Til bakaPrenta
Bæjarráð - 870

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
04.11.2024 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ragnar Sigurðsson formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari
Fjármálastjóri og deildarstjóri fjármálasviðs sátu dagskrárliði 1 til 7.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2404213 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2025
Lögð fram tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2025 auk 3ja ára áætlunar fyrir árin 2026-2028.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu til fyrri umræðu bæjarstjórnar.
2. 2410181 - Útsvar 2025
Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars árið 2025 verði hámarksútsvar, þ.e. 14,97 % af útsvarsstofni í Fjarðabyggð. Tillaga þessi er í samræmi við 24.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Bæjarráð samþykkir að álagningarhlutfall útsvars árið 2025 verði hámarksútsvar, þ.e. 14,97 % af útsvarsstofni í Fjarðabyggð og vísar til bæjarstjórnar staðfestingu hlutfalls.
3. 2404222 - Starfs- og fjárhagsáætlun fjölskyldunefndar 2025
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs starfs- og fjárhagsáætlun málaflokka nefndarinnar.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2025.
4. 2410081 - Alþingiskosningar 2024
Framlögð tillaga yfirkjörstjórnar um kjörstaði og opnunartíma þeirra á kjördegi Alþingiskosninga þann 30. nóvember nk.

Yfirkjörstjórn leggur til að kjörstaðir og opnunartímar þeirra verði:
Mjóifjörður: Sólbrekka
Norðfjörður: Nesskóli
Eskifjörður: Eskifjarðarkirkja
Reyðarfjörður: Safnaðarheimilið
Fáskrúðsfjörður: Grunnskóli
Stöðvarfjörður: Grunnskólinn
Breiðdalsvík: Grunnskólinn
Opið verði frá 09:00 til 22:00 á kjördag nema í Mjóafirði verði opið frá kl. 09:00-14:00 (lokun þar verði eins fljótt og unnt er skv. 91. gr. kosningalaga nr. 112/2021).
Bæjarráð samþykkir tillögu yfirkjörstjórnar um kjörstaði og opnun þeirra vegna Alþingiskosninga sem fara fram 30. nóvember.
5. 2410179 - Reglur Fjarðabyggðar um sérstakan húsnæðisstuðning
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að uppfærðum reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Minnisblað.pdf
6. 2306063 - Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði
Framlagt erindi landeigenda Óseyrar í Stöðvarfirði vegna ágangs búfjár og afgreiðslu mála sem tengist því.
Bæjarráð felur bæjarritara að svara erindi bréfritara.
Til bæjarráðs og bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.pdf
7. 2410212 - Erindi um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Lögð fram beiðni frá Ferðafélagi fjarðamanna um styrk til greiðslu fasteignaskatts.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk gegn greiðslu fasteignaskatts sbr. 1. gr. reglna um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts.
Tölvupóstur Ferðafélags.pdf
8. 2401142 - Fundargerðir stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024
Fundargerð 953. fundar stjórnar Sambandsins lögð fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 953.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
9. 2410015F - Fjölskyldunefnd - 15
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 29. október sl. lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
9.1. 2404222 - Starfs- og fjárhagsáætlun fjölskyldunefndar 2025
9.2. 2410075 - Okkar heimur á norður- og austurlandi
9.3. 2410178 - Íþrótta- og tómstundastyrkir 2025
9.4. 2410076 - Sundlaugin á Stöðvarfirði
9.5. 2410179 - Reglur Fjarðabyggðar um sérstakan húsnæðisstuðning
10. 2410026F - Skipulags- og framkvæmdanefnd - 20
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 29. október.
10.1. 2410119 - Staða verkefnisins endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna
10.2. 2410132 - Umsögn varðandi vindorkugarð í Fljótdalshreppi
10.3. 2410162 - Umsókn um stækkun á lóð fyrir bílastæði
10.4. 2410164 - Olíutankar á Reyðarfirði.
10.5. 2404185 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2024
10.6. 2410167 - Opnunartími móttökustöðvar á Stöðvarfirði
11. 2410017F - Rýnihópur um breytingar í grunnskólum - 4
Framlögð til afgreiðslu bæjarráð fundargerð rýnihóps frá 16. október 2024
12. 2410016F - Starfshópur um breytingar í leikskólum - 4
Framlögð til afgreiðslu bæjarráðs fundargerð starfshóps um leikskóla frá 16. október 2024
13. 2410023F - Starfshópur um breytingar í leikskólum - 5
Framlögð til afgreiðslu bæjarráðs fundargerð starfshóps um leikskóla frá 23. október 2024.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 

Til bakaPrenta