| |
1. 2002092 - Ofanflóðavarnir á Eskifirði - Grjótá | Kynning á stöðu hönnunar við ofanflóðavarnir í Grjótá. Áætlað er að hefðbundinn kynningarfundur fyrir íbúa fari fram í febrúar og jafnframt kynning fyrir bæjarstjórn. | | |
|
2. 2411039 - Umsókn um breytingu á byggingarreit við Daltún 7 | Umsókn um breytingu á byggingarreit við Daltún 7. Skipulags- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fá nánari útfærslur hjá umsækjanda og leggja fyrir nefndina að nýju. | | |
|
3. 2411098 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi Kirkjubólseyrar, Norðfirði | Gunnar Jónsson bæjarritari sat þennan lið.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi Kirkjubólseyrar, Norðfirði. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Kirkjubólseyrar. Nefndin er samþykk tillögunni og felur skipulags- og byggingarfulltrúa nánari útfærslu og leggja fyrir nefndina að nýju á næsta fundi. | | |
|
4. 2009034 - Ofanflóðavarnir Nes- og Bakkagil Norðfjörður | Móbakki Neskaupstað. Kostnaðar mismunur við gerð vinnuvegar eða varanlegrar götu samkvæmt deiliskipulagi. Skipulags- og framkvæmdanefnd er sammála tillögu sviðsstjóra og felur honum að vinna málið áfram. | | |
|
5. 2501068 - Bólsvör 5 | Erindi frá Sköpunarmiðstöðinni vegna lóðarinnar Bólsvarar 8. Skipulags- og framkvæmdarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fá nánari útfærslur og leggja fyrir nefndina að nýju. | | |
|
6. 2501106 - Byggingarleyfi Stekkjargrund 11 Viðbygging | Sótt um byggingarleyfi fyrir 10m2 viðbyggingu að Stekkjargrund 11, Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir útgáfu byggingarleyfis og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út bygginarheimild þegar öll göng liggja fyrir. | | |
|
7. 2412140 - Umsókn um lóðir að Hjallaleiru 2 og 4 | Mál tekið fyrir að nýju er varðar umsókn um Hjallaleiru 2 og 4 á Reyðarfirði. Nefndir felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari upplýsinga áður en málið verður tekið fyrir að nýju. | | |
|
8. 2501145 - Mannvirki sem skylt er að vátryggja hjá NTÍ 2025 | Erindi frá NTÍ sem skylt er að vátryggja. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur sviðsstjóra að vinna svar til NTÍ og senda fyrir 1.mars. | | |
|