| |
1. 2208082 - Starfs- og fjárhagsáætlun Mannvirkja- og veitunefndar 2023 | Lagður fram rammi bæjarráðs að fjárhagsáætlun ársins 2023 ásamt reglum um gerð fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar 2023. Fjármálastjóri kynnir helstu áherslur bæjarráðs fyrir vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2023. Mannvirkja- og veitunefnd felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir á næsta fundi. | | | Gestir | Snorri Styrkársson fjármálastjóri - 16:00 | |
|
2. 2208146 - Rekstrarform Hitaveitu Fjarðabyggðar | Vísað frá bæjarráði til kynningar minnisblaði KPMG um áhrif þess ef breyting verður gerð á bókhaldslegu rekstrarformi Hitaveitu Fjarðabyggðar með tilliti til skattaumhverfis opinberra orku fyrirtækja. | | |
|
3. 2208075 - Ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar 2021 | Ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar fyrir árið 2021 lagður fram til kynningar. Hefur þegar verið samþykktur í samstæðureikningi Fjarðabyggðar. | Hitaveita Fjarðabyggðar ársreikningur 2021.pdf | | |
|
4. 2002002 - Álagning vatnsgjalds - breytt aðferð álagningar | Lögð fram til kynningar samþykkt bæjarráðs frá 22.8. 2022 breytingu á álagningu vatnsgjalds á grunni samantektar fjármálastjóra á hugmyndum um breytingu á álagningu vatnsgjalds í Fjarðabyggð frá 2020. Bókun bæjarráðs var "samþykkir að hefja vinnu við breytingu á framsetningu álagningar á vatnsgjaldi þar sem horft verður til stærðar eigna í sveitarfélaginu í stað verðmætis. Fjármálastjóra falið að hefja þá vinnu í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2023." | | |
|
5. 2208076 - Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf fyrir árið 2021 | Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf fyrir árið 2021 lagður fram til kynningar. Hefur þegar verið samþykktur í samstæðureikningi Fjarðabyggðar. | Eignarhaldsfélagið Hraun ehf ársreikningur 2021.pdf | | |
|
6. 2207109 - Fráveitustyrkir - Fjarðabyggð | Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar fékk styrk vegna framkvæmda við fráveitur, hönnun á fráveitum sveitarfélagsins, á árinu 2022. Mannvirkja- og veitunefnd felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að vinna málið áfram á milli funda og leggja fyrir að nýju. | | | Gestir | Svanur Freyr Árnason - 17:01 | |
|
7. 2208086 - Bréf frá íbúasamtökum Stöðvarfjarðar | Lagt fram erindi frá íbúasamtökum Stöðvarfjarðar. Mannvirkja- og veitunefnd þakkar íbúasamtökum Stöðvarfjarðar erindið og felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að fara yfir þau verkefni sem í erindinu eru og hafa þau í huga fyrir áætlanir næstu missera. | | |
|
8. 2209018 - Björgunnarhringir við vötn í Fjarðabyggð | Framlagður tölvupóstur frá Slysavarnardeildinni Hafdísi á Fáskrúðsfirði um uppsetningu björgunarhringja við vötn í Fjarðabyggð. Vísað frá bæjarráði til mannvirkja- og veitunefndar til úrvinnslu. Mannvirkja- og veitunefnd felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að vinna málið á sama hátt og við Andapollinn á Reyðarfirði. | | |
|
9. 2209034 - Mannvirkja- og veitunefnd | Tillaga að fundarplani haustsins 2022 hjá mannvirkja- og veitunefnd. Mannvirkja- og veitunefnd samþykkir fundarplan haustsins 2022 | | |
|