Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 25

Haldinn að Búðareyri 2, fundarherbergi 1,
02.05.2023 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður, Esther Ösp Gunnarsdóttir varaformaður, Birkir Snær Guðjónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jónasson aðalmaður, Heimir Snær Gylfason aðalmaður, Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Aron Leví Beck, umhverfis- og skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2302021 - Úrgangsmál 2023 - kynningaefni og fleira
Vísað frá bæjarráð til mannvirkja- og veitunefndar til útfærslu. Framlagt minnisblað varðandi fyrirkomulag og kostnað við uppsetningu og rekstur grendarstöðva í Fjarðabyggð. Bæjarráð samþykkir að vísa opnun grenndarstöðva í Fjarðabyggð til fjárhagáætlunargerðar 2024. Fyrirkomulag þjónustu mótttökustöða á árinu 2023 verði endurskoðað með tilliti til þarfa fyrir lágmarksopnun til að þjónusta einstaklinga. Tillögur sem samþykktar voru fyrir 22. febrúar 2023 verði að öðru leyti útfærðar og komið í framkvæmd. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að fresta opnunum grenndarstöðva til fjárhagsáætlunargerðar 2024, nefndin mun í samstarfi við starfsmenn vinna að nánari útfærslu að grenndarstöðvum.
Minnisblað - áætlaður kostnaður við grenndarstöðvar.pdf
2. 2304120 - Klifbrekkufossar í botni Mjóafjarðar.
Vakin er athygli á miklu álagi af völdum ferðamanna við Klifurbrekkufossa. Enginn vafi er að álagið á gróður og jarðveg hefur aukist þar undanfarin ár. Í bréfi NA er lagt til að brúa með einfaldri göngubrú, lækinn við bílastæðin. Það gæti stuðlað að betri umgengni í kringum þann læk. Brekkur og götur handan við lækinn munu eftir sem áður þurfa að þola talsvert rask. Búast má við jafnvel enn meira álagi á svæðið á næstu árum. Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur vel í erindið og felur verkefnastjóra umhverfismála að vinna erindið áfram í samráði við framkvæmdasvið.
2023_Minnisblað_Klifbrekkufossar.pdf
3. 2304302 - Heimild til nýtingar varpstaða
Beiðni um heimild til nýtingar varpstaða á Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd heimilar ekki nýtingu svæðissins árið 2023. Fyrirhugað er að auglýsa nýtingu svæðissins til dúntöku árið 2024. Nefndin felur verkefnastjóra umhverfismála að hafa samband við þá er málið varðar.

Þuríður Lillý vék af fundi vegna vanhæfni undir þessum lið.
varpsvæði.pdf
4. 2304181 - Ystidalur 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ystidalur 7, Eskifirði - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um byggingarleyfi með fyrirvara um grenndarkynningu.
Ystidalur_7-allt.pdf
5. 2304180 - Ystidalur 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ystidalur 9, Eskifirði - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um byggingarleyfi með fyrirvara um grenndarkynningu.
Ystidalur_9-allt.pdf
6. 2304244 - Umsókn um lóð Litlagerði 1
Umsókn um lóð fyrir parhús að Litlagerði 1, Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs. Nefndin áréttar að gert er ráð fyrir einbýli á lóðinni skv. gildandi deiliskipulagi.
7. 2304232 - Umsókn um lóð Búðavegur 57
Umsókn um lóð fyrir blandað íbúðarhús og þjónustu að Búðaveg 57, Fáskrúðsfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
750 Búðavegur 57 lb.pdf
8. 2304226 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi og stækkun á lóð
Umsókn um breytingu á deiliskipulagi og stækkun á lóð að Hjallaleiru 1. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsókn um stækkun lóðar.
Hjallaleira 1 breyting.pdf
Núverandi deiliskipulag iðnaðarsvæði Nes 1 á Reyðarfirði.pdf
9. 2304203 - Stækkun lóðar Hótel Búðareyri að Búðareyri 6
Umsókn um stækkun á lóð að Búðareyri 6, Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að stækka lóðina. Tré beggja vegna gangstéttar verða utan lóðamarka. Nefndin felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
Bílastæða mál Hótels Búðareyri, Búðareyri 6, 730 Reyðarfirði.pdf
Breyting á lóðarstærð.pdf
10. 2304245 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hafnarbraut 15
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi varðandi Hafnarbraut 15, Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
740 Hafnarbraut 15 lb.pdf
11. 2304139 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hafnarbraut 48, Neskaupstað
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hafnarbraut 48, Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning.
740 Hafnarbraut 48 LB.pdf
12. 2302135 - Reglur um lóðarúthlutanir
Drög að nýjum reglum um lóðarúthlutanir kynntar. Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar málinu.
13. 2304239 - Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2023
Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2023 til kynningar. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar fyrir kynninguna.
Arsskyrsla_NA_2022.pdf
14. 2304256 - Umsókn um stækkun á lóð og endurnýjun á lóðaleigusamningi Skólavegur 85A
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi varðandi Skólaveg 85a, Fáskrúðsfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar málinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til bakaPrenta