Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 34

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
12.09.2023 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður, Esther Ösp Gunnarsdóttir varaformaður, Birkir Snær Guðjónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jónasson aðalmaður, Heimir Snær Gylfason aðalmaður, Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Aron Leví Beck, umhverfis- og skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2305072 - Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagsnefndar 2024
Lagt fram bréf fjármálastjóra um úthlutun bæjarráðs á fjárhagsramma nefndarinnar fyrir árið 2024 í A hluta. Umhverfis- og skipulagsnefnd mun gæta aðhalds í rekstri á komandi ári og gæta þess að vera innan þess útgefins ramma.
2. 2309060 - Umsókn um lóð Stekkjargata 5 Nesk
Umsókn um lóð Stekkjargata 5 Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar umsókninni í ljósi þess að lóðin er ekki til úthlutunar að svo stöddu.
stekkjargata 5 Neskaupstað.pdf
3. 2308005 - Deiliskipulag breyting Miðbær Nesk v. fótboltavöllur
Uppdráttur með deiliskipulagsbreytingunni fyrir miðbæ Neskaupsstaðar. Samþykkt til grenndarkynningar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breytingu á deiliskipulagi miðbæ Neskaupsstaðar og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að senda hana í grenndarkynningu.
A1656-001-U03 Miðbær Neskaupstaðar, deiliskipulagsbreyting.pdf
4. 2308172 - Breyting á deiliskipulagi Fólkvangur Neskaupstaðar
Umsögnum á kynningartíma svarað vegna breytingu á deiliskipulagi Fólkvangur Neskaupstaðar og skipulagið lagt fram til endanlegrar samþykktar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir skipulagið og vísa því til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
1860-077-12-MIN-001-V01 umsagnir á kynningartíma og svör.pdf
1860-077-12-TEK-V01_DSK-BR-Fólkvangur Nes Útivistarsv.pdf
5. 2301019 - Deiliskipulag austurhluta Breiðdalsvíkur
Umsögnum á kynningartíma svarað vegna Deiliskipulags austurhluta Breiðdalsvíkur og skipulagið lagt fram til endanlegrar samþykktar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir skipulagið og vísa því til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
1860-102404-MIN-001-V01 umsagnir á kynningartíma og svör Austurhluti Breiðdalsvíkur.pdf
102476-GRG-001-V06_Greinargerð fyrir deiliskipulag.pdf
1860-102404-DSK-V02_DSK-Austurhluti-Breiðdalsvíkur.pdf
6. 2308136 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Búðareyri 4
Framlögð drög að lóðarleigusamningi um Búðareyri 4. Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar frá bæjarráði. Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar málinu til næsta fundar.
7. 2308073 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Gauksmýri 1
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Gauksmýri 1. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gefa út nýjan lóðarleigusamning í samræmi við nýtt lóðarblað í viðhengi.
740 Gauksmýri 1 LB.pdf
8. 2307089 - Sólbakki 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sólbakki 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða grenndarkynningar kynnt og byggingarleyfið lagt fram til endanlegrar afgreiðslu. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
9. 2309014 - Framkvæmdaleyfi - Stöðfirskir báta og skip
Framkvæmdaleyfi - Stöðfirskir báta og skip. Umverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
Stöðfirskir bátar og skip - afstöðumyndir.pdf
Sto¨ðfirskir ba´tar og skip - kynning.pdf
10. 2309019 - Erindi vegna gámasvæðis á Reyðarfirði
Erindi vegna gámasvæðis á Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd þykir mjög miður að ekki hafi tekist að finna framtíðar gámasvæði í Reyðarfirði. Nefndin fékk skipulagsfulltrúa til að kanna þær lóðir sem eru lausar en vegna fyrirhugaðrar atvinnuuppbyggingar á svæðinu var ekki hægt að finna lóð þar sem gámar gætu verið til frambúðar. Iðnaðarlóðir sveitarfélagsins eru mjög verðmætar hvort sem er á Hjallaleiru eða við Mjóeyrarhöfn og er því ekki hægt að taka þær til framtíðar. Með því að færa svæðið á Símonartún er verið að nota lóð í eigu sveitarfélagsins sem ekki verður notuð undir aðra starfsemi en skilgreind er sem iðnaðar- og geymslusvæði. Á svæðinu er gott aðgengi, rafmagn og lítil umferð stórra tækja eins og oft er á iðnaðarsvæðum. Einnig vill nefndin árétta að ekki er um lögbundna þjónustu og áður hafði gámasvæði fyrir Eskifjörð og Reyðarfjörð verið staðsett á Reyðarfirði en hefur því verið fundin betri staðsetning á Eskifirði.
Erindi frá gámeigendum á Reyðarfirði.pdf
11. 2309030 - Umsókn um leyfi til losunar efnis
Nestak óskar eftir því að fá leyfi að losa moldarefni sem fellur til við lóðargerð við Sólbakka 2-6 í land sem er neðan við Sæbakka. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi er öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað. Sveitarfélagið kemur ekki til með að taka þátt í kostnaði við frágang á svæðinu en áréttar bindingu rokgjarna efna.
230905NestakLosunEfni.pdf
12. 2308164 - Mála ruslatunnur
Minnisblað vegna málun á ruslatunnum í almenningsrýmum á Eskifirði. Framlagt að beiðni Elínar Rúnar Sizemore. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að Elín Rún fái leyfi til að mála og viðhalda með snyrtilegum hætti, fimm ruslatunnum á Eskifirði. Verkefnið er tilraunarverkefni og verður endurskoðað að ári.
Minnisblað - Málun á ruslatunnum í almenningsrýmum.pdf
13. 2309068 - Öryggi við hesthúsahverfi í Reyðarfirði
Tillaga bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins um undirgöng undir fagradalsbraut til að auka öryggi hestamanna- og kvenna við hesthúsahverfi í Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur vel í erindið og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa og formanni nefndarinnar að koma á samtali við Vegagerðina.
Öryggi við hesthúsahverfi í Reyðarfirði.pdf
14. 2302021 - Úrgangsmál 2023 - kynningaefni og fleira
Minnisblað um fjölda tunna. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar kynninguna.
Minnisblað um fjölda tunna.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40 

Til bakaPrenta