Til bakaPrenta
Mannvirkja- og veitunefnd - 9

Haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,
11.01.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Elís Pétur Elísson varaformaður, Pálína Margeirsdóttir aðalmaður, Kristinn Þór Jónasson aðalmaður, Bryngeir Ágúst Margeirsson aðalmaður, Marinó Stefánsson embættismaður, Svanur Freyr Árnason embættismaður, Jón Grétar Margeirsson .
Fundargerð ritaði: Marinó Stefánsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301058 - Eignarsjóður 735 íþróttarhúsið Eskifirði
Lögð fram til kynningar úttekt á íþróttahúsinu á Eskifirði. Mannvirkja- og veitunefnd felur framkvæmdasviði að láta vinna heildarúttekt á húsnæðinu og leggja fram úrbótaáætlun með kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna og leggja fyrir nefndina að nýju.
2. 2301057 - Eignarsjóður 735 Grunnskólinn Eskifirði
Lagt fram til kynningar minnisblað um niðurstöður á rakaskoðun í grunnskólanum á Eskifirði. Mannvirkja- og veitunefnd felur framkvæmdasviði að láta vinna heildarúttekt á húsnæðinu og leggja fram úrbótaáætlun með kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna og leggja fyrir nefndina að nýju.
3. 2210032 - Erindi frá íbúum í Breiðablik
Framlagt erindi frá íbúum í Breiðablik í Neskaupstað um aðstöðu þeirra í húsnæðinu og ráðstöfun þess. Mannvirkja- og veitunefnd felur framkvæmdasviði að fara yfir erindið í samstarfi við félagsmálanefnd og ræða við íbúa og leggja fyrir að nýju.
Bréf frá Íbúum í Breiðabliki 22.9.2022.pdf
4. 2211146 - Úttekt á stöðu og framtíðarhorfur nýtingar jarðhita til húshitunar
Að beiðni Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins (URN) hefur ÍSOR (Íslenskar orkurannsóknir) tekið sér að gera úttekt á stöðu nýtingar og framtíðarhorfum hjá hitaveitum landsins. Lagt fram til kynningar bréf þar sem gerð er grein fyrir þessu verkefni.
Mannvirkja- og veitunefnd felur forstöðumanni veitna að vinna framtíðarsýn fyrir Hitaveitu Eskifjarðar og skoða frekari möguleika á jarðhita nýtingu í Fjarðabyggð.
5. 2205136 - 735 Bleiksárhlíð 55 - umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi og stækkun lóðar
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi varðandi Bleiksárhlíð 55, Eskifirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning. Nefndin vísar málum er varðar aðgengi að íbúðarhúsinu áfram til mannvirkja- og veitunefndar. Mannvirkja- og veitunefnd samþykkir að íbúar að Bleiksárhlíð 55, Eskifirði geri aðgengi að húsinu er rúmast innan lóðarstækkunarinnar með fyrirvara um skriflegt samþykki aðliggjandi lóðarhafa.
6. 2211164 - Reglubundið eftirlit - Drög að eftirlitsskýrslu vegna Fjarðabyggð Rimi Mjóafirði_Fjarðabyggð Rimi Mjóafirði
Lögð fram til kynningar eftirlitsskýrsla á urðunarstaðnum Rima í Mjóafirði frá Umhverfisstofnun
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta