Til bakaPrenta
Hafnarstjórn - 282

Haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,
24.08.2022 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir formaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Heimir Snær Gylfason aðalmaður, Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður, Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Birgitta Rúnarsdóttir, verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2108124 - Grænn orkugarður á Reyðarfirði
Kynningar tengdar Grænum orkugarði.
Sief Andriopoulos, meistaranema í verkfræði við tækniháskólann í Delft, kynnti lokaverkefni sitt við skólann. Verkefnið ber heitið "Roadmapping the develpment of a green hydrogen industrial port complex - A case study in an Icelandic setting" og var unnið í samstarfi við Rotterdamhöfn með aðstoð Fjarðabyggðar.
Martijn Coopman og René van der Plas frá Rotterdamhöfn kynntu starfsemi sína og mismunandi möguleika á samstarfi milli hafnanna.
 
Gestir
Martijn Coopman - 09:00
Sief Andriopoulos - 09:00
Valgeir Ægir Ingólfsson - 09:00
René van der Plas - 09:00
2. 2207045 - Ósk um umsögn um strandsvæðisskipulag Austfjarða
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn hafnarstjórnar á tillögu um strandsvæðisskipulag Austfjarða. Frestur til að skila inn umsögn er til 15.september næstkomandi. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna að skrifa umsögn í samvinnu við skipulags- og umhverfisfulltrúa og leggja fyrir næsta fund.
 
Gestir
Valgeir Ægir Ingólfsson - 10:45
3. 2207037 - Breyting á eldisfyrirkomulagi Fiskeldis Austfjarða í Fáskrúðsfirði
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn vegna tilkynningar Fiskeldis Austfjarða hf. á breytingu á eldisfyrirkomulagi í Fáskrúðsfirði. Hafnarstjórn felur atvinnu- og þróunarstjóra að skila umsögn.
 
Gestir
Valgeir Ægir Ingólfsson - 11:00
4. 2208096 - Sjávarútvegssýningin 2022
Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo 2022 verður haldin í Laugardalshöll 21.-23.september næstkomandi og verða Fjarðabyggðarhafnir með bás á sýningunni.
 
Gestir
Þórður Vilberg Guðmundsson - 11:15
Valgeir Ægir Ingólfsson - 11:15
5. 2101071 - Fóðurprammi sekkur við Gripalda
Aðgerðir við að ná fóðurpramma Laxa Fiskeldis sem sökk við Gripalda upp af hafsbotni eru hafnar. Farið yfir verkáætlun og stöðu aðgerðanna.
6. 2208102 - Hafnarsvæðið á Fáskrúðsfirði
Óskir hafa komið frá Loðnuvinnslunni um breytingar á hafnarsvæðinu á Fáskrúðsfirði. Lögð fram forhönnun og kostnaðarmat þeirra breytinga. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og framkvæmdasviði að funda með Loðnuvinnslunni, vinna málið áfram og leggja fyrir aftur.
7. 2208101 - Bryggja við Olís í Neskaupstað
Lagt fram til bréf frá Olís varðandi bryggju við stöð fyrirtækisins í Neskaupstað. Hafnarstjórn samþykkir að Olís fjarlægi bryggjuna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15 

Til bakaPrenta