Til bakaPrenta
Fjölskyldunefnd - 25

Haldinn í Búðareyri 2 fundarherbergi 2,
10.02.2025 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Ragnar Sigurðsson formaður, Pálína Margeirsdóttir varaformaður, Tinna Hrönn Smáradóttir aðalmaður, Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Laufey Þórðardóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Laufey Þórðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2411175 - Sameiginlegar föstudagsopnanir í félagsmiðstöðvum Fjarðabyggðar
Fjölskyldunefnd samþykkir að félagmiðstöðvar í Fjarðabyggð haldi sameiginlega opnun einu sinni í mánuði í íþróttahúsinu á Reyðarfirði. Markmið verkefnisins er að efla félagsauð ungmenna, skapa sterkari tengsl milli byggðakjarna og bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Til að tryggja aðgengi allra ungmenna óháð búsetu er gert ráð fyrir rútuferðum og kílómetragjaldi fyrir foreldra frá afskekktari stöðum. Verkefnið er lagt fram sem tilraunaverkefni til loka skólaárs 2025.
 
Gestir
Guðlaug Björgvinsdóttir - 00:00
Lisa Lotta Björnsdóttir - 00:00
2. 2501179 - Staða fatlaðra barna í fyrirhuguðu verkfalli Kennarasambands Íslands
Ályktun Umhyggju félagi langveikra barna, Landssamtökunum Þroskahjálp, Einhverfusamtökunum,Sjónarhóli ráðgjafarmiðstöðog ÖBÍ réttindasamtökum vegna stöðu fatlaðra barna í verkfalli kynnt.
 
Gestir
Lisa Lotta Björnsdóttir - 00:00
Guðlaug Björgvinsdóttir - 00:00
3. 2501197 - Stuðningur vegna fræðslu ADHD barna
Lagt fram sem trúnaðarmál erindi vegna námskeiðastyrks fyrir börn með ADHD greiningu. Fjölskyldunefnd felur sviðstjóra að hafa samband við bréfritara. Einnig er sviðstjóra falið að kanna hvaða valmöguleikar eru til námskeiðahalds innan sveitarfélagsins.
 
Gestir
Lisa Lotta Björnsdóttir - 00:00
Guðlaug Björgvinsdóttir - 00:00
4. 2502063 - Reglur um leikskólaþjónustu Fjarðabyggðar 2025
Fjölskyldunefnd samþykkir drög að reglum um leikskólaþjónustu Fjarðabyggðar og vísar reglunum til bæjarráðs.
Fulltrúi Fjarðalistans situr hjá við afgreiðslu málsins
 
Gestir
Lisa Lotta Björnsdóttir - 00:00
Guðlaug Björgvinsdóttir - 00:00
5. 2011021 - Búsetuúrræði fatlaðs fólks Fjarðabyggð
Fjölskyldunefnd heimsótti búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Reyðarfirði.
 
Gestir
Guðlaug Björgvinsdóttir - 00:00
6. 2501144 - Skóladagatöl 2025-2026

Verklagsreglur skóladagatala og skóladagatöl 2025-2026 og hlutverk fjölskyldunefndar kynnt. Aðlaga þarf reglurnar í samræmi við það verklag sem tíðkast í dag. Sviðstjóra falið að endurskoða verklagsreglurnar með skólastjórnendum.
 
Gestir
Guðlaug Björgvinsdóttir - 00:00
Lisa Lotta Björnsdóttir - 00:00
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta