Til bakaPrenta
Bæjarráð - 865

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
30.09.2024 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Kristinn Þór Jónasson varamaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2404213 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2025
Rætt um fjárhagsáætlunina og stöðu hennar. Lögð fram greining á fyrstu útgáfu af launaáætlun 2025 eins og hún liggur fyrir.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2025.
 
Gestir
Deildarstjóri fjármálasviðs - 00:00
Fjármálastjóri - 00:00
2. 2409216 - Orka til fjarvarmaveita Hitaveitu Fjarðabyggðar
Umræða um orkukaup fyrir fjarvarmaveitur Hitaveitu Fjarðabyggðar í Neskaupstað og Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra og bæjarstjóra að vinna að málinu og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
 
Gestir
Fjármálastjóri - 00:00
Deildarstjóri fjármálasviðs - 00:00
Sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs - 00:00
3. 2409226 - Kauptilboð í Sólbakka 7 Breiðdalsvík
Lagt fram kauptilboð í Sólvelli 7 á Breiðdalsvík dagsett 25.9.2024.
Bæjarráð hafnar kauptilboði.
 
Gestir
Deildarstjóri fjármálasviðs - 00:00
Fjármálastjóri - 00:00
4. 2409238 - Kauptilboð í Sólbakka 7 Breiðdalsvík
Lagt fram kauptilboð í Sólvelli 7 á Breiðdalsvík dagsett 26.9.2024
Bæjarráð hafnar kauptilboði.
 
Gestir
Fjármálastjóri - 00:00
Deildarstjóri fjármálasviðs - 00:00
5. 2409205 - Húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2025
Framlagður til kynningar tölvupóstur HMS um samstarf við sveitarfélögin um endurskoðun og uppfærslu stafrænna húsnæðisáætlana en endurskoðun á að ljúka fyrir 20. janúar 2025.
Vísað til fjármálastjóra.
Húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2025.pdf
 
Gestir
Deildarstjóri fjármálasviðs - 00:00
Fjármálastjóri - 00:00
6. 2108124 - Grænn orkugarður á Reyðarfirði
Bæjarstjóra hefur boðist að taka þátt í ferð viðskiptasendinefndar atvinnulífsins með Íslandsstofu, Grænvangi, Samtökum Iðnaðarins og Dansk-íslenska viðskiptaráðsins í tengslum við fyrstu opinberu heimsókn forseta Íslands til Danmerkur dagana 7.-10. október næstkomandi. Bæjarstjóri verður hluti sendinefndarinnar.
 
Gestir
Deildarstjóri fjármálasviðs - 00:00
Fjármálastjóri - 00:00
7. 2409158 - Umsókn um stækkun á lóð að Búðareyri 3
Skipulags- og framkvæmdanefnd leggur til að lóðin að Búðareyri 3 verði stækkuð til suðurs til samræmis við mörk gróðurs og garðs.
Bæjarráð samþykkir stækkun lóðar.
730 Búðareyri 3 LB.pdf
8. 2306063 - Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði
Framlögð andmæli frá fjáreiganda Þverhamars vegna áskorunar bæjarráðs um að sauðfé sé smalað af landi Óseyrar.
9. 2409237 - Samstarfssamningur
Framlagt erindi frá Krabbameinsfélagi Austfjarða um framlengingu á samstarfssamingi Fjarðabyggðar og félagsins.
Bæjarráð samþykkir að samningurinn verði framlengdur um þrjú ár.
Erindi um samstarfssamning.pdf
10. 2409236 - Frumvarp um breytingu á lögum um haf- og strandsvæði í samráðsgátt
Framlagt frumvarp um breytingu á lögum um haf- og strandsvæði í samráðsgátt.
Bæjaráð felur bæjarritara að veita umsögn.
Stjósamráðið _ Frumvarp um breytingu á lögum um haf- og strandsvæði í samráðsgátt.pdf
Frumvarp haf og strand til samráðs sept24.pdf
11. 2409228 - Ársfundur jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2024
Framlagt fundarboð á ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitafélaga sem haldinn verður 9.okt nk.
Bæjarráð felur Jóni Birni Hákonarsyni forseta bæjarstjórnar að fara með umboð Fjarðabyggðar á ársfundinum.
Ársfundur Jöfnunarsjóðs_sveitarfélög.pdf
12. 2409233 - Sambandsgleði í tengslum við fjármálaráðstefnu
Framlagt til kynningar boð frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á hóf í tengslum við fjármálaráðstefnu.
13. 2409231 - Boðskort á Sveitarfélag ársins
Framlagt til kynningar boð á viðburðinn Sveitarfélag ársins 2024 sem haldið verður 17. október 2024.
Boðskort sveitarfélag ársins 2024.pdf
14. 2403089 - Líkamsræktaraðstaða á Reyðarfirði
Framlagt minnisblað um stöðu líkamsræktaraðstöðu á Reyðarfirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að fara yfir málið frekar og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
15. 2205170 - Nefndaskipan Framsóknarflokks 2022-2026
Framlögð beiðni Þuríðar Lillýar Sigurðardóttur um leyfi frá störfum sem kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn og formennsku í skipulags- og framkvæmdanefnd vegna fæðingarorlofs frá 1. október 2024 til 31. desember 2024.
Framsóknarflokkurinn gerir eftirfarandi breytingar nefndaskipan á þessum tíma og við formennsku skipulags- og framkvæmdanefndar tekur Jón Björn Hákonarson. Elís Pétur Elísson tekur sæti Þuríðar í bæjarstjórn fyrir sama tíma.
16. 2409225 - Stafrænt byggingarleyfi
Framlagður til kynningar tölvupóstur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um stafræn byggingarleyfi sem stofnunin er að innleiða.
Vísað til kynningar í skipulags- og framkvæmdanefnd.
Tölvupóstur HMS starfræn byggingarleyfi.pdf
Stafræn byggingarleyfi-fylgiskjal með erindi til sveitarfélaga.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
17. 2409020F - Fjölskyldunefnd - 13
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð fjölskyldunefndar frá 23. september.
17.1. 2404222 - Starfs- og fjárhagsáætlun fjölskyldunefndar 2025
17.2. 2409179 - Fundur vegna frumkvæðisathugunar GEV á búsetuúrræðum fatlaðs fólks
17.3. 2409148 - Málefni innflytjenda
18. 2409022F - Stjórn menningarstofu - 9
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð stjórnar menningarstofu frá 23. september.
18.1. 2206071 - Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
18.2. 2404223 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu 2025
18.3. 2409157 - Gjaldskrá safna í Fjarðabyggð 2025
18.4. 2409129 - Gjaldskrá félagsheimila 2025
18.5. 2402237 - Starfsemi og þjónusta safna Fjarðabyggðar sumarið 2024
19. 2409024F - Skipulags- og framkvæmdanefnd - 17
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 25. september.
19.1. 2409193 - Byggingarleyfi Egilsbraut 8 breyting á notkun
19.2. 2301161 - Breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðis að Bökkum 3, Neskaupstað
19.3. 2409102 - Bréf til Framkvæmda- og skipulagsnefndar
19.4. 2409158 - Umsókn um stækkun á lóð að Búðareyri 3
19.5. 2409209 - Umsókn um lóð fyrir bílastæði að Nesbakka 11
19.6. 2409107 - Umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2025
19.7. 2009034 - Ofanflóðavarnir Nes- og Bakkagil Norðfjörður
19.8. 2409108 - Erindi til Bæjarráðs vegna Sólvellir Breiðdalsvík, athafnasvæði
19.9. 2409029 - Skólavegur 98-112 frágangur grunna
19.10. 2409137 - Gjaldskrá gatnagerðargjalda 2025
19.11. 2409159 - Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2025
19.12. 2409168 - Gjaldskrá vatnsveitu 2025
19.13. 2409166 - Gjaldskrá rafhleðslustöðva 2025
19.14. 2409155 - Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs 2025
19.15. 2409154 - Gjaldskrá ljósleiðaraheimtauga í dreifbýli Fjarðabyggðar 2025
19.16. 2409143 - Gjaldskrá hunda- og kattahald 2025
19.17. 2409142 - Gjaldskrá hitaveitu 2025
19.18. 2409133 - Gjaldskrá fráveitu 2025
19.19. 2409132 - Gjaldskrá fjarvarmaveita 2025
19.20. 2407016F - Fjallskilanefnd - 6
19.21. 2409212 - Ítrekaður hraðakstur í BakkagerðiÁsgerði
19.22. 2409045 - Byggingarleyfi Borgarnaust 5
20. 2407016F - Fjallskilanefnd - 6
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð fjallskilanefndar frá 1. ágúst.
20.1. 1808042 - Fjárréttir í Fjarðabyggð
20.2. 2407132 - Fjallskil og gangnaboð 2024
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45 

Til bakaPrenta