Til bakaPrenta
Bæjarráð - 796

Haldinn að Búðareyri 2, fundarherbergi 1,
24.04.2023 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður, Snorri Styrkársson embættismaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301049 - Bref til bæjarstjórnar varðand Kirkjuból í Neskaupstað
Farið var málefni jarðarinnar Kirkjbóls með ábúendum.
 
Gestir
Einar Jón Axelsson - 00:00
Guðrún Ósk Auðunsdóttir - 00:00
2. 2205294 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar - breytingar 2022 og 2023
Framlögð drög að uppfærðum breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar vegna 12. gr., sbr. 10. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, með síðari breytingum ásamt breyttu ferli við endurnýjun lóðaleigusamninga. Efnislega eru ekki breytingar á fyrri tillögu en framsetningu hefur verið breytt til samræmis við athugasemdir innviðaráðuneytisins.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og vísar henni til síðari umræðu bæjarstjórnar.
Minnisblað við síðari umræðu samþykktir Fjarðabyggðar.pdf
3. 1805116 - Erindisbréf félagsmálanefndar
Framlagt uppfært erindisbréf fyrir félagsmálanefnd m.a. vegna breyting á hlutverkum nefndarinnar í barnaverndarmálum og því að rekstur hjúkrunarheimila hefur verið færður yfir til Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti erindisbréfið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Minnisblað um uppfærslu á erindisbréf félagsmálanefndar.pdf
4. 2205298 - Erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar
Framlögð drög að uppfærðu erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar en lítilsháttar breytingar hafa verið gerðar í samræmi við breytingar á samþykkt sveitarfélagsins um afgreiðslu á endurnýjun lóðarleigusamninga, gr. 12. um fullnaðarafgreiðslur.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti erindisbréfið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.
2023 Erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar uppfært TC.pdf
5. 2301026 - Samvinna Fjarðabyggðar og Hornafjarðar um barnaverndarþjónustu
Framlagður milli umræðna uppfærður samningur um barnaverndarþjónustu milli Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar ásamt fylgiskjal um fullnaðarafgreiðsluheimildir.
Bæjarráð samþykkir samning og fylgiskjal um fullnaðarafgreiðsluheimildir til síðari umræðu bæjarstjórnar.
Minnisblað um samning um barnaverndarþjónustu og fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnavernd - síðari umræða.pdf
6. 1805176 - Siðareglur kjörinna fulltrúa
Siðareglur kjörinna fulltrúa lagðar fram til endurskoðunar á fyrsta starfsári bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar með breytingu á 11. gr. og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Siðareglur kjörinna fulltrúa 2018.pdf
7. 2304177 - Kjarasamningar 2023 - áhrif nýrra kjarasamninga
Framlagt til kynningar minnisblað um áhrif breytinga á kjarasamningum sem staðfestir hafa verið fyrir árið 2023.
8. 2304190 - Fjárhagsáætlun 2023 - viðauki 1
Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2023. Viðaukinn fjallar um áhrif gerðra kjarasamninga á launáætlun 2023.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
9. 2304136 - Reglur um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar
Lögð fram tillaga að reglum um gerð fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar, tímasetningar við áætlunargerð ársins 2024 og minnisblaði fjármálastjóra um reglurnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti með breytingum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Um reglur Fjarðabyggðar að fjárhagsáætlun.pdf
10. 2302181 - Þróunarfélag um Grænan orkugarð
Framlögð sem trúnaðarmál niðurstaða verkefnavinnu með KPMG um Orkugarð í Fjarðabyggð sem leiðandi afl í orkuskiptum Íslands og mögulegrar stofnunar þróunarfélags um slíkan orkugarð.
11. 2304182 - Kauptilboð í Sólvelli 8B Breiðdalsvík
Lögð fram kauptilboð í íbúð að Sólvöllum 8B á Breiðdalsvík.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði hæstbjóðanda sem er án fyrirvara. Bæjarstjóra falið að undirrita skjöl vegna sölunnar.
12. 2303230 - Framkvæmdasvið verkefni 2023
Vísað frá mannvirkja- og veitunefnd til umfjöllunar í bæjarráði lokaskýrsla Eflu verkfræðistofu vegna innivistar í Grunnskóla Eskifjarðar.
Farið yfir ráðstafanir sem gripið er til vegna skólastarfs og starfsemi í húsnæðinu að Lambeyrarbraut 14 ásamt þeim aðgerðum sem þarf að ráðast í til undirbúnings endurbóta á húsnæðinu.
Bæjarráð felur framkvæmda- og umhverfissviði að hefja undirbúning endurbóta á húsnæðinu og leggja fyrir áætlanir um endurbætur þess.
13. 2304066 - Uppsetning Mílu á fjarskiptamastri á Fjarðabyggðahöllinni Reyðarfirði
Vísað frá mannvirkja- og veitunefnd til afgreiðslu bæjarráðs samningi við Mílu um fjarskiptamastur á Fjarðabyggðarhöllinni er þjóna mun fjarskiptum um Reyðarfjörð og tryggja betra samband.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
14. 2105157 - Skipulag almannavarna
Framlögð fundargerð almannavarnarnefndar Austurlands frá 17. apríl 2023 ásamt minnisblaði um skipulag aðgerðastjórna og tillögur að útfærslu aðgerðarstjórnar á Austurlandi.
15. 2304045 - Umsókn um lóð Litlagerði 6
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs umsókn um lóðin Litlagerði 6 á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
730 Litlagerði 6 LB.pdf
16. 2304138 - Kvörtun frá íbúum Álfabrekku Fáskrúðsfirði
Framlagður undirskriftarlisti íbúa við Álfabrekku Fáskrúðsfirði vegna snjóruðnings götunnar.
Bæjarráð vísar erindi til mannvirkja- og veitunefndar.
Bréf frá íbúum Álfabrekku Fáskrúðsfirði.pdf
17. 2304187 - Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlannds fyrir 2022
Framlögð til afgreiðslu og kynningar fundargerð aðalfundar Skólaskrifstofu Austurlands fyrir árið 2022. Lagt er til að A deild Skólaskrifstofu Austurlands um fræðslumál verði slitið ásamt því að rekstri á þjónustusvæði fatlað fólk á Austurlandi verði hætt um næstu áramót og aðildarsveitarfélögin sjálf taki við rekstri þjónustunnar. Með því verði byggðasamlagi um skrifstofuna slitið.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögur aðalfundar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Fundargerð aðalfundar Skólaskrifstofu Austurlands 2803-2023.pdf
18. 2304174 - Boð Matvælaráðuneytisins til samráðs vegna stefnumótunar lagareldis
Framlagður til kynningar tölvupóstur frá Matvælaráðuneytinu varðandi boð til samráðs vegna stefnumótunar lagareldis.
Bæjarráð tekur þátt í samráðinu.
19. 2304185 - Mótum framtíðina saman
Framlagt boð til opins samráðsfundar með forsætisráðherra á Egilsstöðum 26. apríl n.k. um sjálbæra þróun á Íslandi.
Motum framtidina saman Egilsstadir.pdf
20. 2304184 - Samtal um nýtingu vindorku - Orkuskipti
Starfshópur um orkuskipti hefur nú skilað stöðuskýrslu til ráðherra um orkuskipti með áherslu á hlutverk vindorku og verða niðurstöður hennar til umræðu á fundi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þann 4. maí.
Vindorkufundir.pdf
21. 2304186 - Ársfundur Austurbrúar 2023
Framlagt ársfundarboð Austurbrúar 2023 en fundur verður haldinn 3 maí.
Dagskrá ársfundar 2023.pdf
22. 2304010 - Aðalfundur SSA 2023
Framlögð gögn fyrir aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi sem haldinn verður 3 maí.
Dagskrá aðalfundar SSA_2023.pdf
23. 2302093 - Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2023
Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga nr. 59 og 60 lagðar fram til kynningar
Fundarrgerð Samtaka orkusveitarfélaga - nr 59 - undirrituð.pdf
Fundarrgerð Samtaka orkusveitarfélaga - nr 60 - undirrituð.pdf
24. 2301183 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023
Fundargerð 922. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 922.pdf
25. 2301183 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023
Fundargerð 923. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 923.pdf
26. 2301183 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023
Fundargerð 924. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 924.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
27. 2304004F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 23
Fundargerð 23. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 18. apríl lögð fram til afgreiðslu.
27.1. 2302213 - Samningur við Skógræktarfélag Reyðarfjarðar
27.2. 2304049 - Strandgata 98B - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
27.3. 2304056 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Smiðjustígur 4
27.4. 2304045 - Umsókn um lóð Litlagerði 6
27.5. 2304051 - Framkvæmdaleyfi Fell skógrækt
27.6. 2304061 - Tilkynning um kæru v Hafnargötu 36 FÁSK
27.7. 2304069 - Númerslausir bílar 2023
27.8. 2303368 - Deiliskipulag Nes- og Bakkagil
27.9. 2304097 - Umferðaröryggi milli leikskóla og Heiðavegs 7 Reyðarfirði
27.10. 2208107 - Framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt
27.11. 2304103 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Melagata 13
28. 2304012F - Fræðslunefnd - 124
Fundargerð fræðslunefndar frá 19. apríl lögð fram til afgreiðslu.
28.1. 2304102 - Kennslutímamagn grunnskóla 2023-2024
28.2. 2302067 - Úthlutunarreglur grunnskóla í Fjarðabyggð
28.3. 1311034 - Niðurstöður úr Skólavoginni
28.4. 2304063 - Hinsegin fræðsla í grunnskólum Fjarðabyggðar
29. 2304015F - Mannvirkja- og veitunefnd - 13
Framlögð mannvirkja- og veitunefndar frá 21. apríl til afgreiðslu.
29.1. 2303230 - Framkvæmdasvið verkefni 2023

