Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 40

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
09.01.2024 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður, Esther Ösp Gunnarsdóttir varaformaður, Birkir Snær Guðjónsson aðalmaður, Ingunn Eir Andrésdóttir varamaður, Benedikt Jónsson varamaður, Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Aron Leví Beck, Skipulags- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2312027 - Hundasvæði í Stöðvarfirði
Hundasvæði í Stöðvarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir hugmyndir af breytingu á hundasvæði á Stöðvarfirði. Framkvæmdin skal vera í samráði við skipulags- og umhverfisfulltrúa. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að aðkoma Fjarðabyggðar verði með sama sniði og á öðrum hundasvæðum í Fjarðabyggð, þ.e. bætt aðkoma, skilti og ruslatunna. Málinu er vísað í Mannvirkja- og veitunefnd.
Hundasvæði á Stöðvarfirði.pdf
hundasvæði.pdf
Skilgreint_hundasvaedi_755.pdf
2. 2302021 - Úrgangsmál 2023 - kynningaefni og fleira
Minnisblað um fjölda tunna. Verkefnisstjóri leggur til minnisblað sem reifar mögulegar útfærslur flokkunar við heimili sem rúmast innan ramma nýrra laga um meðhöndlun úrgangs. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir leið 8 varðandi útfærslu flokkunaríláta við heimili samkvæmt minnisblaði. Um er að ræða óbreyttan fjölda á flokkunarílátum við heimili. Einnig er samþykkt að fjárfesta í grenndarstöðvum í samræmi við minnisblað. Verkefnastjóra umhverfismála er falið að panta grenndarstöðvar og skipulags- og umhverfisfulltrúa að útfæra staðsetningar.
Minnisblað um fjölda tunna desember 2023.pdf
3. 2312135 - Framkvæmdaleyfi við móttökustöð Breiðdalsvík
Framkvæmdaleyfi við móttökustöð Breiðdalsvík. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdaleyfið. Nefndarmenn höfðu gefið samþykki fyrir framkvæmdinni fyrir jól og er það hér samþykkt formlega.
4. 2312136 - Austurvegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Austurvegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
5. 2301094 - Aðalskipulag br. skógrækt
Breyting á aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 vegna skógræktar. Umfjöllun um athugasemdir að lokinni auglýsingu. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir drög að svörum til þeirra sem veittu athugasemdir og vísar tillögunni án breytinga til bæjarstjórnar.
A1636-003-U01 Samantekt athugasemda og drög að svörum.pdf
A1636-001-U05 Skógrækt í Fjarðabyggð - tillaga til aglýsingar.pdf
6. 2312132 - Umsagnarbeiðni um mál nr. 10302023 í skipulagsgáttinni
Umsagnarbeiðni um mál nr. 10302023 í skipulagsgáttinni. Múlaþing hefur óskað eftir umsögn við Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045, nr. 1030/2023: Lýsing (Nýtt aðalskipulag). Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd og óskar Múlaþingi til hamingju með drög að nýju aðalskipulagi.
103027-LYS-001-V07-Aðalskipulag Múlaþings_skipulags og matslýsing.pdf
7. 2312048 - Erindi til ungmennaráðs: v. gangbrautar yfir Austurveg á Reyðarfirði
Ungmennaráð tekur undir með yfirþroskaþjálfa Grunnskóla Reyðarfjarðar. Meðfylgjandi eru myndir af gatnamótum og önnur hugmynd af staðsetningu, unnin í sammráði við yfirþroskaþjálfa. Ungmennaráð vísar erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að setja gangbraut neðan við Austurveg 5. Nefnin felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að uppfæra umferðasamþykkt.
Erindi til ungmennaráðs.pdf
V. erindis frá AS.pdf
V. erindis frá AS hugmynd að staðsetningu gangbrautar.pdf
8. 2310191 - Athugasemd v. gangbrautar í Neskaupstað
Ungmennaráð leggur til að umhverfis- og skipulagsnefnd íhugi fyrri staðsetningu betur. Ráðið telur að gangbraut nýtist betur neðar í götunni (sjá minnisblað). Nemendur á heimavist munu líklega ekki taka sér krók til þess að nýta sér gangbraut ofar. Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar málinu. Nefndin felur formanni að ræða við fulltrúa ungmennaráðs.
9. 2401032 - Erindi til US vegna Grænt svæði á Fásk
Erindi til US vegna Grænt svæði á Fásk frá íbúum við Skólaveg og Hlíðargötu. Umhvefis- og skipulagsnefnd getur ekki orðið við beiðni íbúa Hlíðargötu og Skólavegar. Lóðin er skilgreind á íbúðasvæði samkvæmt aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040. Lóðin er í eðli sínu ekki frábrugðin öðrum lóðum sem ástæða er til að nýta í gróinni byggð. Rök sem fram koma í erindi íbúa Hlíðargötu og Skólavegi gefa ekki til kynna að þessa lóð eigi síður að nýta en aðrar og þess vegna er ástæða til að huga vel að því fordæmi sem myndi skapast ef lóðin yrði ekki nýtt. Í almennum skilmálum fyrir íbúðabyggð í aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 segir: „Leitast verði við að byggja á óbyggðum lóðum í eldri byggð en þá í góðu samræmi viðnálæga byggð og götumynd.“

Ef til framkvæmda kemur er sveitarfélaginu skylt að grenndarkynna komandi framkvæmdir þar sem ekki er um deiliskipulagssvæði að ræða.
Grænt svæði við Hlíðargötu 7-11 á Fáskrúðsfirði.pdf
Minnisblað.pdf
10. 2401056 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir skýli
Umsókn um stöðuleyfi fyrir skýli. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir skemmu til eins árs. Nefndin felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gefa út leigusamning þegar umbeðnum gögnum hefur verið skilað.
skýli.pdf
Kubbahús2024.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta