Til bakaPrenta
Bæjarráð - 889

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
31.03.2025 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ragnar Sigurðsson formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Þórður Vilberg Guðmundsson, sviðsstjóri mannauðs- og umbótamála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2503240 - Ársreikningur Fjarðabyggðar árið 2024
Yfirferð á vinnu við gerð ársreiknings. Sviðsstjóri fjármála- og greiningarsviðs kom á fund bæjarráðs og fór yfir vinnu við gerð ársreiknings.
2. 2409157 - Gjaldskrá safna í Fjarðabyggð 2025 2026
Vísað frá stjórn menningarstofu til afgreiðslu bæjarráðs tillögu um safnapassa fyrir öll söfn í umsjón og rekstri Fjarðabyggðar. Tillagan miðar að því að fjölga gestum safna og það veiti gestum safna möguleika á að heimsækja öll söfnin fyrir eitt gjald, 3.650 kr. á hverju ári.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrá safna og tekur ný gjaldskrá gildi 1. apríl 2025.
3. 2503205 - Vatnsveitumál í Mjóafirði
Framlagt bréf Sigfúsar Vilhjálmssonar vegna vatnsveitu- og hafnarmála í Mjóafirði.

Sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs falið að taka saman upplýsingar um vatnsveitumál í Mjóafirði og leggja fyrir bæjarráð. Bæjarráð samþykkir að í framhaldinu verði haldinn fundur með íbúum í Mjóafirði.
4. 2503241 - Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald 62 2025
Framlögð drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald 62 2025 frá atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra sem er til umsagnar í samráðsgátt.

Bókun fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks:

"Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir eindreginni andstöðu við fyrirhugaða hækkun veiðigjalda. Boðuð hækkun er bæði illa tímasett og óábyrg, sérstaklega í ljósi loðnubrests og núverandi skattaumhverfis sjávarútvegsfyrirtækja.

Sjávarútvegur er einn af burðarásum atvinnulífs í Fjarðabyggð, sem og undirstaða í útflutningi landsins alls, og treysta samfélögin í sveitarfélaginu á öfluga starfsemi fyrirtækja í greininni. Þessi fyrirtæki hafa sýnt ábyrgð, skapað fjölda starfa, fjárfest í tækni og þjónustu í nærsamfélaginu, og leggja til styrki til félags-menningar- og íþróttalífs og þannig tekið þátt í að byggja upp samfélagið samhliða því að greiða inn í samneysluna í formi skatta og veiðigjalda.

Það liggur fyrir að sjávarútvegurinn í heild greiðir nú þegar um 50 milljarða króna árlega til hins opinbera í gegnum beint og óbeint skattspor ? þar af hefur stór hluti komið frá starfsemi á Austurlandi. Til að mynda greiddi sjávarútvegurinn 9,2 milljarða kr. í veiðigjöld árið 2024 samkvæmt áætlun fjárlaga, og samtals yfir 30 milljarða frá 2021?2024. Um 20% veiðigjalda koma frá sjávarútvegi í Fjarðabyggð.

Samanburður stjórnvalda við veiðigjaldakerfi í Noregi er afar umdeilanlegur ? þar sem norsk sjávarútvegsfyrirtæki njóta umfangsmikilla ríkisstyrkja sem ekki eiga sér hliðstæðu á Íslandi. Íslenskur sjávarútvegur stendur fyrir rekstri á markaðslegum forsendum, greiðir fulla skatta og ber sjálfur kostnað af innviðum og þróun.

Bæjarráð hefur alvarlegar áhyggjur af því að slík hækkun veiðigjalda muni leiða til minni fjárfestinga í sjávarútvegi á Austurlandi, minnkandi samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs, bæði gagnvart útflutningi og á vinnumarkaði, keðjuverkandi áhrifa á afleidd störf og lífsgæði íbúanna í sveitarfélaginu og loks að verulega dragi saman í uppbyggingu atvinnulífs í Fjarðabyggð.

Bæjarráð hvetur stjórnvöld til að endurskoða áform sín þegar í stað og óskað er eftir því að ríkið leggi fram heildstæða greiningu á áhrifum fyrirhugaðra breytinga á byggð, atvinnu og fjárfestingu í sjávarútvegi eins 129. gr. sveitarstjórnarlaga kveður á um en þar skal leggja sérstakt mat á áhrifum lagabreytinga á fjárhag sveitarfélaga. Þá krefst bæjarráð Fjarðabyggðar þess að frestur til umsagna við boðað frumvarp verði hið minnsta lengdur til að gera sveitarfélögunum kleift að senda inn umsagnir byggðar á gögnum sem afla þarf."

Bókun fulltrúa Fjarðalistans:

"Mikilvægi sjávarútvegs fyrir atvinnulífið á svæðinu, samfélagslega velsæld og tekjustofna sveitarfélagsins eru óumdeild og því nauðsynlegt að ítarlegt mat fari fram á áhrifum þeirra á samfélög sem byggja afkomu sína að verulegu leyti á sjávarútvegi.

Við teljum því mikilvægt að fram fari heildstætt mat á áhrifum frumvarpsins á starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja, fyrirtæki sem þjónusta þau, og þau samfélög þar sem sjávarútvegur er meginatvinnugrein. Að sama skapi þarf að tryggja að hluti þess veiðigjalds sem innheimt er skili sér til viðkomandi byggðarlaga og nýtist þar sem gjaldið er til komið í þágu samfélags og atvinnulífs. Einnig er nauðsynlegt að kynna forsendur breytinganna gagnsætt og standa fyrir samráði m.a. við sveitarfélög sem eiga mikið undir sjávarútvegi.

Fjarðalistinn leggur áherslu á að álagning veiðigjalda sé sanngjörn, fyrirsjáanleg og styðji við áframhaldandi verðmætasköpun, nýsköpun og stöðugleika í sjávarútvegi og nærumhverfi hans."

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn um málið fyrir hönd Fjarðabyggðar
5. 2503242 - Greining veikindalauna
Framlögð drög að greiningu mannauðs- og umbótasviðs á þróun veikindalauna 2022 - 2024. Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna.
6. 2503227 - Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands 2025
Framlagt fundarboð ársfundar Starfsendurhæfingar Austurlands sem haldinn verður 9. apríl nk. kl. 14:00.

Bæjarráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
7. 2408135 - Tæknidagur Fjölskyldunnar 2025
Tæknidagurinn verður haldinn 5. apríl í íþróttahúsinu á Norðfirði.

Fjarðabyggð tekur þátt í deginum en slökkvilið og framkvæmdasvið verða með bás á svæðinu.
8. 2401188 - Fundur bæjarráðs með Vegagerðinni
Málefni Vegagerðarinnar í Fjarðabyggð til umræðu með umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Austurlandi.
 
Gestir
Loftur Þór Jónsson svæðisstjóri - 10:00
Fundargerðir til staðfestingar
9. 2503022F - Skipulags- og framkvæmdanefnd - 29
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 26. mars.
9.1. 2411098 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi Kirkjubólseyrar, Norðfirði
9.2. 2503211 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis Hafnargata 1 Fáskrúðsfirði
9.3. 2503208 - Umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Neskaupstaðar vegna stúku við knattspyrnuvöll.
9.4. 2503129 - Byggingarleyfi Borg, Mjóafirði
9.5. 1701186 - 735 Strandgata 12 - stálgrindarhús - byggingarleyfi
9.6. 2503145 - Framkvæmdaleyfi útiæfingatæki Stöðvarfirði
9.7. 2503147 - Fjarskiptamastur Fárskrúðsfirði
9.8. 2302213 - Samningur við Skógræktarfélag Reyðarfjarðar
9.9. 2503070 - Lögbýlisumsókn Blávík
9.10. 2503198 - Framkvæmdaleyfi náttúrustígur Kollaleiruháls
9.11. 2503193 - Strandblaksvöllur Reyðarfirði
9.12. 2503126 - Átak í leit og nýtingu jarðhita
9.13. 2503206 - Bréf frá Félagi atvinnuveiðimanna í ref og mink.
9.14. 2503100 - Úrgangsmál - textíll
9.15. 2404177 - Skipulag úrgangsmála í Fjarðabyggð
10. 2503021F - Hafnarstjórn - 324
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð hafnarstjórnar frá 24. mars.
10.1. 2003091 - Eskifjarðarhöfn - stækkun
10.2. 2503064 - Smábátahafnir Fjarðabyggðarhafna
10.3. 2502033 - Fyrirhugaðar framkvæmdir Loðnuvinnslunnar
10.4. 2501026 - Viðgerð stálþils Bræðslubryggju Eskifirði (norðurkantur)
10.5. 2501155 - Landmótun og landfylling á Mjóeyrarhöfn
10.6. 2206100 - Öryggismál hafna
10.7. 2503120 - Naustahvammur vinnusvæði
10.8. 2503123 - Olíuleit á Drekasvæðinu
10.9. 2503068 - Beiðni um styrk - Ný Hafbjörg 2027
10.10. 2503093 - Aðalfundur Fiskmarkaðs Austurlands 2025
11. 2503019F - Stjórn menningarstofu - 16
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð stjórnar menningarstofu frá 24. mars.
11.1. 2501084 - Verkefni menningarstofu 2025
11.2. 2501084 - Sumarsmiðjur gjald sumarið 2025
11.3. 2503101 - Viðbót við gjaldskrá safna Fjarðabyggðar
11.4. 2503092 - Viðurkenning safna Fjarðabyggðar
11.5. 2405020 - Samningur um afnot- og umgengni á safninu Frakkar á Íslandsmiðum endurskoðun
11.6. 2503175 - Þjónustusamningur við Sjóminjasafn 2024-2026
11.7. 2409018 - Skjalasafn Fjarðabyggðar
11.8. 2206071 - Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
11.9. 2503188 - Víkingar á vesturleið
11.10. 2503086 - Umsókn um styrk til Stöð í Stöð 2025
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:22 

Til bakaPrenta