Til bakaPrenta
Fræðslunefnd - 117

Haldinn að Búðareyri 2, fundarherbergi 1,
26.10.2022 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Birgir Jónsson formaður, Salóme Rut Harðardóttir varaformaður, Jónas Eggert Ólafsson aðalmaður, Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður, Ingi Steinn Freysteinsson aðalmaður, Þóroddur Helgason embættismaður, Ásta Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Þóroddur Helgason, Fræðslustjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2210162 - Starfsáætlanir og skólanámskrár 2022-2023
Skólastjórar leikskólans Dalborgar og leikskólans Lyngholts gerðu grein fyirr starfsáætlunum skólanna fyrir skólaárið 2022-2023 og svöruðu spurningum sem fram komu á fundinum. Fræðslunefnd samþykkir starfsáætlanirnar og þakkar skólastjórunum fyrir góða kynningu og greinargóð svör.
2. 2205097 - Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2023
Fyrir liggja drög að starfsáætlun fyrir árið 2023. Fræðslunefnd samþykkti fyrirliggjandi drög.
3. 2210015 - Ytra mat leikskóla 2023
Menntamálastofnun mun framkvæma ytra mat á leikskólum árið 2023, sbr. lög nr. 90/2008 um leikskóla og gildandi reglugerðir um mat og eftirlit. Stofnunin hefur auglýst eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á því að fram fari ytra mat á starfi leikskóla innan þeirra sveitarfélaga. Í matinu felst að utanaðkomandi aðilar leggja mat á starfsemi viðkomandi leikskóla með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá. Á undanförnum árum hefur verið framkvæmt ytra mat á Dalborg og Lyngholti. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra að leggja inn umsókn fyrir leikskólann Eyrarvelli að þessu sinni.

4. 2210173 - Skólamáltíðir grunnskóla
Til umræðu er tillaga Sjálfstæðisflokksins um gjaldtöku skólamáltíða í grunnskólum Fjarðabyggðar. Fyrir liggur eftirfarandi tillaga: Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að horfið verði frá gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum Fjarðabyggðar. Lögð fram tillaga um að fæðisgjaldið fyrir máltíð í grunnskólum verði 300 kr. Þrátt fyrir þessa hækkun verður Fjarðabyggð áfram með eitt lægsta gjald skólamáltíða í grunnskólum landsins. Áætluð tekjuaukning vegna þessa er um 50 m.kr. á ári. Tillagan var borin upp til atkvæða og felld með þremur atkvæðum fulltrúa Framsóknar og Fjarðalista gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúar Framsóknar og Fjarðalista ítreka að með því að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar sé öllum börnum á grunnskólaaldri í Fjarðabyggð tryggt aðgengi að heitri máltíð óháð efnahag. Það er mikilvægur liður í þeirri stefnu að Fjarðabyggð sé barnvænt samfélag.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10 

Til bakaPrenta