Til bakaPrenta
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 4

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
04.03.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður, Stefán Þór Eysteinsson varaformaður, Jón Björn Hákonarson aðalmaður, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður, Kristinn Þór Jónasson aðalmaður, Ingunn Eir Andrésdóttir varamaður, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður, Svanur Freyr Árnason embættismaður, Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Aron Leví Beck, 


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2402275 - Breyting á aðalskipulagi Miðbæjar Reyðarfirði
Breyting á aðalskipulagi Miðbæjar Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leiti óverulega breytingu á aðalskipulagi og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
2. 2402273 - Breyting á deiliskipulagi Miðbæjar Reyðarfirði
Breyting á deiliskipulagi Miðbæjar Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leiti óverulega breytingu á deiluskipulagi og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytinguna.
3. 2401155 - Gilsbakki 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Gilsbakki 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða grenndarkynningar. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir byggingaráform og felur skipulags og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
4. 2402216 - Öldugata 6 - Niðurrif Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Öldugata 6 - Niðurrif Umsókn Fjarðabyggðar um byggingaráform og byggingarleyfi. Skipulags- og framkvæmdarnefnd samþykkir niðurrif á húsinu.
5. 2402292 - Umsókn um lóð Breiðimelur 1-9
Umsókn Launafls um lóð Breiðimel 1-9. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir lóðarúthlutunina og vísar erindinu í bæjarráð.
6. 2402186 - Umsókn um lóð Leirubakki 9
Umsókn Fjarðabyggðar um lóð að Leirubakka 9. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir lóðarúthlutunina og vísar erindinu í bæjarráð.
7. 2402267 - Umsókn um lóð Búðareyri 10
Umsókn Fjarðabyggðar um lóð að Búðareyri 10. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir lóðarúthlutunina og vísar henni til bæjarráðs
8. 2402280 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Búðareyri 8
HSA sækir um stækkun á lóð að Búðareyri 8 Reyðarfirði og skilar um leið lóð að Búðareyri 10. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir stækkun og felur skipulagsfulltrúa að gefa út nýtt lóðarblað. Erindinu vísað til staðfestingar í bæjarráði.
10. 2308085 - Fiskeldissjóður - umsóknir 2024
Lagt fram minnisblað með tillögum að umsóknum í Fiskeldissjóð. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir minnisblað með tillögum að umsóknum. Sviðsstjóra falið að ganga frá umsóknum til fiskeldissjóðs.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
9. 2402261 - Endurskoðun stuðningskerfa í skógrækt og landgræðslu - ábendingar og tillögur
Ný stofnun, Land og Skógar óskar eftir ábendingum og tillögum vegna endurskoðunar á stuðningskerfum í skógrækt og landgræðslu. Erindið barst með tölvuskeyti frá sviðsstjóra Endurheimtar vistkerfa hjá Landi og Skógum. Efni skeitis kemur fram í minnisblaði. Skipulags og famkvæmdanefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að svara erindinu í samráði við umræður á fundinum.
Minnisblað - Endurskoðun stuðningskerfa í skógrækt og landgræðslu ? Ósk um ábendingar og tillögur.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:08 

Til bakaPrenta