Til bakaPrenta
Fjölskyldunefnd - 6.

Haldinn í Búðareyri 2 fundarherbergi 2,
13.05.2024 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Ragnar Sigurðsson formaður, Birgir Jónsson varaformaður, Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður, Pálína Margeirsdóttir aðalmaður, Salóme Rut Harðardóttir varamaður, Laufey Þórðardóttir embættismaður, Anna Marín Þórarinsdóttir .
Fundargerð ritaði: Laufey Þórðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2404222 - Starfs- og fjárhagsáætlun fjölskyldunefndar 2025
Farið yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025. Verið er að vinna að drögum að starfsáætlun fræðslumála.
 
Gestir
Guðlaug Árnadóttir - 00:00
Lísa Lotta Björnsdóttir - 00:00
Guðlaug Björgvinsdóttir - 00:00
2. 2405033 - Ársfjórðungsyfirlit fræðslumála
Farið yfir ársfjórðungs rekstrarniðurstöðu fræðslumála. Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu fór yfir rekstur fyrstu þriggja mánaða ársins. Áfram er þörf á að gæta aðhalds innan málaflokksins.
3. 2405025 - Kynning á starfamessu til ungmennaráðs
Kynnt starfamessa Austurlands sem er kynning á fjölbreyttum störfum á Austurlandi. Starfamessan er unnin í samstarfi við Austurbrú og sveitarfélög á Austurlandi. Starfamessan verður haldin í haust.
4. 2405019 - Reglur um skólaakstur í grunnskólum Fjarðabyggðar
Fjölskyldunefnd felur stjórnanda skólaþjónustu og fræðslumála að uppfæra 7. gr. í samræmi við umræður á fundinum. Fjölskyldunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og vísar áfram til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta