Til bakaPrenta
Félagsmálanefnd - 163

Haldinn að Búðareyri 2, fundarherbergi 1,
07.03.2023 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir formaður, Þórhallur Árnason varaformaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Barbara Izabela Kubielas aðalmaður, Tinna Hrönn Smáradóttir aðalmaður, Laufey Þórðardóttir embættismaður, Inga Rún Beck Sigfúsdóttir embættismaður, Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir .
Fundargerð ritaði: Inga Rún Beck Sigfúsdóttir, Stjórnandi barnaverndar og félagsþjónustu


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2211046 - Notendaráð fatlaðs fólks
Um nokkurt skeið hefur verið leitað að áhugasömum þátttakendum í notendaráð fatlaðs fólks í Fjarðabyggð í samstarfi við hagsmunasamtök en ekki gengið. Félagsmálanefnd samþykkir að stofnaður verði opnari samráðshópur um málefni fatlaðs fólks í Fjarðabyggð sem starfar á grunni samþykktar.
Máli vísað til bæjarráðs.
2. 2301106 - Búsetuúrræði-Trúnaðarmál
Sviðsstjóri og stjórnandi stoð- og stuðningsþjónustu kynna vinnu við búsetuúrræði, drög að kostnaðaráætlun. Sviðstjóra fjölskyldusviðs falið að vinna áfram minnisblað í samræmi við umræður á fundinum.
Vísað til bæjarráðs.
3. 2303035 - Kynning á starfi á fjölskyldusviði
Sviðsstjóri kynnir verkefni á fjölskyldusviði.
Heimsóknir til félaga eldri borgara og kynningar til þeirra á stefnumótun í málaflokknum. Heimsókn frá sveitarfélaginu Hornafirði. Nýafstaðið Ungmennaþing o.fl.
Minnisblað.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta