Til bakaPrenta
Stjórn menningarstofu og safnastofnunar - 13

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
10.10.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Birta Sæmundsdóttir formaður, Pálína Margeirsdóttir varaformaður, Elsa Guðjónsdóttir aðalmaður, Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm aðalmaður, Benedikt Jónsson aðalmaður, Gunnar Jónsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari
Fundurinn er haldinn í fjarfundi vegna veðurs.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2305067 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2024
Framlögð drög fjárhagsáætlunar menningarmála til umræðu ásamt drögum starfsáætlunar. Stjórn fór yfir launaáætlun að nýju og leggur til forgangsröðun í niðurskurði í launaáætlun og vísar tillögum til bæjarráðs samanber beiðni þess.
Stjórn vísar tillögum sínum að fjárhagsáætlun fyrir menningarmálaflokkinn til afgreiðslu bæjarráðs. Starfsáætlun tekin síðar til umfjöllunar.
2. 2309057 - Gjaldskrá bókasafna 2024
Gjaldskrá bókasafna 2024 lögð fram að nýju til umfjöllunar með upplýsingum um sektargjöld vegna bókaskila. Jafnframt framlagt álit forstöðumanna bókasafna á gjaldskrárbreytingum.
Stjórnin samþykkir að fella út gjald fyrir afnot af bókum fyrir almenning og ákvæði um gjaldfrjáls afnot gegn framvísun Fjarðabyggðarkorts. Aðrir liðir gjaldskrár hækka um 5,8%. Vísað til bæjarráðs.
Gjaldskrá fyrir bókasöfnin í Fjarðabyggð 2023.pdf
3. 2309058 - Gjaldskrá félagsheimila 2024
Gjaldskrá félagsheimila 2024 lögð fram til umfjöllunar að nýju eftir samráð við Slysavarnardeildina Hafdísi um samræmingu gjaldskrár Skrúðs við önnur félagsheimili.
Stjórnin samþykkir gjaldskrána með 5,8% hækkun á gjaldskrárliðum. Vísað til bæjarráðs.
Gjaldskrá fyrir félagsheimili í Fjarðabyggð 2023.pdf
4. 2309204 - Gjaldskrá safna í Fjarðabyggð 2025
Stjórn menningarstofu og safnastofnunar tók að nýju upp gjaldskrá minjasafna í Fjarðabyggð.
Stjórn samþykkir minniháttar breytingar á gjaldskrá minjasafna og vísar henni að nýju til afgreiðslu bæjarráðs ásamt því að fela bæjarritara að útfæra hana í samræmi við áherslur á fundi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:23 

Til bakaPrenta