Til bakaPrenta
Hafnarstjórn - 301

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
25.09.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir formaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Heimir Snær Gylfason aðalmaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Svanur Freyr Árnason .
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2309208 - Landtengingar skipa í Norðfjarðarhöfn
Farið yfir fyrirhugaðar breytingar landtenginga skipa í Norðfjarðarhöfn.
Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna að ræða við forsvarsmenn Síldarvinnslunnar um áform þeirra með landtengingu skipa.
2. 2308149 - Mengunarmál í höfnum Fjarðabyggðar
Hafnarstjóri gerði grein fyrir fundi Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Austurlands og Fjarðabyggðarhafna með Loðnuvinnslunni, Eskju og Síldarvinnslunni sem haldinn var 18. september 2023.
3. 2305073 - Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2024
Farið yfir stöðu þeirra framkvæmda sem eru á fjárhagsáætlun 2023 og næstu skref í undirbúningi framkvæmda fyrir árið 2024.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40 

Til bakaPrenta