Til bakaPrenta
Stjórn menningarstofu - 1

Haldinn í Molanum fundarherbergi 4,
13.02.2024 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Birta Sæmundsdóttir formaður, Pálína Margeirsdóttir varaformaður, Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm aðalmaður, Gunnar Jónsson embættismaður, Jóhann Ágúst Jóhannsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2206071 - Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
Framlagt minnisblað um framtíð íslenska stríðsárasafnsins.
Stjórn menningarstofu leggur til að sýning verði sett upp sbr. tillögu í minnisblaði í bragga á safninu. Þá leggur stjórn til að haldinn verði upplýsinga- og kynningarfundur þar sem framtíð Íslenska stríðsárasafnsins verði rædd út frá staðsetningu þess. Stjórn tekur málið að nýju fyrir á fundi sínum 27. febrúar og þá verði lögð fram kostnaðaráætlun um framkvæmdir vegna opnunar sýningar á árinu 2024. Jafnframt er málinu vísað til bæjarráðs varðandi fjármögnun endurbóta fyrir sumarið 2024. Varðandi framtíðarsýn safnsins þá leggur stjórnin áherslu á að niðurstaða verði fengin fyrir lok mars.
Minnisblað um stöðu og framtíð Íslenska stríðsárasafnsins.pdf
Lokaskýrsla HÍ Íslenska stríðsárasafnið.pdf
Starfshópur um framtíð Ísleska stríðsárasafnið 2022.pdf
2. 2402021 - Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu
Framlagt og kynnt bréf vegna rafrænnar skjalavörslu og stofnunar félagsins Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu (MHR)
MHR - Bréf til héraðsskjalasafna og sveitarfélaga 2024.pdf
3. 2402019 - Erindi varðandi styrk til fornleifarannsókna í Stöðvarfirði
Vísað frá bæjarráði erindi félags áhugafólks um fornleifarannsóknir í Stöðvarfirði og styrkveitingar.
Stjórnin hefur þegar samþykkt að veita styrk til fornleifarannsóknanna og stefnir á að heimsækja vettvang rannsóknanna í júní.
FW: Beiðni um fjármagn til fornleifarannsókna.pdf
4. 2402094 - Stafrænar aðgerðir gegn loftlagsbreytingum tengdar menningarlandslagi
Framlagður til kynningar tölvupóstur um verkefni á vegum Skriðuklausturs um stafrænar aðgerðir gegn loftlagsbreytingum tengdar menningarlandslagi.
Tölvupóstur um Stafrænar aðgerðir gegn loftlagsbreytingum tengdar menningarlandslagi.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta