Til bakaPrenta
Bæjarráð - 651

Haldinn í Molanum fundarherbergi 3,
17.02.2020 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Eydís Ásbjörnsdóttir formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður, Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi, Gunnar Jónsson embættismaður, Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, 


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1904033 - Rekstur málaflokka 2019 TRÚNAÐARMÁL
Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur málaflokka á árinu 2019 ásamt launakostnaði og fjárfestingum. Einnig lagt fram deildayfirlit fyrir árið 2019.
 
Gestir
Fjármálastjóri - 08:30
2. 2002001 - Innlausn lóða Melbrún 2 og 4 - endurgreiðsla gatnagerðargjalda
Framlagt minnisblað fjármálastjóra um erindi frá Arion banka um innlausn lóða að Melbrún 2 og 4 á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir að innleysa lóðirnar til samræmis við ákvæði skilmála lóðarúthlutunar og minnsblaðs.
 
Gestir
Fjármálastjóri - 09:00
3. 2001110 - Samningar um rekstur Hulduhlíðar og Uppsala við Sjúkratryggingar Íslands 2020-2021
Vísað frá framkvæmdaráði hjúkrunarheimilanna til kynningar í bæjarráði samningum við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur Hulduhlíðar og Uppsala 2020 og 2021 auk yfirlýsingar vegna samninganna.
Bæjarráð tekur undir bókun samninganefndar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að samningsaðstaða aðila var mjög ójöfn og hallaði þar verulega á hjúkrunarheimilin en margir og alvarlegir vankantar eru á samningsferlinu.
Yfirlýsing vegna gerðar þjónustusamninga við SÍ.pdf
Hulduhlíð - 20 12 2019 - staðfestur af heilbrigðisráðherra.pdf
Uppsalir - 20 12 2019 - staðfestur af heilbrigðisráðherra.pdf
 
Gestir
Fjármálastjóri - 09:10
4. 1904082 - Endurnýjun húsnæðis Uppsala
Vísað frá framkvæmdaráði hjúkrunarheimilanna til bæjarráðs erindi um stöðu húsnæðis Uppsala og nauðsynlegra breytinga á því til að mæta breyttri hjúkrunarþörf og aukinni hjúkrunarþyngd. Óskað er eftir eftirfylgni á fyrri samþykktum og samskiptum við Heilbrigðisráðuneytið um endurbætur á heimilinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka málið upp við heilbrigðisráðherra.
Undirritað bréf bæjarstjóra til heilbrigðisráðuneytisins.pdf
 
Gestir
Fjármálastjóri - 09:15
5. 2001248 - Umsóknir um framlög úr framkvæmdasjóði aldraðra 2020
Vísað frá framkvæmdaráði hjúkrunarheimila umsókn framkvæmdaráðs vegna anddyris Hulduhlíðar (umsókn sem ekki var samþykkt 2019), varafl fyrir nauðsynleg öryggistæki fyrir bæði heimilin (áætlaður kostnaður fyrir hvort heimili er 6 m.kr.), endurnýjun á gólfefnum á gangi að Uppsölum, endurnýjun á samkomusal/mötuneyti Uppsala með opnun rýma og bætta lýsingu og hljóðkerfi. Auglýsingu framkvæmdarsjóðs aldraðra eftir umsóknum um framlög á árinu 2020. Umsóknarfrestur er til 24. febrúar 2020.
Bæjarráð samþykkir umsókn framkvæmdaráðsins.
Auglýsing-Framkvæmdasjóður aldraðra 2020.pdf
 
Gestir
Fjármálastjóri - 09:20
6. 1909149 - Vottun gervigrass í Fjarðabyggðarhöllinni
Tekið upp að nýju erindi eigna- skipulags og umhverfisnefndar um að gerð verði verðkönnun vegna endurnýjunar á gervigrasi Fjarðabyggðarhallarinnar.
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra framkvæmdasviðs að fjármögnun framkvæmda við endurnýjun gervigrass Fjarðabyggðarhallarinnar.
Bæjarráð samþykkir tillögu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar. Bæjarráð vísar ákvörðun jafnframt til gerðar viðauka breytingum á fjármögnun og viðhaldi og endurskoðun framkvæmdaáætlunar.
Minnisblað gervigras í Fjarðabyggðarhöllinni.pdf
Úttekt Fjarðabyggðarhöllinn 0512219.pdf
 
Gestir
Fjármálastjóri - 09:45
Sviðsstjóri framkvæmdasviðs - 09:45
7. 1908022 - Sundlaug Íþróttamiðstöðvar Reyðarfjarðar
Framlagt minnisblað bæjarstjóra ásamt fylgigögnum um ástand og kostnað við viðgerð á sundlaug íþróttarhússins á Reyðarfirði sem og kostnað við akstur nemenda til að uppfylla lögbundna kennslu nemenda í skólasundi skólaveturinn 2019/2020.

Fræðslunefnd Fjarðabyggðar hefur bókað eftirfarandi: Fræðslunefnd leggur áherslu á að gagnaöflun verði lokið sem fyrst þannig að hægt verði að taka ákvörðun í málinu og tryggja sundkennslu nemenda í Grunnskóla Reyðarfjarðar.

Fyrir liggur að kostnaður við viðgerð á sundlauginni mun verða um kr. 19.500.000,- í hið minnsta til að sundlaugin uppfylli skilyrði til notkunar. Þá er óljóst hver framkvæmdatími viðgerðanna yrði og myndi það hafa áhrif á notkun íþróttahússins á Reyðarfirði á sama tíma sem er óhægt um vik meðan skólahald er. Kostnaður við akstur nemenda í sundlaugar á Eskifirði og/eða Fáskrúðsfirði yrði nú á vorönn að hámarki kr 5.900.000,- auk kostnaðar vegna eftirlits í rútum og í sundlaug. Nauðsynlegt er nú að grunnskólanemendum á Reyðarfirði verði tryggð sundkennsla á yfirstandandi skólaári og það gert með hag þeirra að leiðarljósi.

Bæjarráð samþykkir því að fela sviðstjóra fjölskyldusviðs, fræðslustjóra og skólastjórnendum Grunnskóla Reyðarfjarðar að finna lausn á sundkennslu samkvæmt tillögu bæjarstjóra fyrir nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar núna á vorönn 2020 í öðrum sundlaugum sveitarfélagsins. Málefni sundlaugarinnar á Reyðarfirði verða svo skoðuð heildstætt í tengslum við endurbætur og uppbyggingu á íþróttamannvirkjum á Reyðarfirði eins og ætlun bæjarstjórnar er nú á vormánuðum.
Minnisblað bæjarstjóra loka útgáfa.pdf
200213 Sundlaug Reyðarfjarðar - vegna lokunar.pdf
Minnisblað um sundlaug Íþróttamiðstöðvar Reyðarfjarðar.pdf
Minnisblað um framkvæmdir við Sundlaug Reyðarfjarðar.pdf
Minnisblað MVA.pdf
Sundlaug Íþróttamiðstöðvar Reyðarfjarðar - Myndir.pdf
20190529_150401.pdf
20190916_140509.pdf
20190916_140448.pdf
20190916_140433.pdf
20190912_132138.pdf
20190912_132005.pdf
IMG_1472.pdf
IMG_1469.pdf
IMG_1468.pdf
IMG_1473.pdf
 
Gestir
Fjármálastjóri - 09:55
Sviðsstjóri framkvæmdasviðs - 09:55
8. 2002096 - Sala á Búðarvegi 8 - Templarinn
Umræða tekin um framtíð Búðarvegar 8 á Fáskrúðsfirði (Templarinn). Umræða um hvort eigi að auglýsa húsið til sölu á almennum markaði. Verðmæti hússins er lítið m.a. vegna ástand þess.
Vísað til umfjöllunar safnanefndar og þaðan til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Búðavegur 8 Fáskrúðsfirði.pdf
 
