| |
1. 2404224 - Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2025 | Lagt fram bréf fjármálastjóra um úthlutun bæjarráðs á fjárhagsramma málaflokka og deilda sem falla undir ráðið fyrir árið 2025. Bæjarráð felur stjórnendum málaflokka að vinna að gerð fjárhags- og starfsáætlunar og leggja fyrir bæjarráð að nýju. | | |
|
2. 2409041 - Áhrif kjarasamninga 2024 | Framlagt minnisblað sviðsstjóra mannauðs- og umbótamála varðandi áhrif kjarasamninga sem tóku gildi frá 1. apríl 2024. Bæjarráð vísar kostnaðarauka til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2024.
| | | Gestir | Fjármálastjóri - 00:00 | |
|
3. 2408127 - Veikindalaun 2024 | Framlagt til kynningar minnisblað sviðsstjóra mannauðs- og umbótasviðs vegna veikindalauna fyrstu sex mánuði 2024.
| | | Gestir | Fjármálastjóri - 00:00 | |
|
4. 2409042 - Vinnustaðagreining 2024 | Framlagt minnisblað sviðsstjóra mannauðs- og umbótamála varðandi samstarf við Gallup við gerð vinnustaðagreiningu 2024, auk draga að samstarfssamningi við Gallup vegna verkefnisins. Bæjarráð samþykkir samning um vinnustaðagreiningu og felur bæjarstjóra undirritun samningsins. | Vinnustaðagreining 2024.pdf | | | Gestir | Fjármálastjóri - 00:00 | |
|
5. 2409006 - Kvörtun vegna úrskurðar dómsmálaráðuneytis | Framlagt bréf Umboðsmanns Alþingis vegna úrskurðar dómsmálaráðuneytisins um ákvörðun lögreglustjórans á Austurlandi um að synja beiðni landeiganda að Óseyri í Stöðvarfirði um smölun lands. Bæjarráð felur bæjarritara að svara erindi umboðsmanns.
| Bréf UMBA.pdf | | |
|
6. 2306063 - Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði | Lagt fram svar frá fjáreiganda að Þverhamri vegna ábendinga um að sauðfé gangi í landi Óseyrar en í því eru lagðar fram fyrirspurnir um fjölda og hvað teljist til ágangs. Ekki liggur fyrir staðfesting á eignarhaldi á sauðfénu. Bæjarráð felur verkefnastjóra umhverfismála að fara yfir málið að nýju og leggja það fyrir bæjarráð. | | |
|
7. 2407007 - Ágangsfé í landi Áreyja | Framlagðir tölvupóstar landeiganda Áreyja vegna ágangs sauðfjár ásamt myndum síðustu daga og samskiptum við fjáreiganda. Bæjarráð skorar á fjáreigendur sem líkindi er til að eigi sauðfé í landi Áreyja að smala því og veitir hlutaðeignadi andmælafrest.
| | |
|
8. 2409033 - Byggðakvóti Stöðvarfirði | Framlögð beiðni Goðaborgar ehf. þar sem óskað eftir staðfestingu Fjarðabyggðar á að Elli P 2673 sem er bátur í eigu Gullrúnar ehf. sé samreiknaður með Silfurborg 1575. Bæjarráð felur bæjarritara að staðfesta gögn vegna málsins.
| | |
|
9. 2303098 - Ný heimasíða fyrir Fjarðabyggð 2023 | Fjallað um stöðu mála við uppfærslu heimasíðu Fjarðabyggðar og næstu skref til undirbúnings efnis og framsetningu hennar. Bæjarráð samþykkir tillögur að endurgerð síðunnar og felur bæjarstjóra að undirrita samning við þjónustuaðila. | Staða mála á nýrri heimasíðu..pdf | | | Gestir | Upplýsingafulltrúi - 00:00 | |
|
10. 2404200 - Málefni Sköpunarmiðstöðvar | Vísað frá stjórn menningarstofu til afgreiðslu bæjarráðs tillögu um að Fjarðabyggð skipi fulltrúa í stjórn Sköpunarmiðstöðvarinnar og það verði bundið við stjórnarsetu menningarstofu. Tilnefnd eru Jón Björn Hákonarson sem aðalmaður og Guðbjörg Sandra Óðinsdóttur Hjelm sem varamaður. Jafnframt leggur stjórn til að miðstöðin verði skilgreind sem fjórða menningarmiðstöðin á Austurlandi með það hlutverk að vera miðstöð skapandi lista á Austurlandi. Bæjarráð samþykkir tillögur stjórnarinnar og beinir til stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi að leitað verði samninga við hlutaðeigandi ráðuneyti um að samningur verði gerður við Sköpunarmiðstöðina um viðaukasamning um starfsemi sína sem hluta af menningarsamningi sveitarfélaganna á Austurlandi. | | |
|
11. 2409063 - Auglýsing starfs slökkvliðsstjóra | Framlögð drög að auglýsingu vegna starfs slökkvliðsstjóra Fjarðabyggðar, ásamt minnisblaði sviðsstjóra mannauðs- og umbótasviðs varðandi málið. Bæjarráð samþykkir að starfið verði auglýst. | | |
|
12. 2407009 - Tilboð um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara | Farið yfir niðurstöður viðræðna við Austurljós og Mílu um lagningu ljósleiðara í þéttbýli Fjarðabyggðar. Bæjarráð samþykkir að samið verði við Mílu um tengingu ljósleiðara í þéttbýli Fjarðabyggðar og felur bæjarritara að ganga frá samningum við fyrirtækið. | | |
|
13. 2409036 - Haustþing SSA 2024 | Haustþing Sambands sveitarfélaga á Austurlandi verður haldið á Hallormsstað 26. og 27. september nk. Farið yfir málefni fundarins.
| | |
|
14. 2404082 - Uppsetning á póstboxi á Stöðvarfirði | Framlögð drög að samningi milli Fjarðabyggðar og Íslandspósts um leigu aðstöðu fyrir póstbox á Stöðvarfirði. Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann. | | |
|
15. 2403087 - Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2024 | Framlögð til kynningar fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga nr. 74.
| Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga - nr 74 (undirritað).pdf | | |
|
| |
16. 2408017F - Hafnarstjórn - 315 | Framlög til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð hafnarstjórnar frá 2. september. | 16.1. 2305073 - Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2024 | 16.2. 2003091 - Eskifjarðarhöfn - stækkun | 16.3. 2408142 - Úttekt Samgöngustofu 2024 | 16.4. 2206100 - Öryggismál hafna | 16.5. 2404220 - Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2025 | 16.6. 2408150 - Ósk um olíuafgreiðslu á Reyðarfjarðarhöfn | 16.7. 2408149 - Ósk um olíuafgreiðslu fyrir vinnuvélar á Eskifjarðarhöfn | 16.8. 2407085 - Drög að breytingu á reglugerð nr. 745/2016 um vigtun og skráningu sjávarafla - Umsagnarferli | 16.9. 2406086 - Umsókn vegna endurnýjunar hafnsögumannsskírteinis | 16.10. 2407013 - Styrkumsókn - Útsæði 2024 | 16.11. 2407071 - Umsókn um styrk vegna Neistaflugs 2024 | 16.12. 2402027 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024 | | |
|
17. 2409003F - Stjórn menningarstofu - 7 | Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð stjórnar menningarstofu frá 5. september. | 17.1. 2206071 - Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins | 17.2. 2404200 - Málefni Sköpunarmiðstöðvar | 17.3. 2404223 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu 2025 | 17.4. 2408040 - Beiðni um viðbótarframlag 2024 | | |
|