Til bakaPrenta
Bæjarráð - 830

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
22.01.2024 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2311106 - Veikindalaun 2023
Framlögð greinargerð ásamt tillögu um fjármögnun veikindalauna á árinu 2023.
Bæjarráð vísar fjármögnun veikindalauna til gerðar viðauka.
2. 2401136 - Fjárhagsáætlun 2023 - viðauki 5
Lagður fram viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2023 um veikindalaun, námsstyrki og ráðstöfun á óráðstöfuðu.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
3. 2310039 - Húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2024
Lögð fram að nýju tillaga að húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar fyrir 2024 - 2033.
Bæjarráð samþykkir húsnæðisáætlun og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
4. 2204118 - 730 Öldugata 6 - Kauptilboð
Framlagt kauptilboð Sælínar Sigurjónsdóttur vegna húseignar á lóðinni að Öldugötu 6 á Reyðarfirði.
Bæjarráð felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að ræða við bjóðanda.
Öldugata 6.pdf
5. 2401114 - Áform um breytingu á lögum nr. 491997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 6/2024 -Áform um breytingu á lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.
Bæjarráð fagnar boðaðri breytingu og sveitarfélagið mun taka þátt í samráði um málið.
Boð um þátttöku í samráði: Áform um breytingu á lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.pdf
6. 2401154 - Erindi frá VA - aðstaða fyrir siglingahermi
Framlagt erindi frá Verkmenntastkóla Austurlands varðandi aðgang að herbergi í sameiginlegu rými verknámshúss VA og íþróttahússins á Norðfirði.
Bæjarráð fagnar því að boðið verði uppá smáskipnám í Verkmenntaskólanum og samþykkir að veita Verkmenntaskóla Austurlands aðgang að umræddu herbergi og gengið verði frá samkomulagi um afnotin.

Beiðni frá VA.pdf
7. 2312149 - Erindi til sveitarstjórnar vegna bókasafna í Fjarðabyggð
Framlögð til kynningar erindi Austfirskra upplýsinga og Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna.
Bæjarráð þakkar gagnlegar ábendingar og vísar erindum til stjórnar menningarstofu.
Yfirlýsing SFA (1).pdf
Austfirsk upplýsing.pdf
8. 2401143 - Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar
Framlagðar til afgreiðslu starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Austurlands.
Bæjarráð samþykkir starfsreglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Austurlands.pdf
9. 2401150 - Erindi Persónuverndar vegna notkunar á google lausnum í skólastarfi
Framlagt erindi frá Persónuvernd til allra sveitarfélaga vegna notkunar á Google lausnum í skólastarfi.
Vísað til upplýsingaöryggisnefndar.
Bréf frá Persónvernd um notkun á Google lausnum í skólastarfi.pdf
10. 2306007 - Forvarnastefna Fjarðabyggðar 2024-2025
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs forvarnarstefnu Fjarðabyggðar 2024-2025.
Bæjarráð samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingu bæjarstjórnar.
Forvarnastefna Fjarðabyggðar 2024-2025.pdf
11. 2311229 - Starfshópur um skipulagsmál vegna ofanflóðavarna
Framlögð samantekt starfshóps Fjarðabyggðar um ofanflóðavarnir og skipulagsmál, ásamt fundargerð nr. 3.
Vísað til umfjöllunar skipulags- og framkvæmdanefndar.
Starfshópur um skipulagsmál vegna ofanflóðavarna í Fjarðabyggð - fundargerð nr.3.pdf
12. 2401142 - Fundargerðir stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024
Framlögð til kynningar fundargerð 941. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 941.pdf
13. 2302093 - Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga
Fundargerð 68. fundar stjórnar samtaka orkusveitarfélaga lögð fram til kynningar
Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga - nr 68 undirrituð.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:16 

Til bakaPrenta