Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 3

Haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,
25.07.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður, Esther Ösp Gunnarsdóttir varaformaður, Birkir Snær Guðjónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jónasson aðalmaður, Heimir Snær Gylfason aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Marinó Stefánsson, Sviðsstjóri framkvæmdasviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2207097 - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Elfars Arons Daðasonar , dagsett 18. júlí 2022, þar sem sótt er um lóðina við Miðdal 16 á Eskifirði undir einbýlishús.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
2. 2207091 - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Guðna Þórs Elíassonar, dagsett 15. júlí 2022, þar sem sótt er um lóðirnar við Daltún 9 og 11 á Eskifirði undir iðnaðarhúsnæði.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fara yfir málið í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir að nýju.
3. 2202144 - 730 Stekkjartún 9 - Umsókn um byggingarleyfi, einbýlishús
Lögð fram byggingarleyfisumsókn HRMS Byggingar ehf. dagsett 16.febrúar 2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 116 m2 einbýlishús á lóðinni á Stekkjartúni 9 á Reyðarfirði.
Umhverfis- og skipulagsnefns samþykkir byggingarleyfisumsóknina.
4. 2202143 - 730 Stekkjartún 7 - Umsókn um byggingarleyfi, einbýlishús
Lögð fram byggingarleyfisumsókn HRMS Byggingar ehf. dagsett 16.febrúar 2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 116 m2 einbýlishús á lóðinni á Stekkjartúni 7 á Reyðarfirði.
Umhverfis- og skipulagsnefns samþykkir byggingarleyfisumsóknina.
5. 2202142 - 730 Stekkjartún 2 - Umsókn um byggingarleyfi, einbýlishús
Lögð fram byggingarleyfisumsókn HRMS Byggingar ehf. dagsett 16.febrúar 2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 116 m2 einbýlishús á lóðinni á Stekkjartúni 2 á Reyðarfirði.
Umhverfis- og skipulagsnefns samþykkir byggingarleyfisumsóknina.
6. 2207023 - Strandgata 58 - 735 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
SM Fasteignir ehf sækja um leyfi til að rífa sjóhús er stendur við Strandgötu 58 á Eskifirði.
Heimild Minjastofnunar liggur fyrir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd heimilar rifin og að staðið verði að þeim í samræmi við umsögn Minjastofnunar.
7. 1801091 - 735 Strandgata 64 - byggingarleyfi, breyting innanhúss
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Tómasar Valdimarssonar fyrir breytingum innanhúss á íbúð nr. að Strandgötu 64 á Eskifirði.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingarleyfið.
8. 2203077 - 730 Búðarmelur 5a-b - Umsókn um lóð
Fram lagður tölvupóstur frá Önnu Berg Samúelsdóttur þar sem fallið er frá umsókn um lóðina Búðarmel 5a og b.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að lóðinni verði skilað.
9. 2207093 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Helgu Margrétar Sveinsdóttur, dagsett 18. júlí 2022, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Ásvegi 4 á Breiðdalsvík. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
10. 1905130 - Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og loftslagsmál
Framlagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélag þar sem boðað er til upplýsinga- og samráðsfundar 31. ágúst nk. þar sem farið verður yfir framgang og stöðu innleiðingu heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum sem ákváðu þátttöku í þeim 2021. Fundurinn er ætlaður til að upplýsa nýkjörna fulltrúa sem og þá sem komið hafa að vinnu við innleiðinguna sem og að halda áfram samstarfi um hana.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að skrá þá nefndarmenn er vilja sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
anna_220712-134819-49.pdf
11. 2207055 - Ósk um umsögn, Akstursíþróttasvæði, Aðalskipulagsbreyting Fljótsdalshérað
Lögð fram beiðni um umsögn um tillögu um breytinar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, akstursíþróttasvæði. sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við breytinguna.
A1556-002-U01 Akstursíþróttasvæði í Skagafelli - Tillaga.pdf
13. 2207061 - Samráð á skipulagsstigi
Lagt fram til kynningar erindi frá skipulagsdeild Vegagerðarinnar.
Fjarðabyggð.pdf
15. 2207106 - Drög að stefnu um verndun og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi
Lögð fram til kynningar stefna 2022-2027 um verndum og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi.
Verndun og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi_drög_20.07.2022.pdf
Minnisblað_bátaarfurinn_með stefnu.pdf
16. 2110069 - Aðalfundur Heilbrigðiseftilits Austurlands 3. Nóvember 2021
Framlögð til kynningar árskýrsla HAUST 2021
220211 Ársskýrsla 2021.pdf
Almenn mál - umsagnir og vísanir
12. 2207083 - Ný reglugerð um umferðarmerki í opið samráð
Innviðaráðuneytið birtir til umsagnar drög að nýrri reglugerð um umferðarmerki sem ætlað er að leysa af hólmi gildandi reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra nr. 289/1995, með síðari breytingum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við drögin.
14. 2207048 - Ósk um umsögn, aðalskipulagsbreyting, Fjarðarheiðargöng
óskað er eftir umsögn við skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingarnar tengjast fyrirhuguðum framkvæmdum við jarðgöng undir Fjarðarheiði. Við Seyðisfjörð er um að ræða staðsetningu gangamunna, nýja veglínu og undirgöng, efnistökusvæði, breytta landnotkun vegna færslu á golfvelli auk skilgreininga á nýjum göngu-, hjóla- og reiðleiðum. Greinagerð og uppdrættir eru í viðhengi.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við breytinguna
17. 2207117 - Umsagnrbeiðni rekstraleyfi The Bank Sleeping
Umsókn um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-C minna gistiheimili frá Gráfinnur ehf fyrir The Bank Sleeping, Hafnarbraut 20, 740 Neskaupstað.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur sviðstjóra framkvæmdarsviðs að gefa út rekstrarleyfið þegar öllum gögnum hefur verið skilað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta