Til bakaPrenta
Bæjarráð - 876

Haldinn í fjarfundi,
23.12.2024 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ragnar Sigurðsson formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari
Bæjarfulltrúar tóku þátt í fundi í gegnum fjarfundarbúnað. Fjármálastjórar sátu jafnframt fundinn.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2409205 - Húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2025
Lögð fyrir til kynningar drög að húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar fyrir árin 2025-2034.
Vísað til áframhaldandi vinnu og til næsta fundar bæjarráðs.
2. 2412136 - Kauptilboð í Sólbakka 7 Breiðdalsvík frá Sigurði og Tatiana
Framlagt tilboð í fasteignina Sólbakka 7 á Breiðdalsvík.
Bæjarráð hafnar tilboði.
3. 2412113 - Niðurfelling fasteignagjalda
Framlagt erindi frá Víkinni fögru ehf. þar sem óskað er eftir afslætti á fasteignagjöldum.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk samkvæmt reglum Fjarðabyggðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts í hlutfalli af starfsemi sem fellur þar undir.
Niðurfelling fasteignagjalda.pdf
reglur-fjardabyggdar-um-styrkveitingar-til-greidslu-fasteignaskatts.pdf
4. 2412148 - Ársfundur Brákar 2024
Framlagt boð á ársfund Brákar íbúðafélags hses. miðvikudaginn 15. janúar 2025.
Bæjarráð samþykkir að fela Jónu Árnýju Þórðardóttur bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
5. 2211108 - Verkefnið Sterkur Stöðvarfjörður
Vísað frá fyrri fundi bæjarráðs tillögu um að óska eftir framlengingu á samningi við Byggðastofnun um verkefnið Sterkur Stöðvarfjörður.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir við Byggðastofnun að verkefnið Sterkur Stöðvarfjörður verði framlengt um tvö ár.
6. 2412103 - Flýting vegtengingar Suðurfjarðavegar
Fjallað um ástand Suðurfjarðavegar og áætlanir um nýja brú á Sléttuá og vegtengingu fyrir botni Reyðarfjarðar.
Fjarðabyggð ítrekar fyrri bókanir sínar og leggur ríka áherslu á að flýta framkvæmdum við Suðurfjarðarveg og færslu hringvegarins í Reyðarfjarðarbotni og byggingu nýrra brúa yfir Sléttuá.
Brúin yfir Sléttuá er umferðarþyngsta einbreiða brú á Austurlandi og jafnframt ein elsta brú landsins á hringveginum í dag. Fyrir vikið er þessi vegkafli, ásamt brúm, orðinn verulegur áhættuþáttur í þungaflutningum til og frá Suðurfjörðum Fjarðabyggðar.
Fjarðabyggð leggur þunga áherslu á að verkhönnun hefjist strax á árinu 2025 og að framkvæmdir hefjist sem fyrst í kjölfarið. Það er mikilvægur öryggis- og hagsmunamál fyrir íbúa og atvinnulíf í Fjarðabyggð að þessum framkvæmdum verði hraðað eins og kostur er.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ítreka afstöðu sveitarfélagsins til samgönguframkvæmda við Suðurfjarðarveg samanber fyrri ályktanir sveitarfélagsins.
7. 2311224 - Fundargerðir Austurbrúar og SSA
Framlagðar til kynningar fundargerðir Austurbrúar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Fundargerd_Haustthing_SSA_2024 (1).pdf
155.-stjornarfundur-Austurbruar-22.-november-2024.pdf
6.-stjornarfundur-SSA-22.-november-2024.pdf
8. 2412157 - Ósk um afstöðu til nýtingar forkaupsréttar Naustahvamms 20 í Neskaupstað
Jón Björn Hákonarson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu dagskrárliðar.
Framlagt erindi frá Hildibrand slf. þar sem óskað er eftir afstöðu Fjarðabyggðar til nýtingar forkaupsréttar á fasteignina Naustahvamm 20 í Neskaupstað, F 2169466 vegna sölu eignarinnar milli félaga.
Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt vegna sölu eignarinnar.
9. 2412158 - Ósk um afstöðu til nýtingar forkaupsréttar Egilsbrautar 26 í Neskaupstað
Jón Björn Hákonarson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu dagskrárliðar.
Framlagt erindi frá Hildibrand slf. þar sem óskað er eftir afstöðu Fjarðabyggðar til nýtingu forkaupsréttar á fasteignina Egilsbraut 26 í Neskaupstað, F 2169057 vegna sölu eignarinnar á milli félaga.
Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt vegna sölu eignarinnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40 

Til bakaPrenta