Gestir
Sviðsstjóri framkvæmdasviðs - 10:55
9. 2001207 - 740 Hjallaleira 25 og 27 - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags-, og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Malbikunarstöðvar Austurlands ehf, dagsett 27. janúar 2020, þar sem sótt er um lóðirnar við Hjallaleiru 25 og 27 á Reyðarfirði undir malbikunarstöð og atvinnuhúsnæði henni tengdri.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
110512 Skilmálar Nes 1.pdf
110512 Deiliskipulag, Nes 1.pdf
 
Gestir
Sviðsstjóri framkvæmdasviðs - 10:57
10. 1702136 - Lokun urðunarstaðar í landi Rima í Mjóafirði
Vísað frá eigna-, skipulags-, og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs minnisblaði verkefnisstjóra á framkvæmdasviði um frágang og vöktun urðunarstaðar sveitarfélagsins að Rimum í Mjóafirði, dagsett 6. febrúar 2020. Til að hægt sé að sækja um endanlega lokun svæðisins þarf að liggja fyrir yfirlýsing um eftirlit og umsjón á urðunarstaðnum í 30 ár.
„Sveitastjórn Fjarðabyggðar ábyrgist að staðið verði við þær skyldur sem settar eru fram varðandi frágang og vöktun urðunarstaðar sveitafélagsins í landi Rima, Mjóafirði sbr. 61.gr.laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Af hálfu Fjarðabyggðar er litið svo á að yfirlýsing þessi jafngildi starfsleyfistryggingu, sbr. 59. gr. laga nr. 55/2003 og 17. gr. reglugerðar nr. 738/2003 um urðun úrgangs. Ábyrgð þessi gildir í 30 ár eftir lokun urðunarstaðarins.“
Bæjarráð samþykkir yfirlýsinguna fyrir sitt leyti og vísar staðfestingu til bæjarstjórnar.
Minnisblað - starfsleyfistrygging fyrir lokun að Rimi í Mjóafirði.pdf
11. 1806123 - Ósk um tímabundna undanþágu vegna sorpurðunarstaðar á Heydalamelum - Breiðdalshreppur
Vísað frá eigna-, skipulags-, og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs minnisblaði verkefnisstjóra á framkvæmdasviði um frágang og vöktun urðunarstaðar sveitarfélagsins á Heydalamelum í Breiðdal, dagsett 7. febrúar 2020. Til að hægt sé að sækja um endanlega lokun svæðisins þarf að liggja fyrir yfirlýsing um eftirlit og umsjón á urðunarstaðnum í 30 ár.
Sveitastjórn Fjarðabyggðar ábyrgist að staðið verði við þær skyldur sem settar eru fram varðandi frágang og vöktun urðunarstaðar sveitafélagsins í landi Heydala í Breiðdal sbr. 61.gr.laga nr. 55/2003 um
meðhöndlun úrgangs. Af hálfu Fjarðabyggðar er litið svo á að yfirlýsing þessi jafngildi starfsleyfistryggingu, sbr. 59. gr. laga nr. 55/2003 og 17. gr. reglugerðar nr. 738/2003 um urðun úrgangs. Ábyrgð þessi gildir í 30 ár eftir lokun urðunarstaðarins.“
Bæjarráð samþykkir yfirlýsinguna fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
Minnisblað - starfsleyfistrygging í formi ábygyrgðaryfirlýsingar..pdf
 
Gestir
Sviðsstjóri framkvæmdasviðs - 10:58
12. 2002080 - Opið bréf til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar
Framlagt bréf foreldra á Reyðarfirði sem gera athugasemdir við þjónustu leikskóla og sundkennslu á Reyðarfirði.
Bæjarráð þakkar ábendingar bréfritara og tekur undir áhyggjur af mönnun starfsemi leikskólans en unnið er að lausnum beggja mála líkt og verið hefur. Bæjarráð vísar erindi til kynningar fræðslunefndar.
Opið-bréf-til-bæjarstjórnar-Fjarðabyggðar.pdf
 
Gestir
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs - 11:20
Fræðslustjóri - 11:20
13. 2002082 - Starfshópur um sumaropnun leikskólanna
Tillaga fulltrúa Fjarðalista og Framsóknarflokks um að skipaður verði starfshópur um sumaropnun leikskólanna í Fjarðabyggð. Markmiðið er að endurskoða opnunartímann í samráði við starfsfólk leikskólanna, foreldra og atvinnulíf.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að móta erindisbréf fyrir starfshópinn og leggja fyrir bæjarráð að nýju til staðfestingar. Starfshópinn skipi sviðsstjóri fjölskyldusviðs Laufey Þórðardóttir sem formaður hópsins,Sigurður Ólafsson formaður fræðslunefndar, Pálína Margeirsdóttir formaður íþrótta- og tómstundanefndar, Þóroddur Helgason fræðslustjóri, Ásta Eggertsdóttir leikskólastjóri, Dýrunn Pála Skaftadóttir bæjarfulltrúi og Valgeir Ægir Ingólfsson atvinnu- og þróunarstjóri.
14. 1905004 - Trjákurl til húshitunar
Bæjarráð ákvað á fundi sínum 25. maí 2019 að fela bæjarstjóra að halda utanum úrvinnslu á frumhugmynd frá Tandrabretti - Einari Birgi Kristjánssyni um kyndistöð er nýtti tjákurl til húshitunar. Unnið hefur verið að málinu og nú liggur fyrir minnisblað um hugmyndina.
Bæjarráð samþykkir að Fjarðabyggð staðfesti með viljayfirlýsingu að vinna áfram að hugmyndum um uppbyggingu kyndistöðvar með trjákurli. Yfirlýsingin er ekki bindandi en til umsóknar Rannís. Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar auk menningar- og nýsköpunarnefndar.
Minnisblað - Tandrabretti, trjákurl til húsitunar..pdf
15. 2002092 - Ofanflóðavarnir á Eskifirði - Grjótá
Framlagt minnisblað Eflu hf. um framkvæmdir við Grjótá á Eskifirði og vegtengingu yfir án milli Bleiksárhlíðar og Grjótárgötu.
Bæjarráð vísar erindi til umsagnar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar en erindið verður tekið að umsögn lokinni í bæjarráði.
 
Gestir
Sviðsstjóri framkvæmdasviðs - 11:00
16. 2002095 - Beiðni um styrk vegna Íslandsmót yngriflokka 16.- 17.nóvember
Framlög beiðni frá Blakdeild Þróttar um styrk vegna húsaleigu íþróttahúss fyrir íslandsmót yngriflokka í Neskaupstað 16.-.17.nóvember sl.
Bæjarráð samþykkir beiðnina og fjármögnun tekin af liðnum óráðstafað 21690.
Erindi vegna undanþágu gjaldskrár13.2.2020.pdf
17. 2002087 - Fundur með sveitar- og hafnarstjórnum vegna kynningar á lýsingu fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum
Framlögð áform um sameiginlegan fund í tengslum við kynningu á lýsingu fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum. Fundað verður með sveitar- og hafnarstjórnum Fjarðabyggðar, Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps þann 20. apríl kl. 10:00.
Bæjarráð mætir á fund ásamt bæjarstjóra og bæjarfulltrúum.
18. 1911087 - Fyrirspurn um skipulagsmál
Bæjarráð ákvað á fundi 6. janúar 2020 að fela fjármálastjóra að hefja viðræður vegna skipulagsmála.
Bæjarráð samþykkir gagntilboðið og felur fjármálastjóra að staðfesta það.
 
Gestir
Fjármálastjóri - 09:23
19. 1811137 - Efling Egilsstaðaflugvallar og framtíð flugvallarverkefnisins
Farið yfir stöðu Egilsstaðaflugvallar og þróun hans.
 
Gestir
Framkvæmdastjóri Austurbrúar - 10:30
20. 2002090 - Samráðsfundur vegna kórónaveiru
Framlögð til kynningar fundargerð samráðsfundar vegna kórónaveiru frá 7. febrúar sl.
Fundargerðir til staðfestingar
21. 2002009F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 252
Fundargerð eigna-, skipulags-, og umhverfisnefndar frá 10. febrúar sl. tekin til afgreiðslu.
21.1. 1806123 - Ósk um tímabundna undanþágu vegna sorpurðunarstaðar á Heydalamelum - Breiðdalshreppur
21.2. 1702136 - Lokun urðunarstaðar í landi Rima í Mjóafirði
21.3. 2001205 - Friðlýsing Gerpissvæðisins - kynningarfundur
21.4. 2002018 - Clean up Iceland - Strandhreinsun leiðangursskipa
21.5. 2001177 - Aðgerðir 2020 númerslausir bíla
21.6. 2002003 - Aðgerðir 2020 - lausafjármunir
21.7. 2002023 - Lausaganga sauðfjár í Fjarðabyggð
21.8. 2002021 - 740 Norðfjarðará - framkvæmdaleyfi, efnistaka
21.9. 2002041 - 740 Norðfjarðará - framkvæmdaleyfi, efnistaka
21.10. 1502041 - 735 - Deiliskipulag miðbæjar Eskifjarðar
21.11. 1904069 - 755 Deiliskipulag Heyklif
21.12. 2001207 - 740 Hjallaleira 25 og 27 - Umsókn um lóð
21.13. 2001228 - 740 Hólar - Byggingarleyfi, gesta- og geymsluhús
21.14. 2001244 - Skólavegur 49 - Umsókn byggingarleyfi, endurbætur inni og úti
21.15. 1909149 - Vottun gervigrass í Fjarðabyggðarhöllinni
21.15. 2001140 - Fjarðabyggðahöll - ástand og aðgerðir
22. 2001024F - Félagsmálanefnd - 130
Fundargerð félagsmálanefndar frá 11. febrúar sl. tekin til afgreiðslu.
22.1. 2001214 - 457.mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð)
22.2. 2001229 - Félagsmálanefnd 2020
22.3. 1810136 - Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
22.4. 2001027F - Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 15
23. 2001027F - Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 15
Fundargerð framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna frá 11. febrúar sl. tekin til afgreiðslu.
23.1. 1902007 - Rekstur Uppsala 2019
23.2. 1902008 - Rekstur Hulduhlíðar 2019
23.3. 1904082 - Endurnýjun húsnæðis Uppsala
23.4. 2001248 - Umsóknir um framlög úr framkvæmdasjóði aldraðra 2020
23.5. 2001110 - Samningar um rekstur Hulduhlíðar og Uppsala við Sjúkratryggingar Íslands 2020-2021
23.6. 2001247 - Þátttaka í norrænu verkefni um fjarheilbrigðisþjónustu
24. 2002010F - Fræðslunefnd - 80
Framlögð til afgreiðslu fundarerð fræðslunefndar frá 12. febrúar sl.
24.1. 1912168 - Starfsáætlanir og skólanámskrár skólaárið 2019-2020
24.2. 1908022 - Sundlaug Íþróttamiðstöðvar Reyðarfjarðar
25. 2002011F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 69
Framlögð til afgreiðslu fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 12. febrúar sl.
25.1. 2002056 - Heimsókn í íþrótta- og tómstundamannvirki á Fáskrúðsfirði
25.2. 1810136 - Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
25.3. 1912133 - Austurland Freeride
25.4. 1912107 - Samstarf um heilsueflingu
25.5. 2002062 - Sumarfrístund 2020
25.6. 2002063 - Akstursstyrkir vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna
25.7. 2002061 - Reglur um Íþróttamann Fjarðabyggðar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:-1 

Til bakaPrenta