Til bakaPrenta
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 8

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
24.04.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður, Kristinn Þór Jónasson varaformaður, Ívar Dan Arnarson varamaður, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður, Birkir Snær Guðjónsson varamaður, Svanur Freyr Árnason embættismaður, Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Svanur Freyr Árnason, sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2402161 - Æðavarp á Reyðarfirði
Umræða um stöðu mála varðandi æðarvarp á Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að friðlýsa æðarvarp í landi Kollaleiru í Reyðarfirði og hefja undirbúning að útboði varpsins í kjölfarið fyrir varptíma 2024.
2. 2209189 - Ný staðsetning gámasvæða
Framlögð tillaga að nýrri staðsetningu gámasvæðis á Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að ræða verkefnastjóra hafna varðandi mögulega staðsetningu á nýs gámasvæðis á Mjóeyrarhöfn.
3. 2207125 - Breiðablik þjónustuíbúðir aldraðra - ástand húsnæðis
Framlögð tillaga að svari til HAUST vegna Breiðabliks. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir drög að svari og felur sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að svara erindinu.
4. 2404158 - Tilkynning um úrskurð v/ Hafnargötu 36
Framlagður úrskurður umhverfis- og auðlindanefndar vegna Hafnargötu 36 á Fáskrúðsfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar fyrir kynninguna.
111 2023 Hafnargata .pdf
5. 2402235 - Leirubakki 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Fjarðabyggðarhafna að Leirubakka 9 á Eskifirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin.
6. 2404178 - Deiliskipulag breyting Leira 1
Framlögð tillaga að breytingu á deilskipulaginu Leira 1 á Eskifirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd frestar málinu vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi.
2738-021-DSK-001-V01_DSK_breyting á Leirubakka og Bleiksá.pdf
7. 2404174 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Skólavegur 56
Framlögð umsókna Gunnars Geirs Kristjánssonar um endurnýjun á lóðaleigusamningi fyrir lóðina að SKólavegi 56 á Fáskrúðsfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir stækkun lóðar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út nýjan lóðarleigusamning.
8. 2404156 - Egilsbraut 22 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Framlögð umsókn um byggingaráfrom og byggingarleyfi Steindórs H. Stefánsson f.h. Hildibrand ehf. vegna nýbyggingar á lóðini að Egilsbraut 22. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin og leggja fyrir nefnd að nýju.
Egilsbraut 22 - eldhús-A3-Afstöðumynd.pdf
9. 1808042 - Fjárréttir í Fjarðabyggð
Ný fjárrétt í Norðfirði fyrir haustið 2024. Skipulags- og framkvæmdarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma með tillögu að staðsetningu á fjárrétt í Norðfirði.
10. 2404135 - Mógerði 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Mógerði 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða grenndarkynningar, lagðar fram undirskriftir allra hlutaðeigandi aðila. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til bakaPrenta