Til bakaPrenta
Stjórn menningarstofu og safnastofnunar - 11

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
12.09.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Birta Sæmundsdóttir formaður, Pálína Margeirsdóttir varaformaður, Elsa Guðjónsdóttir aðalmaður, Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm aðalmaður, Benedikt Jónsson aðalmaður, Gunnar Jónsson embættismaður, Jóhann Ágúst Jóhannsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2303071 - Rekstur málaflokka 2023 - TRÚNAÐARMÁL
Framlag yfirlit yfir rekstur málaflokksins fyrstu 6 mánuði ársins 2023.
2. 2305067 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2024
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu stjórnar menningarstofu og safnastofnunar fjárhagsramma menningarmála fyrir árið 2024.
Stjórnin felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna drög að fjárhagsáætlun og leggja fyrir stjórn tillögur á næsta fundi.
3. 2309072 - Uppbyggingarsjóður 2023 - umsóknir og styrkveitingar
Búið er að opna fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Austurlands. Hlutverk Uppbyggingarsjóðs er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarverkefna. Uppbyggingarsjóður Austurlands er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2024. Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 16. október og lokar kl. 23:00.
4. 2301047 - Verkefni menningarstofu 2023
Forstöðumaður menningarstofu fór yfir verkefni sumarsins og þau sem eru á döfinni á næstu mánuðum.
Menningarstofa Verkefni - Yfirlit SMS 2023_September.pdf
5. 2211009 - Endurskoðun Menningarstefnu Fjarðabyggðar
Umræða um endurskoðun menningarstefnu og að haldin yrði menningarmót eða málstefna um menningarmál í Fjarðabyggð sem yrði efniviður inn í endurskoðun stefnunnar.
Stjórnin stefnir á að halda tvö menningarmót í nóvember, útfærsla og tímasetning rædd á næsta fundi.
6. 2307118 - Björn Pálsson sjúkraflugmaður - beiðni um styrk vegna bókaútgáfu
Framlögð beiðni Björns Pálssonar sjúkraflugmaður um styrk vegna bókaútgáfu.
Stjórnin samþykkir að veita styrk.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til bakaPrenta