Til bakaPrenta
Hafnarstjórn - 291

Haldinn að Búðareyri 2, fundarherbergi 1,
06.02.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir formaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður, Sævar Guðjónsson varamaður, Heimir Snær Gylfason aðalmaður, Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður, Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri, Marinó Stefánsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Birgitta Rúnarsdóttir, verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301162 - Hafnarstjórn erindi frá starfsmönnum
Á 290. fundi hafnarstjórnar var lagt fram bréf frá starfsmönnum Fjarðabyggðarhafna og sviðsstjóra framkvæmdasviðs var falið að funda með starfsmönnum. Fundur var haldinn þriðjudaginn 31.janúar og er fundargerð þess fundar lögð hér fram sem trúnaðarmál. Hafnarstjórn fór yfir gögn málsins og felur hafnarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að kynna starfsmönnum niðurstöður hafnarstjórnar.
2. 1911119 - Endurnýjun dráttarbáts - Undirbúningsvinna
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá umboðsmanni Damen á Íslandi er varðar möguleika á endurnýjun dráttarbátsins Vattar. Hafnarstjórn þakkar Damen áhugann en hafnarstjórn ætlar að fara í þarfagreiningu fyrir slíka þjónustu hjá Fjarðabyggðarhöfnum og í kjölfarið af því verða málin skoðuð frekar.
3. 1908100 - Verkefni hafnarsjóðs
Lagt fram sem trúnaðarmál minnisblað sviðsstjóra framkvæmdasviðs er varðar rekstur dráttarbátsins Vattar. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna málið áfram og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.
4. 2003091 - Eskifjarðarhöfn - stækkun
Lögð fram drög að verksamningi fyrir dýpkun við nýju Frystihússbryggjuna á Eskifirði. Hafnarstjórn samþykkir drög að verksamningi og felur hafnarstjóra undirritun hans.
5. 2302006 - Endurnýjun hafnsögumannsskírteinis 2023
Lögð fram beiðni frá Óla Hans Gestssyni um umsögn hafnarstjórnar vegna endurnýjunar hafnsögumannsskírteinis. Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðna umsögn og felur verkefnastjóra hafna að ganga frá henni.
6. 2301226 - Aðalfundur Cruise Iceland 2023
Boðað hefur verið til aðalfundar Cruise Iceland 2023 sem haldinn verður 2.maí á Sauðárkróki. Hafnarstjórn samþykkir að senda verkefnastjóra hafna og atvinnu- og þróunarstjóra að sækja fundinn.
7. 2301196 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023
Lögð fram til kynningar fundargerð 449.fundar Hafnasambands Íslands
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta