| |
| 1. 2205172 - Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2022 - 2026 | | Formaður félagsmálanefndar kynnir skipan fulltrúa í Öldungaráðs Fjarðabyggðar fyrir nefndinni. | | |
|
| 2. 2205195 - Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands 2022 | | Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir ársskýrslu og ársreikning Starfa fyrir árið 2021. | | undirritaður ársreikningur 2021.pdf | | Árskýrsla 2021.pdf | | |
|
| 3. 2208009 - Tímabundinn styrkur til sveitarfélaga vegna tómstunda- og menntunarúrræða barna á flótta Síðari úthlutun | | Stjórnandi félagsþjónustu og barnaverndar kynnir tölvubréf Mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 2. ágúst 2022, þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á að sveitarfélög geti sótt um stuðning vegna móttöku barna á flótta. | | |
|
| 4. 2208002 - Félag heyrnarlausra óskar eftir styrk | | Stjórnandi félagsþjónustu og barnaverndar kynnir tölvubréf Félags heyrnalausra þar sem óskað eftir að styrk vegna þátttöku heyrnalausra ungmenna og leiðbeinanda á vegum félagsins á Norðurlandamót og Evrópumót ungmenna á aldrinum 8-15 ára. Félagsmálanefnd þakkar fyrirspurnina en telur sér því miður ekki fært að verða við styrkbeiðninni að þessu sinni. Stjórnanda félagsþjónustu er falið að svara beiðninni fyrir hönd nefndarinnar. | | |
|
| 5. 2207054 - Íslenska æskulýðsrannsóknin - Fjarðabyggð | | Málinu er frestað til næsta fundar nefndarinnar. Lagt er fyrir sviðststjóra að taka saman stutta kynningu fyrir nefndina um helstu niðurstöður. | | |
|