Til bakaPrenta
Fjölskyldunefnd - 5.

Haldinn í Búðareyri 2 fundarherbergi 2,
06.05.2024 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Ragnar Sigurðsson formaður, Birgir Jónsson varaformaður, Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður, Pálína Margeirsdóttir aðalmaður, Birta Sæmundsdóttir aðalmaður, Laufey Þórðardóttir embættismaður, Magnús Árni Gunnarsson , Anna Marín Þórarinsdóttir .
Fundargerð ritaði: Laufey Þórðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2404169 - Mönnun leikskóla 2024
Bjarki Ármann Oddsson, fyrrverandi forstöðumaður fræðslu og lýðheilsusviðs Akureyrarbæjar, kynnti breytta tilhögun leikskólagjalda Akureyrarbæjar. Fjölskyldunefnd mun halda áfram yfirferð á kynningum á fyrirkomulagi annarra sveitarfélaga í leikskólamálum.
2. 2404213 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2025
Farið yfir fyrirhugaða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2025.Teknar verða fyrir starfsáætlanir málaflokka fjölskyldunefndar á næstu fundum nefndarinnar. Sviðstjóra og stjórnendum málaflokka falið að vinna drög að starfsáætlun.
3. 2405012 - Ársfjörðungs uppgjör íþrótta- og tómstundamál
Farið yfir ársfjórðungs rekstrarniðurstöðu íþrótta- og tómstundamála. Stjórnandi íþrótta- og frístundamála fór yfir rekstur fyrstu þrjá mánuði ársins. Áfram er þörf á að gæta aðhalds innan málaflokksins.
4. 2404222 - Starfs- og fjárhagsáætlun fjölskyldunefndar 2025
Sviðstjóri fjölskyldusviðs og stjórnandi íþrótta- og frístundamála fóru yfir drög að áætluðum breytingum í rekstri fyrir árið 2025. Sviðstjóri fjölskyldusviðs og stjórnandi íþrótta- og frístundamála falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
5. 2404233 - Sumaropnun bókasafna 2024
Minnisblað sviðstjóra fjölskyldusviðs varðandi sumaropnun bókasafna Fjarðabyggðar lagt fram til afgreiðslu. Fjölskyldunefnd ákvað að opið yrði á sumrin frá 14:00-17:00 einu sinni í viku í hverju bókasafni.
6. 2405008 - Til umsagnar 934. mál
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um námstyrki kynnt fyrir fjölskyldunefnd.
7. 2404186 - Íþrótta- og tómstundastyrkir 2024
Fjölskyldunefnd frestar afgreiðslu úthlutunar og felur stjórnanda íþrótta- og frístundamála að afla frekari gagna.
8. 2404232 - Umsókn um íþróttastyrk
Fjölskyldunefnd felur stjórnanda íþrótta- og frístundamála að afla frekari gagna.
9. 2402215 - Umsókn um íþróttastyrk
Lögð fram drög að samningi við Golfklúbb Fjarðabyggðar um rekstrar- og uppbyggingarstyrk til þriggja ára. Fjölskyldunefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs til endanlegar afgreiðslu.
10. 2404183 - Umsókn um íþróttastyrk
Fjölskyldunefnd samþykkir styrkveitingu til Ungmennafélagsins Vals að upphæð 1.669.397kr. Af þeim styrk er jöfnunarstyrkur að upphæð 260.057kr.
11. 2404055 - Umsókn um íþróttastyrk
Fjölskyldunefnd samþykkir styrkveitingu til UMF Leiknis að upphæð 1.531.226kr. Af þeim styrk er jöfnunarstyrkur að upphæð 260.057kr.
12. 2404184 - Umsókn um íþróttastyrk
Fjölskyldunefnd samþykkir styrkveitingu til UMF Súlunnar að upphæð 307.430kr. Af þeim styrk er jöfnunarstyrkur að upphæð 260.057kr.
13. 2403094 - Umsókn um íþróttastyrk
Fjölskyldunefnd felur stjórnanda íþrótta- og frístundamála að afla frekari gagna.
14. 2404231 - Umsókn um íþróttastyrk
Fjölskyldunefnd samþykkir að veita skotveiðifélaginu Dreka rekstrar- og uppbyggingarstyrk að sömu upphæð og 2023 til eins árs vegna uppbyggingar á aðstöðu.
15. 2403116 - Umsókn um íþróttastyrk
Lögð fram drög að samningi við Golfklúbb Fjarðabyggðar um rekstrar- og uppbyggingarstyrk til þriggja ára. Fjölskyldunefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs til endanlegar afgreiðslu.
16. 2404204 - Umsókn um íþróttastyrk
Fjölskyldunefnd felur stjórnanda íþrótta- og frístundamála að afla frekari gagna.
17. 2403128 - Umsókn um íþróttastyrk
Fjölskyldunefnd samþykkir styrkveitingu til UMF Þróttar að upphæð 2.683.964kr. Af þeim styrk er jöfnunarstyrkur að upphæð 260.057kr.
18. 2404235 - Umsókn um íþróttastyrk
Fjölskyldunefnd felur stjórnanda íþrótta- og frístundamála að afla frekari gagna.
19. 2404179 - Umsókn um íþróttastyrk
Fjölskyldunefnd samþykkir styrkveitingu til UMF Austra að upphæð 1.077.237kr. Af þeim styrk er jöfnunarstyrkur að upphæð 260.057kr.
20. 2404227 - Umsókn um íþróttastyrk
Fjölskyldunefnd felur stjórnanda íþrótta- og frístundamála að afla frekari gagna.
21. 2403049 - Umsókn um íþróttastyrk
Lögð fram drög að samningi við Golfklúbbs Byggðarholts um rekstrar- og uppbyggingarstyrk til þriggja ára. Fjölskyldunefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs til endanlegar afgreiðslu.
22. 2404236 - Umsókn um íþróttastyrk
Fjölskyldunefnd samþykkir að veita Kajakklúbbnum Kaj rekstrar- og uppbygginarstyrk til eins árs að upphæð 650.000kr.
23. 2404237 - Umsókn um íþróttastyrk
Fjölskyldunefnd felur stjórnanda íþrótta- og frístundamála að afla frekari gagna.
24. 2405002 - Umsókn um íþróttastyrk
Fjölskyldunefnd samþykkir styrkveitingu til UMF Hrafnkel Freysgoða að upphæð 532.450kr. Af þeim styrk er jöfnunarstyrkur að upphæð 260.057kr.
25. 2405001 - Umsókn unglingadeildar Gerpis að frístundastyrkjum Fjarðabyggðar
Fjölskyldunefnd samþykkir að unglingadeild Gerpis geti nýtt sér frístundastyrki Fjarðabyggðar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:00 

Til bakaPrenta