Til bakaPrenta
Bæjarráð - 882

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
10.02.2025 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ragnar Sigurðsson formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2502025 - Kauptilboð í Strandgötu 39 Eskifirði
Lagt fram kauptilboð í fasteignina Strandgötu 39 á Eskifirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að ræða við tilboðsgjafa varðandi kauptilboðið.
Strandgata 39 sölubæklingur.pdf
2. 2501215 - Kauptilboð í Sólbakka 7, Breiðdalsvík
Lagt fram nýtt tilboð í fasteignina Sólbakki 7 Breiðdalsvík.
Bæjarráð samþykkir kauptilboð í eignina og felur bæjarstjóra undirritun skjala vegna sölunnar.
3. 2502029 - Umsókn um stofnframlög á árinu 2025
Lögð fram auglýsing Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um að opnað hafi verið fyrir umsóknir um stofnframlög til byggingar eða kaupa á íbúðum til að bæta húsnæðisöryggi þeirra sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. lögum nr. 52/2016.
Bæjarráð samþykkir að sótt verði um stofnframlög til byggingar eða kaupa á íbúðum. Fjármálastjóra falin vinnsla málsins.
HMS - opið fyrir umsóknir um stofnframlög.pdf
Um stofnframlög og íbúðaþörf.pdf
4. 2502013 - Fiskeldissjóður - umsóknir 2025
Fiskeldissjóður hefur auglýst til úthlutunar úr sjóðnum á árinu 2025 kr. 456.100.000 til sveitarfélaga þar sem sjókvíaeldi er starfrækt.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að vinna að umsóknum í sjóðinn og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Stjórnarráðið _ Fiskeldissjóður auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2025.pdf
5. 2502058 - Stöðumat vegna óveðurs
Farið yfir atburði og viðbrögð vegna óveðurs sem gekk yfir 5. og 6. febrúar og olli verulegum skemmdum á Stöðvarfirði á eignum og innviðum.
Bæjarráð þakkar öllum þeim aðilum sem tókum þátt í aðgerðum á vettvangi óveðursins.
6. 2502027 - Breyting á deiliskipulagi Miðbæjar Reyðarfirði Ægisgata 6
Fjallað um deiliskipulag miðbæjarins á Reyðarfirði og lóða við Bræðslureit.
Bæjarráð felur stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar að vinna áfram að málinu og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
 
Gestir
Stjórnandi byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar - 00:00
7. 2501134 - Úthlutun byggðakvóta 2024 og 2025
Framlagt erindi matvælaráðuneytisins vegna úthlutunar byggðakvóta 2024 til 2025 og gerð sérreglna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara yfir forsendur fyrir úthlutuninni og erindið verður tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2024-2025 22012025.pdf
Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2024_2025_Fjarðabyggð.pdf
Leiðbeiningar um sérreglur byggðakvóta 21012025.pdf
Lokatolur-2023.pdf
8. 2502010 - Samningur um leigu á herbergi í sundlaug Eskifjarðar fyrir sjúkraþjálfun
Lögð er fram umsókn um leigu á herbergi í sundlauginni á Eskifirði til starfsemi tengdri sjúkraþjálfun.
Bæjarráð samþykkir að leigja út aðstöðuna en gera breytingar í samræmi við umræður á fundinum. Jafnframt er bæjarstjóra falin undirritun samnings.
9. 2502059 - Ósk um styrk til afnota af Egilsbúð
Framlagt erindi frá Verkmenntaskóla Austurlands þar sem óskað er eftir styrk vegna afnota af Egilsbúð vegna uppsetningar Leikfélagsins Djúpið, Nemendafélags VA og Leikfélags Norðfjarðar á söngleiknum HEATHERS.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk á móti leigu af Egilsbúð, tekið af liðnum óráðstafað 21690.
Bréf til bæjarráðs - Leiksýning.pdf
10. 2502038 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 960, 961 og 962 lagðar fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 960.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 961.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 962.pdf
12. 2401024 - Sameiginlegur fundur HSA og bæjarráðs
Fjallað um sameiginleg málefni Fjarðabyggðar og Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málum sem til umræðu voru á fundinum eftir.
 
Gestir
Guðjón Hauksson forstjóri heilbrigðisstofnunar - 00:00
Fundargerðir til staðfestingar
11. 2501025F - Stjórn menningarstofu - 13
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð stjórnar menningarstofu frá 3. febrúar
11.1. 2206071 - Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
11.2. 2409018 - Skjalasafn Fjarðabyggðar
11.3. 2501204 - Úthlutun menningarstyrkja 2025
11.4. 2501084 - Verkefni menningarstofu 2025
11.5. 2501202 - Starfsemi og þjónusta safna Fjarðabyggðar sumarið 2025
11.6. 2411197 - Sigurgeir Svanbergsson - Heimildarmynd
11.7. 2305067 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2024
11.8. 2410027 - Uppbyggingarsjóður 2024 - umsóknir og styrkveitingar
11.9. 2411048 - Safnasjóður 2024 - umsóknir og styrkveitingar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta