Til bakaPrenta
Bæjarráð - 668

Haldinn Sólbrekku í Mjóafirði,
22.06.2020 og hófst hann kl. 09:30
Fundinn sátu: Eydís Ásbjörnsdóttir formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður, Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi, Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, 
Dýrunn Pála Skaftadóttir var í símasambandi við fundinn fyrstu 2 dagskrárliðina.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2006094 - Fasteignamat 2021
Framlagt yfirlit Þjóðskrár Íslands um breytingar á fasteignamati milli áranna 2020 og 2021 ásamt minnisblaði fjármálastjóra um breytingar í Fjarðabyggð á stofni fasteignamats á milli áranna.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2021.
Um fasteignamat í Fjarðabyggð árið 2021.pdf
Fasteignamat Sveitarfelog_eftir_tegundum_eigna_2021.pdf
 
Gestir
Fjármálastjóri - 09:30
2. 2005111 - Fjármál sveitarfélaga í kjölfar Covid-19
Fram lagt bréf Sambands Íslenskra sveitarfélaga er varðar beiðni samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um að álagningarprósentur sveitarfélaga verði lækkaðar sem nemur að lágmarki hækkun fasteignamats milli áranna 2020 og 2021.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2021.
Beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021.pdf
 
Gestir
Fjármálastjóri - 09:40
3. 2006093 - Kauptilboð í Búðareyri 21
Lagt fram kauptilboð í Búðareyri 21 en fasteignin er hluti af áhaldahúsaeigninni á Reyðarfirði.
Bæjarráð hafnar tilboði en eignir eru seldar saman.
 
Gestir
Fjármálastjóri - 09:42
4. 1904082 - Endurnýjun húsnæðis Uppsala
Framlagt svar heilbrigðisráðuneytis vegna beiðnar frá því í október 2019, um framlag til endurbóta á Uppsölum. Beiðni um framlag til endurbóta er hafnað af hálfu ráðuneytisins.
Bæjarráð vísar erindi til umfjöllunar framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna. Jafnframt áréttar bæjarráð að það var ekki að óska leiðbeininga ráðuneytisins heldur var óskað svara við spurningum um löngu tímabærar framkvæmdir við hjúkrunarheimilið. Bæjarstjóra falið að senda bréf til heilbrigðisráðherra vegna málsins.
Svar ráðuneytis vegna endurbóta á Uppsölum.pdf
 
Gestir
Fjármálastjóri - 09:47
5. 2005044 - Markaðsátak og sýnileiki 2020
Lagt fram minnisblað atvinnu- og þróunarstjóra og upplýsingafulltrúa um lykil að Fjarðabyggð sem er útfærsla á verkefni tengt stuðningi við ferðaþjónustu. Gefnir verða út afsláttarmiðar í sundlaugar og söfn sem ferðaþjónustuaðilar framselja viðskiptavinum.
Bæjarráð samþykkir tillögu sem fram kemur í minnisblaðinu. Minnisblaði vísað til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefndar.
Minnisblað ÞVG og VÆI undirritað.pdf
6. 2006071 - Samingur um þjónustu
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd drögum samnings um þjónustu dælubíls. Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
 
Gestir
Fjármálastjóri - 10:00
7. 2006092 - Hálendi Austurlands - ályktun aðalfundar Landverndar 2020
Framlögð ályktun aðalfundar Landverndar 6. júní 2020 um vernd hálendis Austurlands til kynningar.
Vísað til kynningar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Hálendi austurlands_ sveitastjórnir_LOKA_16jún2020.pdf
 
Gestir
Fjármálastjóri - 10:07
8. 2002033 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2020
Fundargerð stjórnar sambandsins nr. 885 frá 12.júní lögð fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 885.pdf
 
Gestir
Fjármálastjóri - 10:08
9. 2006108 - Skipan varafulltrúa í svæðisráð um gerð strandsvæðisskipulags fyrir Austfirði
Bæjarráð skipar Sigurð Ólafsson sem varafulltrúa í stað Eydísar Ásbjörnsdóttur, í svæðisráð um gerð strandsvæðisskipulags fyrir Austfirði.
Fundargerðir til kynningar
10. 2006013F - Hafnarstjórn - 245
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 245 lögð fram til afgreiðslu.
10.1. 1908100 - Verkefni hafnarsjóðs
10.2. 2001204 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2020
10.3. 2006062 - Ósk um leyfi til notkunar vita Fjarðabyggðar
10.4. 2006009 - Beiðni um styrk vegna hátíðahalda á sjómannadaginn 2020
10.5. 2002167 - Umsókn um styrk vegna Franskra daga 2020
10.6. 1901126 - Sorphirða og endurvinnsla á höfnum
10.7. 2003074 - Umsókn um rannsóknarleyfi í Norðfjarðarflóa
10.8. 2006038 - Umsókn um leitarleyfi í Norðfjarðarflóa
10.9. 2003091 - Eskifjarðarhöfn - stækkun
11. 2006014F - Hafnarstjórn - 246
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 245 lögð fram til afgreiðslu.
11.1. 2003091 - Eskifjarðarhöfn - stækkun
12. 2006012F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 263
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 263 lögð fram til afgreiðslu.
12.1. 1502041 - 735 - Deiliskipulag, Eskifjörður-miðbær
12.2. 2006013 - 740 Naustahvammur 67-69, óveruleg breyting á deiliskipulagi
12.3. 2006072 - Deiliskipulag Hlíðarenda - óveruleg breyting, safnasvæði
12.4. 2006042 - Mánagata 3 - byggingarleyfi, nýb. á bílskúr, breyting úti og á lóð
12.5. 2006065 - 715 Mjóafjarðarvegur - byggingarleyfi, niðurrif olíutanks
12.6. 2006053 - 730 Hafnargata 1 - byggingarleyfi, uppsetning á skilti
12.7. 1805134 - Umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar
12.8. 1804020 - Fólkvangur Neskaupstaðar - styrkfé, hönnun, framkvæmdir
12.9. 1704067 - Umhverfisstefna Fjarðabyggðar
12.10. 2006024 - Uppbygging á æfingasvæði á Eskifirði
12.11. 2006008 - Átak í fráveitumálum
12.12. 2006071 - Samingur um dælubíl og tengda þjónustu
12.13. 2006083 - Snjómokstur í Fjarðabyggð
12.14. 1810205 - Opin leiksvæði í Fjarðabyggð
Bæjarráð óskar Sigurborgu Ingunni Einarsdóttur ljósmóður og hjúkrunarfræðingi innilega til hamingju með heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, en henni var veittur riddarakross fyrir framlag sitt í þágu heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til bakaPrenta