Til bakaPrenta
Stjórn menningarstofu - 9

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
23.09.2024 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson formaður, Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm varaformaður, Arndís Bára Pétursdóttir aðalmaður, Gunnar Jónsson embættismaður, Jóhann Ágúst Jóhannsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2206071 - Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
Fjallað um skipulag lóðar Íslenska stríðsárasafnsins og framtíðaruppbyggingu þess. Framlagðar þrjár tillögur að skipulagi lóðarinnar sem stjórnin vann með til útfærslu.
Stjórn fór yfir tillögur og gerði breytingar á tillögu A sem óskað verður eftir að arkitekt útfæri nánar í samræmi við áherslur stjórnarinnar.
2. 2404223 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu 2025
Farið yfir rekstur næsta árs og áherslur í starfsemi auk viðhaldsverkefna. Rætt um fyrirkomulag bæjarhátíða í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnuna.
 
Gestir
Upplýsingafulltrúi - 00:00
3. 2409157 - Gjaldskrá safna í Fjarðabyggð 2025
Framlögð til umfjöllunar nefndar gjaldskrá safna samhliða fjárhagsáætlunargerð 2025 vegna gjaldskrár 2026.
Nefndin fór yfir forsendur gjaldskráa safna og felur bæjarritara að vinna að útfærslu með forstöðumanni og leggja fyrir næsta fund.
4. 2409129 - Gjaldskrá félagsheimila 2025
Framlögð til umfjöllunar nefndar gjaldskrá félagsheimila samhliða fjárhagsáætlunargerð 2025.
Stjórn samþykkir að gjaldskrá hækki um 5,6% samkvæmt samþykkt bæjarráðs og vísar afgreiðslu til bæjarráðs.
5. 2402237 - Starfsemi og þjónusta safna Fjarðabyggðar sumarið 2024
Framlögð skýrsla verkefnastjóra menningarstofu um starfsemi minjasafna árið 2024 ásamt tölum um aðsókn að söfnunum.
Stjórn þakkar greinargóða samantekt. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2025 en aðsókn hefur dregist saman. Stjórn mun fjalla frekar um málefni safna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta