Til bakaPrenta
Hafnarstjórn - 303

Haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,
26.10.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir formaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Heimir Snær Gylfason aðalmaður, Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Birgitta Rúnarsdóttir, verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2305073 - Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2024
Fjárfestingaráætlun Fjarðabyggðarhafna lögð fram til samþykkis. Hafnarstjórn samþykkir framlagða fjárfestingaáætlun með þeim breytingum sem hafa orðið með áorðnum viðaukum fyrir árið 2023. Jafnframt samþykkir hafnarstjórn fjárfestingaáætlun 2024 sem og þriggja ára áætlun 2025-2027.
2. 2309151 - Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2024
Drög að gjaldskrá 2024 lögð fram til samþykkis. Hafnarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá.
3. 2208077 - Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2023
Framlagt minnisblað hafnarstjóra vegna breytinga sem gerðar verða á fjárfestingaráætlun hafnarsjóðs 2023 skv. ákvörðun bæjarráðs frá 16. október 2023. Hafnarstjórn samþykkir og vísar breytingunum til viðaukagerðar.
4. 2303153 - Lenging Strandarbryggju á Fáskrúðsfirði
Þriðjudaginn 24. október voru opnuð tilboð í verkið "Fjarðabyggðarhafnir: Lenging Strandarbryggju. Steypt staurabryggja". Hafnarstjórn samþykkir tilboðið og felur hafnarstjóra að ganga frá samningi við MVA ehf.
5. 2310073 - Erindi til Hafnarstjórnar, Höfnin á Breiðdalsvík
Erindi frá Elís Pétri Elíssyni varðandi hafnarmannvirki á Breiðdalsvík. Hafnarstjórn þakkar erindið og felur hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna að svara erindinu.
6. 2310140 - Bryggja við minningarreit SVN í Neskaupstað
Lögð fram beiðni Síldarvinnslunnar um að reisa bryggju við minningarreit fyrirtækisins í Neskaupstað. Hafnarstjórn samþykkir beiðni Síldarvinnslunnar fyrir sitt leiti að því gefnu að öll tilskilin leyfi fáist. Huga þarf að því að grjótvörn skerðist ekki við framkvæmdina.
7. 2009216 - Rex NS 3 endurgerð og ástandsmat
Framlagt erindi Guðmundar Guðlaugssonar varðandi endurgerð á bátnum Rex. Hafnarstjórn þakkar erindið og felur hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna að ræða við Guðmund um útfærslu og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til bakaPrenta