Til bakaPrenta
Bæjarráð - 833

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
12.02.2024 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Snorri Styrkársson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2303071 - Rekstur málaflokka 2023 - TRÚNAÐARMÁL
Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur málaflokka 2023 auk deildayfirlits í A hluta fyrir árið 2023.
Fram lagt og kynnt.
2. 2402059 - Auglýsingasamningur við blakdeild Þróttar 2024 - 2026
Framlögð drög að endurnýjuðum auglýsingasamning við blakdeild Þróttar ásamt minnisblaði.
Bæjarráð samþykkir nýjan auglýsingasamning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Endurnýjun á auglýsingasamningi við blakdeild Þróttar.pdf
3. 2402038 - Vatnsveita í Mjóafirði
Framlagt erindi frá Sigfúsi Vilhjálmssyni vegna vatnsveitu og ýmissa mála í Mjóafirði.
Bæjarráð vísar erindi til skipulags- og framkvæmdanefndar auk hafnarstjórnar. Bæjarráð áformar fund með íbúum Mjóafjarðar með vorinu.
Fjarðabyggð^Jvatnsmál 2024.pdf
4. 2402003 - Áhrif skerðingar á orku til fjarvarmaveita
Framlagt minnisblað um notkun í Stefánslaug um helgar samanber umfjöllun síðasta fundar bæjarráðs og áhrif skerðingar á fasteignarekstur.
Bæjarráð samþykkir að fyrirkomulag opnunar verði í samræmi við fyrri samþykkt meðan á skerðingu orku stendur.
Aðsóknartölur um helgar í Stefánslaug.pdf
Sundlaug Nesk helgar jan23 til april 23.pdf
5. 2401216 - Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu
Tekin fyrir að nýju samráðstillaga um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu í samræmi við 11. gr. laga um landgræðslu. Framlögð drög að umsögn.
Bæjarritara falið að skila umsögn um samráðstillöguna.
Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu drög.pdf
Skýringar með beitarkafla.pdf
6. 2310038 - Egilsbraut 4 - Nytjamarkaður ósk um aukið rými
Fjallað um húsnæðismál Steinsins nytjamarkaðar og samstarf um endurnýtingu nytjahluta.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Steininn nytjamarkað á grundvelli tillagna sem lagðar eru fram.
7. 2305266 - Slökkvilið Fjarðabyggðar - málefni
Farið yfir málefni slökkviliðs.
 
Gestir
Slökkviliðsstjóri - 00:00
8. 2108027 - Þróun hafnarsvæða
Farið yfir þróunarmál atvinnu- og hafnarsvæða.
9. 2301106 - Búsetukjarni og skammtímavistun
Framlagt minnisblað um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk.
Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna málið áfram á grunni hugmynda sem eru framlagðar.

10. 2401186 - Aðstoðarmannakort
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu um útgáfu aðstoðarmannakorta fyrir starfsfólk sem fylgir einstaklingum með umfangsmiklar stuðningsþarfir í sund.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Minnisblað vegna aðstoðarmannakorts.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 38 2018 (reglugerðarheimild). 27.11.23.pdf
11. 2302021 - Úrgangs- og umhverfismál. Þróunarverkefni
Farið yfir stöðu á þróunarverkefna vegna úrgangsmála og umhverfismála og kynnt drög að yfirlýsingum.
Bæjarráð samþykkir framlagðar samstarfsyfirlýsingar vegna þróunarverkefnanna.
12. 2211102 - Starfshópur um húsnæðismál myndlistarsafns
Gerð grein fyrir málefnum Myndlistarsafns Tryggva Ólafsson.
13. 2402093 - Aukaaðlafundur Leigufélagsins Bríetar 2023
Framlögð til kynningar fundargerð aukaaðalfundar Leigufélagsins Bríetar ásamt uppfærðri samþykkt félagsins.
14. 2402065 - Málþing um orkumál 15. mars 2024
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, SSKS, boðar til málþings um stöðuna í orkumálum undir yfirskriftinni Er íslensk orka til heimabrúks á Grand hóteli í Reykjavík, föstudaginn 15. mars, kl. 08:30
Tölvupóstur - Málþing um orkumál.pdf
15. 2301183 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023
Framlögð til kynningar fundargerð 942. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Leiðrétt fundargerð 942. stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 942.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
16. 2402004F - Hafnarstjórn - 307
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð hafnarstjórnar frá 5. febrúar
16.1. 2312117 - Rekstur Fjarðabyggðarhafna
16.2. 2305073 - Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2024
16.3. 2210158 - Sjóvarnir við Egilsbraut 26, Neskaupstað
16.4. 2205243 - Skemmtiferðaskip í Fjarðabyggðarhöfnum
16.5. 2108124 - Grænn orkugarður á Reyðarfirði
16.6. 2401204 - Beiðni um umsögn v.endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskimjölsverksmiðju
16.7. 2401111 - Hafnasambandsþing 2024
16.8. 2402027 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024
17. 2402006F - Skipulags- og framkvæmdanefnd - 2
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 7. febrúar.
17.1. 2402052 - Umsókn um lóð Móbakki 16
17.2. 2401222 - Melbrún 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
17.3. 2402026 - Kirkjubólseyri 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
17.4. 2209200 - Umsókn um stöðuleyfi
17.5. 2402001 - Umsókn um stöðuleyfi
17.6. 2401199 - Aðalskipulag breyting tjaldsvæði Eskifirði
17.7. 2402048 - Strandgata 6 Neskaupstað ásigkomulag
17.8. 2304069 - Númerslausir bílar
17.9. 2308085 - Fiskeldissjóður - umsóknir 2024
17.10. 2402041 - Erindi vegna akstursíþróttasvæðis
17.11. 2209189 - Ný staðsetning gámasvæða
17.12. 2401216 - Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu
17. 2402005F - Fræðslunefnd - 136
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð fræðslunefndar frá 7. febrúar
17.1. 1806053 - Snjalltækjavæðing og reglur um snjalltæki í grunnskólum Fjarðabyggðar
17.2. 2210173 - Skólamáltíðir grunnskóla
17.3. 2311040 - Skýrsla stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu
18. 2401020F - Félagsmálanefnd - 176
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð félagsmálanefndar frá 6. febrúar.
18.1. 2211100 - Búsetuþjónusta
18.2. 2401186 - Aðstoðarmannakort
18.3. 2311096 - Skýrsla stjórnenda - félagsmálanefnd
18.4. 2306119 - Gott að eldast-samþætting þjónustu Fjarðabyggð og HSA
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til bakaPrenta