Til bakaPrenta
Bæjarráð - 758

Haldinn í Molanum fundarherbergi 3,
11.07.2022 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir varamaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður, Kristinn Þór Jónasson varamaður, Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Snorri Styrkársson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2205084 - 740 Sæbakki 19 og 21 - Umsókn um lóð
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs úthlutun lóðar. Grenndarkynningu vegna sameiningu lóða nr 19-21 við Sæbakka í eina lóð er liðinn. Athugasemdir bárust vegna fyrirhugaðar sameiningu lóðanna og lóðarúthlutunar og byggingar þar. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að athugasemdir er bárust séu ekki þess eðlis að hafna beri sameiningu lóðanna 19 og 21 við Sæbakka í eina lóð og samþykkir því sameiningu lóðanna fyrir sitt leiti.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni Sæbakka 19 til 21.
2. 2203063 - 740 Naustahvammur 54 - Umsókn um lóð
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn um Naustahvamm 54 undir atvinnuhúsnæði. Jafnframt lögð fram drög að lóðarblaði með breyttri stærð lóðar.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðar að Naustahvammi 54.
Naustahvammur 54 740 LB.pdf
3. 2206125 - 740 - Umsókn um lóð Hafnarbraut 36 til 38
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn um lóðir við Hafnarbraut 36 og 38, Norðfirði. Sótt er um leyfi til byggja tvö fjölbýlishús, með átta íbúðum hvort, samtals 16 íbúðir.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðanna að Hafnarbraut 36 og 38.
Bókun fulltrúa Framsóknarflokks og Fjarðalista.
Vegna úthlutunar lóðanna Hafnarbraut 36 og 38 og bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Umhverfis- og skipulagsnefnd þaraflútandi vilja fulltrúar Framsóknar og Fjarðalista árétta eftirfarandi. Á 304. fundi Eigna- skipulags og umhverfisnefndar (ESU) Fjarðabyggðar sem haldinn var þann 24.janúar 2022 var tillaga að lóðarskipulagi í Krossskálavík við áðurnefndar lóðir samþykkt og jafnframt samþykkt að úthluta lóðum í samræmi við það (málsnúmer 2102027). Var það í samræmi við fyrri umræður í nefndinni en þegar ofanflóðavarnir hafa risið þá má þétta byggð undir þeim eins og í tilfelli áðurnefndra lóða sem standa undir Tröllagilsvarnargarðinum. Tillagan um þessar lóðir var samþykkt einróma í ESU og eins á bæjarstjórnarfundi nr.326 sem haldinn var 3.febrúar 2022.
Jafnframt voru þær á lista yfir lóðir á heimasíðu Fjarðabyggðar. Í ljósi þessa er bókun annars fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Umhverfis- og skipulagsnefnd því afar sérkennileg og ekki ljóst hvert hann er að fara með henni. Mikil þörf er á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í hverfum Fjarðabyggðar og fagnaðarefni að sjá og finna áhuga á slíkri uppbyggingu nú upp á síðkastið og munu Framsókn og Fjarðalistinn áfram leita leiða til að efla þann áhuga Fjarðabyggð allri til góða í framtíðinni.
4. 2205189 - 730 Melbrekka 7 - Umsókn um lóð
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs umsókn um lóðina Melbrekku 7 undir einbýlishús.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni að Melbrekku 7.
5. 2205191 - 730 Melbrekka 9 - Umsókn um lóð
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn þar sem sótt er um lóðina Melbrekku 9 undir einbýlishús.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni að Melbrekku 9.
6. 2205203 - 740 Sólbakki 2-6, umsókn um lóð
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn þar sem sótt er um lóðina við Sólbakka 2 til 6 undir raðhús.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni að Sólbakka 2 til 6.
7. 2204117 - 755 Sævarendi 2 - Beiðni um stækkun lóðar og framkvæmdaleyfi
Tekin fyrir umsókn Malbikunarstöð Austurlands ehf. fyrir hönd Partasölu-Austurlands sf. þar sem óskað er eftir stækkun lóðar og endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar að Sævarenda 2 á Stöðvarfirði. Fram hefur farið grenndarkynning og einnig hefur farið fram fornleifaskráning á svæðinu. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að stækka lóðina og að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
Bæjarráð samþykkir stækkun lóðarinnar.
