Til bakaPrenta
Mannvirkja- og veitunefnd - 18

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
30.08.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Pálína Margeirsdóttir aðalmaður, Kristinn Þór Jónasson aðalmaður, Bryngeir Ágúst Margeirsson aðalmaður, Birkir Snær Guðjónsson varamaður, Svanur Freyr Árnason embættismaður.
Fundargerð ritaði: Svanur Freyr Árnason, Sviðsstjóri framkvæmdasviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2104121 - Áfangastaðir Ferðamálastofa 2021
Mannvirkja- og veitunefnd þakkar atvinnu- og þróunnarstjóra fyrir kynninguna. Sviðstjóra framkvæmdasviðs og atvinnu- og þróunnarstjóra falið að vinna verkefnið áfram og leggja fyrir að nýju.
2. 2301057 - Eignarsjóður 735 Grunnskólinn Eskifirði
Vísað frá bæjarráði til mannvirkja- og veitunefndar kostnaðaráætlun fyrir skólahúsnæði að Lambeyrarbraut 14 á Eskifirði. Framlagt og kynnt.
3. 2307074 - Bréf til Bæjarráðs
Vísað frá bæjarráði til umfjöllunar mannvirkja- og veitunefndar bréfi frá Íbúsamtökum Stöðvarfjarðar um viðhalds- og endurbótaverkefni sem óskað er eftir að hugað verði að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024. Mannvirkja- og veitunefnd þakkar fyrir erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar 2024. Sviðstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Punktar 1 og 5
Bréf frá Íbúsamtökum Stöðvarfjarðar sem þarf að berast til bæjarráðs..pdf
4. 2308159 - Síkkun á dælu í ES-2 Eskifirði
Lögð fram tölvupóst samskipti við HD varðandi kostnað vegna síkkunar á ES-2. Mannvirkja- og veitunefnd samþykkir tillögur sviðstjóra að auka rekstraöryggi hitaveitunar Eskifjarðar og felur honum að vinna málið áfram.
5. 2303230 - Framkvæmdasvið verkefni 2023
Farið yfir stöðu framkvæmda í Fjarðabyggð. Mannvirkja- og veitunefnd þakkar fyrir kynninguna. Málið lagt fyrir að nýju á næsta fundi.
6. 2303071 - Rekstur málaflokka 2023 - TRÚNAÐARMÁL
Lagt fram frá fjármálastjóra yfirlit yfir rekstur málaflokka fyrstu 6 mánuði ársins 2023. Sviðsstjóra falið að rýna yfirlitið með fjármálastjóra og leggja málið fyrir að nýju.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45 

Til bakaPrenta