru boðaðar eru að sama skapi gríðarlega miklar og munu þýða töluverðar auknar álögur á margar barnafjölskyldur í Fjarðabyggð. Leikskólamál eru þar að auki jafnréttismál, þar sem leikskólaþjónusta er forsenda þess að foreldrar eigi möguleika á að taka virkan þátt í atvinnulífi og samfélagi á jafnræðisgrundvelli. Fjarðalistinn greiðir því atkvæði á móti breytingum á gjaldskrá leikskóla Fjarðabyggðar

 
Gestir
Lisa Lotta Björnsdóttir - 00:00
Guðlaug Björgvinsdóttir - 00:00
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:49 

Til bakaPrenta