| |
1. 2205294 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar - breytingar 2022 og 2023 | Framlögð tillaga Framsóknarflokks og Fjarðalista að breytingum á 62. gr. samþykktar auk viðauka um stjórn og fundarsköp Fjarðabyggðar nr. 252/2022 með síðari breytingum. Bæjarráð samþykkir breytinguna og vísar henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Ragnar Sigurðsson, situr hjá við afgreiðsluna. | | |
|
2. 2312054 - Erindisbréf fjölskyldunefndar | Framlögð drög að nýju erindisbréfi fjölskyldunefndar með vísan til tillögu að breytingum á nefndum sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir breytingu á erindsbréfinu og vísar því til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Ragnar Sigurðsson, situr hjá við afgreiðsluna. | | |
|
3. 2312053 - Erindisbréf skipulags- og framkvæmdanefndar | Framlögð drög að nýju erindisbréfi skipulags- og framkvæmdanefndar með vísan til tillögu að breytingum á nefndum sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir breytingu á erindsbréfinu og vísar því til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Ragnar Sigurðsson, situr hjá við afgreiðsluna. | | |
|
4. 2311139 - Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2023 | Lántaka hjá Ofanflóðasjóði. Gert er ráð fyrir samþykki fyrir lántökunni hjá Ofanflóðasjóði berist í vikunni. Fyrir liggur minnisblað fjármálastjóra varðandi lántökuna. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti lántökuna og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn. | | |
|
5. 2303095 - Málefni fjölskyldusviðs | Sviðsstjóri fjölskyldusviðs mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála á sviðinu.
Starfshópi um rekstur íþróttamannvirkja er veittur frestur til 25. janúar 2024 til að skila niðurstöðum. | | | Gestir | Laufey Þórðardóttir - 09:30 | |
|
6. 2309181 - Starfshópur fræðslumála 2023 | Sviðsstjóri fjölskyldusviðs, fræðslustjóri og formaður starfshóps um fræðslumál koma á fundinn og fara yfir stöðu mála við vinnu starfshóps um fræðslumál.
Starfshópurinn hefur tekið saman talsvert magn af upplýsingum og sett upp drög af sviðsmyndum. Bæjarráð þakkar fyrir vinnuna sem unnin hefur verið. Nú hefst vinna við stefnumótun á grundvelli þessara gagna og verður uppfært erindsbréfi hópsins lagt fyrir á næsta fundi bæjarráðs, ásamt tilnefningum í hann að nýju. Í framhaldi af vinnu þess hóps verður farið í samráð. | | |
|
7. 2312049 - Málefni framkvæmda- og umhverfissviðs 2023 | Sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs mætir á fundinn og fer yfir stöðu mála á sviðinu.
Bæjarráð þakkar fyrir yfirferðina. | | |
|
8. 2312006 - Úthlutun byggðakvóta 2023 og 2024 | Lögð til úthlutun á byggðkvóta til Fjarðabyggðar fyrir fiskveiðiárið 2023 og 2024. Á síðasta fiskveiðiári voru engar sérreglur í gildi varðandi úthlutun byggðakvóta. Bæjarráð samþykkir að ekki verði óskað eftir sérreglum varðandi úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2023 - 2024. | Fjarðabyggð.pdf | | |
|
9. 2312011 - Íbúafundir í janúar 2024 | Umræða um íbúafundi í janúar 2024 og undirbúning þeirra.
Gert er ráð fyrir að fundirnir verði allir haldnir í húsnæði grunnskólanna á hverjum stað og hefjist þeir allir kl. 20:00.
Dagsetningar verða sem hér segir:
Breiðdalsvík - 15. janúar Stöðvarfjörður - 16. janúar Reyðarfjörður - 17. janúar Eskifjörður - 18. janúar Norðfjörður - 22. janúar Fáskrúðsfjörður - 23. janúar
Fundur verður haldinn í Mjóafirði í samráði við íbúa.
| 20231020_FjardabyggdDeloitte_vF.pdf | | |
|
10. 2312063 - Endurnýjun á samningi um Náttúrustofu Austurlands 2023 | Á fundi stjórnar Náttúrustofu Austurlands þann 7. desember slsl. var athygli vakin á því að samningur Fjarðabyggðar og Múlaþings við umhverfisráðuneytið varðandi rekstur Náttúrustofunar rennur út um áramót. Bæjarstjóra falið að ræða við hlutaðeigandi vegna samningagerðar. | | |
|
11. 2312050 - Erindi vegna gjaldfrjálsra afnota af eldhúsi grunnskólans á Stöðvarfirði | Framlagt erindi Kimi Tayler um gjaldfrjáls afnot af eldhúsi grunnskólans á Stöðvarfirði. Bæjarráð felur atvinnu- og þróunarstjóra að skoða erindið með hlutaðeigandi aðilum á grundvelli verkefnisins Brothættar byggðir | Kitchen access 2023.pdf | | |
|
12. 2312047 - Aðgerðerðaáætlun í kjölfar haustþings SSA | Framlagt til kynngar bréf frá stjórn SSA vegna aðgerðaráætlunar sem unnin var upp úr ályktunum haustþings SSA 2023. Bæjarstjóra falið fara yfir verkefnin og vísa þeim til umfjöllunar í viðeigandi nefndum sveitarfélagsins. | Bréf SSA til sveitarfélaga á Austurlandi vegna aðgerðaráætlana haustþings SSA 2023.pdf | | |
|
14. 2312056 - Sjávarútvegsstefna og frumvarp til laga um sjávarútveg | Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs drög að tillögu til þingsályktunar um sjávarútvegsstefnu, drög að frumvarpi til laga um sjávarútveg og tillögur um útfærslu á innviðaleið. Atvinnu- og þróunarstjóra falið að vinna drög að umsögn og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs. | | |
|
15. 2312061 - Samningur við Orkusöluna fyrir skerðanlegt rafmagn | Framlögð drög að samningi við Orkusöluna fyrir skerðanlegt rafmagn til húshitunar. Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans. | | |
|
16. 2311229 - Starfshópur um skipulagsmál vegna ofanflóðavarna | Fundargerðir starfshóps um skipulagsmál vegna ofanflóðavarna nr. 1 og nr.2 lagðar fram til kynningar. | | |
|
17. 2312020 - Erindi frá forstöðumönnum bókasafna í Fjarðabyggð - desember 2023 | Framlagt til kynningar erindi frá forstöðumönnum bókasafnanna í Fjarðabyggð frá 1. desember 2023. | | |
|
18. 2102122 - Jafnlaunastefna endurskoðun | Framlögð drög að endurskoðaðri jafnlaunastefnu fyrir Fjarðabyggð ásamt minnisblaði. Bæjarráð samþykkir drögin og vísar jafnlaunastefnunni til fyrri umræðu í bæjarstjórn. | | |
|
19. 2311147 - Umsókn um lóð Bakkagerði 11 | Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd lóðaumsókn Róberts Óskars Sigurvaldasonar um lóðina að Bakkagerði 11 á Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt að úthluta lóðina og vísar úthlutuninni til staðfestingar bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni. | | |
|
20. 2311181 - Umsókn um lóð Strandgata 12 Nesk | Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd lóðaumsókn Heimis Snæs Gylfasonar vegna lóðarinnar að Strandgötu 12 í Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt að úthluta lóðinni og vísar úthlutuninni til staðfestingar bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni. | | |
|
22. 2312057 - Jólasjóður 2023 | Minnisblað lagt fram frá stjórnanda félagsþjónustu með tillögu að greiðslu styrks í jólasjóð Fjarðabyggðar vegna úthlutunar úr sjóðnum í desember 2023. Bæjarráð samþykkir styrk í jólasjóðinn að upphæð 500.000 kr. | | |
|
| |
13. 2312045 - Frumvarp til laga um lagareldi | Matvælaráðuneytið hefur með töluvpósti kynnt til samráðs mál nr. 253/2023 - „Frumvarp til laga um lagareldi“. Umsagnarfrestur er til og með 03.01.2024. Atvinnu- og þróunarstjóra falið að vinna drög að umsögn og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
| Boð um þátttöku í samráði: Frumvarp til laga um lagareldi.pdf | | |
|
| |
23. 2311024F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 40 | Fundargerð 40. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar lögð fram til staðfestingar. | 23.1. 2310034 - Beiðni um uppsetningu hraðhleðslustöðva | 23.2. 2311147 - Umsókn um lóð Bakkagerði 11 | 23.3. 2311181 - Umsókn um lóð Strandgata 12 Nesk | 23.4. 2311066 - Umsókn um lóð Nesgata 34 | 23.5. 2312003 - Umsókn um lóð Hlíðargata 7-9, Fásk | 23.6. 2311164 - Framkvæmdaleyfi bryggja við minningarreit SVN í Neskaupstað | 23.7. 2303218 - Stækkun lóða við Hjallaleiru | 23.8. 2311197 - Uppbygging Suðurfjarðarvegar. | 23.9. 2311165 - Kostnaður og tekjur sveitarfélaga af úrgangsmálum | 23.10. 2311005F - Fjallskilanefnd - 5 | 23.11. 2312014 - Sólbakki 2 lokun götu og byggingareitir bílskúrar | | |
|
24. 2312002F - Hafnarstjórn - 305 | Fundargerð 305. fundar hafnarstjórnar lögð fram til staðfestingar | 24.1. 2009216 - Rex NS 3 endurgerð og ástandsmat | 24.2. 2204049 - Beiðni um nýja flotbryggju | 24.3. 2310174 - Framkvæmdaleyfi fyrir lagningu rafstrengs í jörð | 24.4. 2311220 - Sérstakt strandveiðigjald til hafna 2023 | 24.5. 2301196 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023 | | |
|
25. 2311005F - Fjallskilanefnd - 5 | Fundargerð 5. fundar fjallskilanefndar lögð fram til staðfestingar | 25.1. 2307039 - Erindi til sveitarfélaga frá Bændasamtökum Íslands lausagangaágangur búfjár | 25.2. 2307003 - Fjallskil og gangnaboð 2023 | 25.3. 2311092 - Styrkur til garnaveikiólusetningar í Fjarðabyggð | 25.4. 2207099 - Úrgangsmál, dýrahræ og alm. úrgangur í dreifbýli | 25.5. 2306063 - Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði | | |
|
| |
21. 2301183 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023 | Fundargerð 939. fundar stjórnar sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar. | | |
|