Til bakaPrenta
Stjórn menningarstofu - 4

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
22.04.2024 og hófst hann kl. 15:30
Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson formaður, Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm varaformaður, Arndís Bára Pétursdóttir aðalmaður, Gunnar Jónsson embættismaður, Jóhann Ágúst Jóhannsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2305067 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2024
Farið yfir rekstur fyrstu þrjá mánuði ársins 2024.
Rekstur málaflokksins er innan marka utan kostnaðar sem tengist stjórnkerfisbreytingum og á eftir að leiðrétta.
2. 2402237 - Starfsemi og þjónusta safna Fjarðabyggðar sumarið 2024
Vísað frá síðasta fundi stjórnar. Farið yfir stöðu í skipulagningu á rekstri minjasafna 2024. Unnið er að undirbúningi opnunar sumarsýninga safnanna hjá sveitarfélaginu. Stjórn Menningarstofu mun ræða safnamál sveitarfélagsins áfram á næstu fundum sínum.
3. 2404154 - Framlag til reksturs 2024
Framlagt erindi frá Sköpunarmiðstöðinni um framkvæmdir 2023 og áætlanir fyrir árið 2024. Óskað er eftir framlagi til framkvæmda og verkefna líkt og síðasta ár.
Stjórnin samþykkir að veita styrk til samræmis við fjárhagsáætlun ársins 2024 til endurgerðar á húsnæði miðstöðvarinnar.
4. 2404171 - Sómastaðir, samningur um umsjón húss.
Framlagður tölvupóstur Þjóðminjasafns um umsjón með húsinu að Sómastöðum í Reyðarfirði.
Stjórnin þakkar gott boð en getur því miður ekki tekið að sér umsjón með húsnæðinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta