Til bakaPrenta
Bæjarráð - 909

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
01.09.2025 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ragnar Sigurðsson formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2504199 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2026
Framlögð drög að fjárhagsrömmum fyrir árið 2026 fyrir stofnanir og deildir Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir rammana og vísar þeim til umfjöllunar og vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026 hjá nefndum sveitarfélagsins.
 
Gestir
Fjármálastjóri - 00:00
2. 2502029 - Umsókn um stofnframlög á árinu 2025
Framlögð beiðni Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um staðfestingu stofnframlaga vegna byggingu fimm íbúða.
Bæjarráð samþykkir að veita stofnframlög til fimm íbúða í gegnum Brák íbúðafélag.
 
Gestir
Fjármálastjóri - 00:00
3. 2508145 - Rekstur skíðasvæðisins í Oddsskarði
Vísað frá fundi bæjarráðs málefnum skíðasvæðisins í Oddsskarði.
Bæjarráð samþykkir að farið verið í viðhald á toppmastri í Skíðasvæðinu í Oddsskarði.

Framkvæmdasviði falið umhald verksins, bæjarráð leggur áherslu á að aflað verði tilboða í verkið og því lokið sem fyrst á sem hagkvæmastan hátt í samræmi við það kostnaðarmat sem fyrir liggur.

Kostnaði við verkið verður vísað til viðaukagerðar við fjárhagsáætlun 2025.
4. 2211108 - Verkefnið Sterkur Stöðvarfjörður
Farið yfir málefni Sterks Stöðvarfjarðar með verkefnastjóra verkefnisins.
 
Gestir
Valborg Ösp Varén verkefnastjóri sterks Stöðvarfjarðar - 10:00
5. 2508026 - Skýring málefna Golfklúbbs Eskifjarðar
Farið yfir málefni Golfklúbbs Eskifjarðar.
Bæjarráð felur bæjarritara að svara erindi bréfritara.
6. 2309243 - Landamerkjamál Stuðla
Fjallað um málshöfðun eigenda Stuðla vegna landamerkja Móa, Seljateigshjáleigu, Seljateigs. Lögð fram til afgreiðslu dómsátt í málinu sem lögð verður fyrir Héraðsdóm Austurlands mánudaginn 1. september 2025.

Bæjarráð samþykkir tillögu að dómsátt og felur lögmanni sveitarfélagsins að ganga frá sáttinni fyrir hönd Fjarðabyggðar.
7. 2508159 - Hjólarampar á Reyðarfjörð
Framlagt bréf frá Ísarr Leví um hugmynd af hjólarömpum á Reyðarfirði.
Bæjarráð vísar erindi til ungmennaráðs og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
8. 2507019 - Samstarf í öldrunarmálum milli Fjarðabyggðar og Heilbrigðisstofnunar
Farið yfir framvindu í viðræðum við Heilbrigðisstofnun Austurlands um viljayfirlýsingu um þjónustu við eldra fólk.
9. 2501156 - Samningur við Píeta samtökin
Bæjarráð samþykkir að hækka árlegt framlag til Píeta úr 700.000 kr. í 1.500.000 kr á árinu 2025. Bæjarráð er sammála um hækkunina og þakkar Píeta fyrir gott og þarft starf í Fjarðabyggð til að mæta sérstökum aðstæðum; jafnframt eru íbúar hvattir til að nýta þjónustu samtakanna ef þurfa þykir. Samstarf Fjarðabyggðar og Píeta hófst fyrr á þessu ári og hefur gefið góða raun og felur í sér fasta viðveru og reglubundna þjónustu í sveitarfélaginu.

Kostnaður vegna viðbótarinnar verður fjármögnuð af liðnum óráðstafað.
Fundargerðir til staðfestingar
10. 2508019F - Skipulags- og framkvæmdanefnd - 39
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 27. ágúst lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
10.1. 2303098 - Ný heimasíða fyrir Fjarðabyggð 2023
10.2. 2302013 - Deiliskipulag efri byggð Stöðvarfjarðar
10.3. 2506082 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi smábátahöfn Bankastræti 5
10.4. 2508151 - Þórhólsgata 1a óveruleg breyting dsk miðbæjar Neskaupstaðar
10.5. 2502045 - Byggingarleyfi Búðargata 5
10.6. 2501148 - Umsókn um lóð Nesgata 34
10.7. 2508135 - Umsókn um lóð Víðimýri 15 Norðfjörður
10.8. 2507056 - Neðri Skálateigur L158164 uppskipting lands
10.9. 2508028 - Villikettir Fjarðabyggð
10.10. 2508055 - Umsókn um stöðuleyfi
10.11. 2507064 - Umsókn um stöðuleyfi
10.12. 2508036 - Forkaupsréttur fasteigna
10.13. 2212113 - Fundaáætlun SFN 2025
10.14. 2308085 - Fiskeldissjóður - umsóknir 2024
10.15. 2407140 - Streitishvarf - uppbygging ferðamannastaðar
10.16. 2505197 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi Melur 1
Samningur við björgunarsveitirnar í Fjarðabyggð verður undirritaður í lok fundarins.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta