Til bakaPrenta
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 3

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
21.02.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður, Esther Ösp Gunnarsdóttir varamaður, Pálína Margeirsdóttir varamaður, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður, Kristinn Þór Jónasson aðalmaður, Ingunn Eir Andrésdóttir varamaður, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður, Svanur Freyr Árnason embættismaður, Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Þórður Vilberg Guðmundsson, forstöðumaður stjórnsýslu- og upplýsingamála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2312003 - Umsókn um lóð Hlíðargata 7-9, Fásk
Framlögð lóðaumsókn Ólafs Níels Eiríkssonar um lóðina að Hlíðargötu 7-9 á Fáskrúðsfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir að úthluta lóðinni og vísar lóðaúthlutuninni til staðfestingar bæjarráðs.
2. 2402052 - Umsókn um lóð Móbakki 16
Framlögð lóðaumsókn Róberts Óskars Sigurvaldasonar f.h. Búðinga ehf varðandi lóðarinna að Móbakka 16 í Neskaupstað. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir að úthluta lóðinni og vísar lóðaúthlutuninni til staðfestingar bæjarráðs.
3. 2402175 - Sæbakki 17 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram umsókn Kristjáns Bjarnasonar, hönnuðar, f.h. Búðinga ehf um byggingaráform og byggingarleyfi, dagsett 18. febrúar 2024, þar sem sótt er um leyfi til byggingar parhúss á lóðinni á Sæbakka 17 í Neskaupstað. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að grendarkynna byggingaráform fyrir íbúum og leggja niðurstöðu grendarkynningar fyrir nefndina.
Saebakki_17-sett.pdf
4. 2402087 - Mannvirki sem skylt er að vátryggja hjá NTÍ.
Framlagt bréf frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands varðandi Mannvirki í eigu Fjarðabyggðar sem skylt er að Vátryggja. Sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs er falið að yfirfara listann m.t.t. hvort eitthvað vanti inn á hann.
Til eigenda mannvirkja.pdf
5. 2401159 - Þinghólsvegur 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Framlögð niðurstaða grendarkynningar vegna viðbygging við Þinghólsveg 5 í Mjóafirði. Ekki komu fram athugasemd við byggingaráform og undirritun íbúa nærliggjandi húss liggur fyrir. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
6. 2402068 - Hjallaleira 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Framlögð umsókn RARIK um byggingaráform og byggingarleyfi RARIK dagsett 7. febrúar vegna breytinga á húsinu að Hjallaleiru 9. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
01-730-015 A01-01-A01.02.pdf
7. 2402155 - Bakkavegur 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Framlögð umsókn Múlans Samvinnuhúss vegna breytingar á lóð og viðbyggingu við húsnæði félagsins við Bakkaveg 5 í Neskaupstað. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna lóðabreytingu og byggingaráform og leggja niðurstöðu grenndarkynningar fyrir nefndina.
240214 Múlinn stækkun - tillaga að lóðarstækkun.pdf
240214 1402_2024_Múlinn_viðbygging útlit.pdf
8. 2402088 - Kröfur um úrbætur á eldvörnum.
Framlögð skýrsla eldvarnareftirlits Fjarðabyggðar vegna íþróttahús í Neskaupstað. Sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs er falið að gera úrbótaáætlun vegna þeirra athugasemda sem fram koma í skýrslunni og senda til eldvarnareftirlitsins.
Skýrsla vegna máls nr 24-0667.pdf
10. 2303218 - Stækkun lóða við Hjallaleiru
Framlagt minnisblað umhverfis- og skipulagsfulltrúa varðandi stækkuna lóða að Hjallaleiru á Reyðarfirði. Málinu er frestað til næsta fundar.
11. 2402159 - Drög að breytingum á reglum um stöðuleyfi lausafjármuna
Framlögð drög að breytingum á reglum um stöðuleyfi lausafjármuna. Umfjöllun um málið er frestað til næsta fundar.
12. 2302213 - Samningur við Skógræktarfélag Reyðarfjarðar
Tekin fyrir að nýju drög samkomulags um skógrækt við Skógræktarfélag Reyðarfjarðar. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir drögin og felur verkefnastjóra umhverfismála að leggja samningin fyrir Skógræktarfélag Reyðarfjarðar.
13. 2308085 - Fiskeldissjóður - umsóknir 2024
Framlagt minnisblað sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs vegna umsókna í Fiskeldissjóð fyrir árið 2024. Umhverfis- og skipulagsnefnd að vinna áfram að málinu á grundvelli minnisblaðs, og þeirra breytinga sem bæjarráð hefur þegar lagt til. Málið verði tekið fyrir að nýju á næsta fundi áður en endanlegar umsóknir eru sendar inn til sjóðsins.
14. 2402150 - Framkvæmdaleyfi vegna Mjóeyrahafnar
Framlögð umsókn Fjarðabyggðarhafna dagsett 14. febrúar 2024 um framkvæmdaleyfi vegna stækkunar Mjóeyrarhafnar. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
15. 2402038 - Vatnsveita í Mjóafirði
Vísað frá bæjarráði til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdanefnd erindi Sigfúsar Vilhjálmssonar vegna vatnsveitu og ýmissa mála í Mjóafirði. Sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs er falið að vinna áfram að málefnum vatnsveitu í Mjóafirði í samráði við bréfritara.
Fjarðabyggð^Jvatnsmál 2024.pdf
16. 2402179 - Framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara á Neskaupsstað
Framlögð umsókn Mílu vegna framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í Neskaupstað. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
FTTH - Neskaupsstaður -S906 - NESK.pdf
FTTH - Neskaupsstaður -S906 - NESK (1).pdf
17. 2402178 - Framkvæmdaleyfi lagningar ljósleiðara á Eskifirði
Framlögð umsókn Mílu um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara á Eskifirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
FTTH - Eskifjörður - S907 - ESKI.pdf
FTTH - Eskifjörður - S907 - ESKI (1).pdf
Fundargerðir til kynningar
9. 2301174 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2023-2024
Fundargerð stjórnar HAUST frá 1. febrúar 2024 lögð fram til kynningar.
177.fundargerðHeilbrigðisnefndar.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50 

Til bakaPrenta