Niðurstaða þessa fundar
Framlögð fundargerð mannvirkja- og veitunefndar frá 21. apríl til afgreiðslu.
29.2. 2303230 - Framkvæmdasvið verkefni 2023

Niðurstaða þessa fundar
Framlögð fundargerð mannvirkja- og veitunefndar frá 21. apríl til afgreiðslu.
29.3. 2304176 - Tenging vatnsveitu við sumarbústaðarlandið í Skuggarhlíðarhálsi (Seldal)

Niðurstaða þessa fundar
Framlögð fundargerð mannvirkja- og veitunefndar frá 21. apríl til afgreiðslu.
29.4. 2304066 - Uppsetning Mílu á fjarskiptamastri á Fjarðabyggðahöllinni Reyðarfirði

Niðurstaða þessa fundar
Framlögð fundargerð mannvirkja- og veitunefndar frá 21. apríl til afgreiðslu.
29.5. 2304099 - Skólalóð Grunnskóla Reyðarfjarðar

Niðurstaða þessa fundar
Framlögð fundargerð mannvirkja- og veitunefndar frá 21. apríl til afgreiðslu.
29.6. 2302021 - Úrgangsmál 2023 - kynningaefni og fleira

Niðurstaða þessa fundar
Framlögð fundargerð mannvirkja- og veitunefndar frá 21. apríl til afgreiðslu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til bakaPrenta