755 Sævarendi 2 Grunnmynd og snið.pdf
8. 2207052 - Kjarasamningar 2022 - áhrif nýrra kjarasamninga
Framlagt sem trúnaðarmál minnisblað um áhrif nýrra kjarasamninga, lífskjarasamnings og endurmats á störfum samkvæmt starfsmati á launaáætlun 2022.
9. 2207043 - Fjárhagsáætlun 2022 - viðauki 2
Framlagður viðauki 2 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar árið 2022 vegna áhrifa kjarasamninga, framlags vegna lífeyrisskuldbindinga, framkvæmda Fjarðabyggðahafna og íþróttahúss á Reyðarfirði, sölu á Kirkjumel, stofnframlaga vegna almennra leiguíbúða og leiðréttingar í félagsmálum.

Hækkun á launakostnaði samstæðu vegna kjarasamninga og tengdra breytinga nema 77,3 m.kr.
Hækkun á fjárfestingum hafnarsjóðs á Eskifirði og Stöðvarfirði nemi 50 m.kr.
Hækkun á fjárfestingum aðalsjóðs vegna íþróttahúss nemi 90 m.kr .
Hækkun framlags til Brúar lífeyrissjóðs vegna Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar nemi 85 m.kr.
Hækkun almennra rekstrargjalda aðalsjóðs vegna sölu Kirkjumels um 3,1 m.kr. og lækkun fjárfestinga um 22 m.kr.
Hækkun á fjárfestingum félagslegra íbúða vegna stofnframlaga um 11 m.kr.
Hækkun almennra rekstrargjalda vegna framlaga til málefna fatlaðra nemi 33 m.kr.
Aukin lántaka vegna breytinga á fjárhagsáætlun ársins nemi 300 m.kr.

Viðauki hefur þau áhrif að rekstrarniðurstaða í A hluta lækkar um 125 m.kr. og er neikvæð um 67 m.kr., í B hluta lækkar niðurstaðan um 7 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðu lækkar um 132 m.kr og verður jákvæð um 515 m.kr. Eigið fé einstakra stofnana og viðskiptareikningar þeirra við Aðalsjóð breytast til samræmis. Sjóðsstaða verður í árslok 2022 jákvæð um 99 m.kr.
Bæjarráð samþykkir viðauka 2 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar árið 2022 með fullnaðarumboði sem bæjarstjórn hefur veitt bæjarráði meðan á sumarleyfi hennar stendur.


10. 2206099 - Lánasamningur vegna 300 m.kr. láns nr. 2207-22
Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkir með 2 atkvæðum í umboði bæjarstjórnar eftir fullnaðarumboði sem því er falið meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól að kr.300.000.000, með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarráð hefur kynnt sér.
Bæjarráð samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins sem fela í sér að vera verkefni sem hafa almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Jóni Birni Hákonarsyni, bæjarstjóra, kt. 270173-3149, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fjarðabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Kristinn Þór Jónasson situr hjá.
11. 2201064 - Skólamáltíðir í leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar
Tillaga Ríkiskaupa liggur fyrir um val á bjóðenda í útboði 21649 skólamáltíðir í grunnskólum fyrir Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir að fara að tillögu Ríkiskaupa og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboða er komið á samningssamband milli kaupanda og seljanda.
2022-07-04_1358_Opnunarskýrsla.pdf
12. 2205195 - Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands 2022
Ársreikningur ásamt ársskýrslu 2021 lögð fram til kynningar
undirritaður ársreikningur 2021.pdf
Árskýrsla 2021.pdf
13. 2207019 - Konur, draumar og brauð
Framlögð beiðni um styrk til gerðar heimildarmyndar, Konur, draumar og brauð. Um er að ræða 80 mín leikin heimildarmynd og þakkaróður til kvenna sem hafa staðið vaktina við matargerð, bakstur og þjónustu við gesti og gangandi í gegnum tíðina.
Bæjarráð vísar erindi til umsagnar stjórnar menningarstofu og safnastofnunar.
14. 2207003 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Austurland
Tekið fyrir erindi Austurbrúar um gerð svæðisskipulagsáætlunar um úrgangsmál á Austurlandi. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur fjallað um máli.
Bæjarráð skipar Birki Snæ Guðjónsson nefndarmann í umhverfis- og skipulagsnefnd og Írisi Dögg Aradóttur verkefnisstjóra sem fulltrúa Fjarðabyggðar í nefnd sem fjalli um svæðisskipulagsáætlun um úrgangsmál á Austurlandi.
Svæðisáætlun Austurland_erindi.pdf
15. 2207039 - Framboðsfrestur til formanns sambandsins
Framlagt til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um kjör formanns sambandsins sem verður nú kjörinn með beinni rafrænni kosningu en ekki á landsþingi eins og tíðkast hefur. Framboðsfrestur er til og með 15. júlí nk.
Framboðsfrestur til formanns sambandsins.pdf
16. 2201106 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2022
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 910 og 911 lagðar fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 910.pdf
stjórn_Sambands_íslenskra_sveitarfélaga_-_911.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
17. 2207002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 2
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 4. júlí tekin til umfjöllunar og fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar með umboði
bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan sumarfríi stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
17.1. 2205084 - 740 Sæbakki 19 og 21 - Umsókn um lóð
17.2. 2203063 - 740 Naustahvammur 54 - Umsókn um lóð
17.3. 2206062 - Hafnarbraut 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
17.4. 2205253 - 750 Hafnargata 5 - Umsókn um byggingarleyfi, byggja anddyri
17.5. 2206125 - 740 - Umsókn um lóð Hafnarbraut 36 til 38
17.6. 2205189 - 730 Melbrekka 7 - Umsókn um lóð
17.7. 2205191 - 730 Melbrekka 9 - Umsókn um lóð
17.8. 2207007 - Bleiksárhlíð 56 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
17.9. 2207012 - 740 Þiljuvellir Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
17.10. 2205203 - 740 Sólbakki 2-6, umsókn um lóð
17.11. 2205266 - 740 Blómsturvellir 36 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
17.12. 2109139 - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í Björgunum í Reyðarfirði
17.13. 2206123 - 750 - Umsókn um framkvæmdaleyfi Eyri náma
17.14. 1908051 - Lausaganga sauðfjár í Stöðvarfirði
17.15. 2112033 - Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða 2022
17.16. 2207003 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Austurland
17.17. 2206132 - Ársfundur náttúruverndarnefnda
17.18. 2206094 - Endurskoðun samþykktar um bygginganefnd í Fjarðabyggð
17.19. 2202061 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2022
17.20. 2204117 - 755 Sævarendi 2 - Beiðni um stækkun lóðar og framkvæmdaleyfi
17. 2206020F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 101
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 5. júlí tekin til umfjöllunar og fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir fundargerð mannvirkja- og veitunefndar með umboði
bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan sumarfríi stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
17.1. 2012116 - Fundaáætlun íþrótta- og tómsdanefndar haust 2021 og vor 2022
17.2. 1808078 - Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
17.3. 2203097 - Umsókn um íþróttastyrk - Samvinnustyrkur Fótb. Þróttur
17.4. 2202159 - Umsókn um íþróttastyrk - Samvinnustyrkur KFF
17.5. 2203027 - Umsókn um íþróttastyrk - Samvinnustyrkur YFF
17.6. 2203049 - Umsókn um íþróttastyrk - Hrafnkell Freysgoði Meginfélag
17.7. 2204087 - Umsókn um íþróttastyrk - Súlan Meginfélag
17.8. 2205116 - Umsókn um íþróttastyrk - Leiknir Meginfélag
17.9. 2203098 - Umsókn um íþróttastyrk - Austri Meginfélag
17.10. 2203105 - Umsókn um íþróttastyrk - Valur Meginfélag
17.11. 2202189 - Umsókn um íþróttastyrk - Þróttur Meginfélag
17.12. 2207020 - Nýting frístundastyrks vegna tómstundaviðburða
Málefni innanlandsflugs.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann átti með forstjóra Icelandair þar sem farið var yfir þá stöðu sem uppi hefur verið í tímaáætlun í innanlandsflugi félagsins. Reiknað er með að áætlanir félagsins standist framvegis.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til bakaPrenta